Hugleiðingar Lindu: Innsæið

15133872_10210282222864507_2118035605_oÉg sit hér á Sólon Bankastræti og horfi út í iðandi mannlífið því að fátt finnst mér skemmtilegra en fjölbreytileiki þess.

Ég skoða með sjálfri mér hvað það er sem sameinar okkur mannkynið og hvað það er sem aðskilur okkur.

Velti því fyrir mér hvort við séum ekki öll eitt þar sem við virðumst öll vera að leita að sömu hlutum sama hvaðan við komum og frá hvaða öld við erum.

Við virðumst alltaf leitast við að elta hamingjuna út um allt þó að við gerum okkur hinsvegar allt of sjaldan grein fyrir því hvar hana er að finna.

Eins reynum við flest að skapa okkur öryggi með einum eða öðrum hætti í heimi sem ekkert öryggi hefur uppá að bjóða.

Svona erum við bara sama hvaðan við komum.

En það sem aðskilur okkur hinsvegar er eins og vinur minn einn orðaði það svo snilldarlega um daginn þegar hann sagði við mig "öll menning er í eðli sínu fordómar" sem er bara svo satt.

Í stað þess að umfaðma ólík menningarsamfélög, trúarskoðanir, pólitískar skoðanir og viðhorf og læra af þeim það sem gott gæti verið, leyfum við þessum hlutum að aðskilja okkur og mynda fjandskap á milli okkar.

Ótrúlegt en satt.

Við þurfum ekki annað en að horfa á pólitíkina sem er búin að koma mikið við sögu í fréttum að undanförnu til að sjá þetta.

Og í stað þess að leyfa okkur að finna í hjarta okkar tenginguna og samkenndina við allt mannkyn þá látum við löngu forritaðan haus okkar ráða för í samskiptum okkar við mismunandi menningarhópa og lokum algjörlega á röddina sem hvíslar í brjósti okkar og segir "þið eruð öll eitt". 

Mér þótti mjög forvitnilegt að sjá að það var komin mynd í bíó sem fjallaði einmitt um það sem ég er alltaf að reyna að segja með einum eða öðrum hætti í pistlum mínum um þá rödd og dreif mig því í að sjá myndina sem nefnist "Innsæi" Fannst mér hún ótrúlega áhugaverð fyrir margra hluta sakir en ekki síst vegna umfjöllunar um þá rödd sem við sleppum svo oft að hlusta á.

Mér þótti ótrúlega fróðlegt að sjá hversu mikilvægt okkar innra GPS tæki er, en því miður er það virkilega vannýtt hjá okkur flestum.

Ef við nýttum það til fulls gætum við breytt lífsgæðum okkar all verulega fullyrði ég, og kannski loksins náð í skottið á hamingjunni og örygginu sem felst í því að vita að ég hef minn innri leiðbeinanda.

Leiðbeinanda sem bregst mér aldrei þó að ég bregðist honum oft á tíðum og að hafa þá fullvissu að vita að bara ef ég hlusta á hann þá er mér óhætt í lífinu.

Að vita og finna að ég get hvílst í flæði og öryggi lífsins og vita að mér er leiðbeint alla leið er ótrúlega góð tilfinning sem krefst þess að ég sé tilbúin til að treysta og sleppa tökum vitandi að allt mun fara vel.

Að sleppa tökum reynist þó mörgum okkar hægara sagt en gert og er "yours truly" ein af þeim sem hefur oft átt erfitt með að sleppa tökum og treysta.

En þegar ég loksins sá tengingu mannkynsins ljóslifandi og gerði mér grein fyrir því að lífið streymir fram í flæði en ekki þegar við streitumst á móti (þá stöðvast það) ákvað ég hreinlega að þarna væri ég búin að finna sannleika sem gæti frelsað mig í hinum ýmsu aðstæðum sem höfðu reynst mér erfiðar. 

Og ekki sé ég eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun því að um leið og ég var búin að taka hana fór ég að sjá flæði lífsins með allt öðrum augum og frelsið sem ég fann fyrir var þá og er nú mér gjörsamlega ómetanlegt.

Ég þarf ekki að streða lengur, bara sleppa tökunum! Dásamleg tilfinning.

Ég æfi mig stöðugt í því að sleppa en það kemur þó fyrir að mér finnst ég þurfa að vera við stjórn og hafa áhrif á útkomu mála en þó gerist það æ sjaldnar sem betur fer.

Og ef ég hlusta á mína innri röddu segir hún mér að mér sé alveg óhætt að taka áhættu á því að kynna mér alla strauma, stefnur, menningu og hvað það nú er því að ég geti lært af þeim öllum eitthvað gott, þó ekki væri annað en að læra að virða alla menn og menningu þeirra.

Svo ég hvet ykkur sem þessar línur lesið til að prófa þessa aðferð mína og í leiðinni segið lífinu endilega hvað það er sem þið viljið (en ekki það sem þið viljið ekki) og sjáið bara til hvað gerist í framhaldinu ;)

 

Þar til næst elskurnar,

xoxo

Ykkar Linda 

 


Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Nóv. 2016
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband