Hugleišingar Lindu: Neikvęšur nöldurpistill mišaldra konu

gamla pirrušViš lifum į skrżtnum tķmum žar sem kęrleikur og nįnd hefur minnkaš stórlega aš mķnu mati og kuldi, doši og "mér er sama" hefur tekiš viš.

Mér finnst ég sjį žegar ég renni yfir tķmalķnuna į Facebook aš flestir séu fullir af samkennd meš erfišleikum og sorgum žeirra sem žar opna hjörtu sķn en velti žvķ fyrir mér hvort žaš sé raunin, eša er žetta bara svona netsamhygš og kęrleikur sem viš žurfum ekkert aš hafa fyrir nema aš setja hjarta viš stadusinn eša deila kannski sögunni sem veršur svo gleymd innan sólarhrings į netinu, eša virkar žetta kannski meš sama hętti ķ hinum raunverulega heimi, önnumst viš žį sem žurfa žess meš žar? Ég vona žaš svo innilega en eitthvaš segir mér aš žar vanti uppį.

Tķmarnir hafa lķklega sjaldan eša aldrei veriš betri hvaš varšar efnahagslega velmegun žrįtt fyrir hrun, og margir viršast geta fengiš nįnast allt sem žeir vilja a.m.k hér į vesturhveli jaršar. En į sama tķma hefur andleg vanlķšan sjaldan eša aldrei veriš meiri og fįtękt žeirra sem fįtękir eru sjaldan veriš meira įberandi.

Gamla fólkiš okkar er fyrir ķ samfélaginu og ekkert plįss er fyrir žau hvorki į stofnunum né heimilum afkomendanna. Žau bśa oft ein og afskipt og fį ekki inn į hjśkrunarheimilum eša višeigandi stofnunum žó svo aš žau séu fįrsjśk og ófęr um aš vera heima viš. Og jafnvel žó aš žau séu nś svo heppin aš fį inni į einhverri stofnuninni og borgi meš sér hundruš žśsunda į mįnuši fį žau ekki aš sturta sig daglega, nei nei einu sinni ķ viku er skammturinn. Veit satt aš segja ekki hvort žetta stenst mannréttindalöggjöfina allt saman.

Ķ dag bśa foreldrarnir heldur ekki hjį önnum köfnum börnum sķnum į sķšustu ęviįrum sķnum žar sem börnin eiga nóg meš sig og sķna ķ lķfsgęšakapphlaupinu og streitu dagsins ķ dag. Žau eiga nóg meš aš sinna sķnum eign börnum eftir vinnu og hvaš žį aš sinna öldrušum foreldrum, og ekki gera kjarasamningar rįš fyrir žvķ aš veikindadagar séu greiddir vegna veikinda aldrašra foreldra.

Barnabörnin okkar fara į mis viš kęrleika, visku og umönnun ömmu og afa sem eru aš halda sér ungum og flottum langt fram eftir aldri til žess eins aš vera gjaldgeng į markašnum, og žį er sama hvort ég er aš tala um maka-markašinn eša vinnu-markašinn. Į žessum mörkušum er reyndar ekki svo aušvelt aš nį įrangri į žegar žś ert kominn yfir mišjan aldur hefur mér sżnst. 

Gömlu góšu gildin eru į hröšu undanhaldi, upplausn fjölskyldunnar oršinn veruleiki og ungdómsdżrkunin ķ hęstu hęšum.

Einmannaleikinn er mikill mešal fulloršinna og barna lķklega vegna žess aš svo margir bśa einir eša eru langtķmunum saman einir, hjónaböndin eru einnota og skuldbindingin engin žrįtt fyrir „uns daušinn ašskilur okkur“ sé jįtašur frammi fyrir altarinu.

Einstęšar męšur og fešur žręla sér śt og hafa litla orku eša tķma fyrir börnin sem žau samt elska svo innilega. Žau eru uppfull af samviskubiti yfir žvķ aš geta ekki sinnt žeim betur og lįta žvķ kannski eftir žeim hluti sem eiga aš bęta žeim skašann en auka ķ raun bara į hann.

Börnin okkar eru uppfull af kvķša sem viršist aldrei hafa veriš meiri en ķ dag samkvęmt nżlegum rannsóknum. Hegšunarvandi og athyglistengdir brestir allt um kring en engum dettur ķ hug aš žaš gęti veriš vegna žess aš viš lifum ķ firrtu žjóšfélagsmynstri sem heimtar fullkomnun  allra en lokar į samskipti og nįnd.

Dagurinn ķ dag heimtar fallegt hįskólamenntaš keppnisfullt ungt grannt fólk ķ višeigandi merkjafatnaši. Fólk sem drekkur kampavķniš sitt śr kristalsglösum og tyllir sér į lešurklędda sófann sinn ķ stóra einbżlishśsinu. Ķ bķlskśrnum stendur lķklega lķka nżi flotti jeppinn įsamt golfsettinu og snjóslešanum.

En ķ žessu fullkomna fyrirmyndarhśsi finnum viš lķka allar greišslutilkynningarnar af hśsnęšislįnunum, bķlalįnunum, golfvallargjaldinu, Visareikningnum og nįmslįnunum sem tekin voru til aš hafa möguleika į góšu starfi.

Og til žess aš hafa möguleika į vinnumarkašnum ķ dag dugar ekkert minna en masters og eša doktorsgrįšur, semsagt a.m.k 6 til 8 įra framhaldsnįm į nįmslįnum hjį flestum.

Lķklega verša žessi lįn ekki aš fullu greidd žegar grįšurnar įsamt eigendum žeirra fara nišur į sex fetin sem viš förum vķst öll aš lokum nišur į.

Fjölskyldumynstriš gamla sem hélt landanum saman er aš nišurlotum komiš og sunnudagssteikin og vöfflukaffiš hjį mömmu og pabba er ekki lengur til stašar nema hjį žeim sem neitušu aš gefast upp fyrir žessu nżja streituvaldandi lķfsmynstri sem marga er aš drepa.

Žessir uppreisnarseggir héldu bara ķ hjónaböndin sķn, fóru varlega ķ fjįrmįlum, voru trygg sķnum og unnu samviskusamlega aš žvķ aš halda lķfinu ķ lagi fyrir heildina.

En einnig žessir ašilar verša žvķ mišur varir viš aš samskiptin eru nįnast engin viš matarboršiš žvķ aš allir eru ķ sķmanum aš spjalla viš einhverja ašra en gestgjafana og varla er litiš į vöfflurnar eša gśmmelašiš sem er į bošstólnum į mešan žaš er boršaš.

Margir eru uppfullir af höfnunartilfinningu og skammartilfinningu og žrįtt fyrir aš talaš sé upphįtt um eitt og annaš ķ dag sem ekki var talaš um hér įšur fyrr eru margir faldir inni ķ sjįlfum sér og treysta ekki öšrum fyrir sér.

Sambönd dagsins ķ dag eru mörg hver einnota og margir einstaklingar į mķnum aldri og jafnvel yngri eru verulega hręddir viš aš fara ķ sambönd og žora ekki, eša treysta ekki į žaš aš byggja upp sambönd vegna svika og leikaraskapar žeirra sem žeir lenda į śti į „markašnum“. 

Kynlķfs/įstarfķkn og klįmfķkn hefur aldrei veriš meiri, ofdrykkja, dópneysla eša hverskonar fjarvera frį sjįlfum sér lķklega sjaldan veriš meiri heldur.

Framhjįhöld og óheilindi į netinu eru algeng og aldrei veriš aušveldara en nś aš fela slóš žeirra. Žś getur fariš inn į vafra žar sem ómögulegt er aš finna netsöguna žķna og gerviprófķlar hér og žar aušveldir kostir žeirra sem vilja fela sig į samfélagsmišlum.

Tveir sķmar eru lķka ķ gangi hjį žeim sem fęrastir eru į žessum felumarkaši. Annar žeirra opinber en hinn falinn fyrir makanum sem situr sįrasaklaus heima og trśir žvķ aš hann sé ķ fallegu traustu hjónabandi.

Žrįtt fyrir žetta allt saman erum viš žó alltaf ķ makaleit žó aš viš varla treystum okkur ķ langtķmasambönd. Ég held aš žaš sé einfaldlega vegna žess aš manninum var bara alls ekki ętlaš aš vera einum žrįtt fyrir allt. 

Sem leišir mig aš žvķ aš tala ašeins meira um "markašinn".

Til žess aš vera nś gjaldgeng į „markašnum“ fram eftir öllum aldri rembumst viš viš aš halda lķnunum ķ lagi meš öllum mögulegum og ómögulegum rįšum og okkur er nokk sama hvort viš myndum meš okkur įtraskanir į leišinni eša gleypum ķ okkur stórhęttulega stera, allt gert fyrir kjöržyngdina og sixpakkinn.

Og žegar fólk į mķnum aldri er svo agalega heppiš aš finna eintak sem er ekki meš skuldbindingar-fóbķu eša ašrar höfnunarraskanir byrjar fyrst balliš. Ķ žessum nżju samsettu fjölskyldum eru nokkrar mömmur og pabbar įsamt óteljandi ömmum og öfum sem safnast saman į tyllidögum ef ekki er ósamkomulag ķ gangi į milli žessara ašila žaš er aš segja.

Börnin vita varla lengur hverjir eru žarna ķ kringum žau, hverjir eru blóšskyldir žeim og hverjir ekki. 

Erfitt er einnig fyrir nżju makana aš samlagast žessu öllu saman žannig aš skilnašartķšnin er jafnvel hęrri hjį žeim sem eru aš fara af staš ķ sambśš ķ annaš eša žrišja sinn en hjį žeim sem eru ķ sķnu fyrsta sambandi.

En ég spyr mig...

Hvar er hamingjan og glešin sem leita įtti aš? glešin yfir öllum nżju samböndunum, fķnu kjöržyngdinni, dżru bķlunum, sérhannaša golfsettinu, kristalnum og öllum fermetrunum?

Og ekki sķšur spyr ég mig aš žvķ hvaš veršur um žessa kynslóš sem žekkir ekki gömlu góšu gildin sem hafa haldiš landanum og fjölskyldunni saman en ķ dag er reynt aš fella žau sem flest?

Ég er aš tala um kynslóšina (mķna kynslóš og žį sem yngri eru) sem nś er į besta aldri og ķ fķnu formi meš nokkur hjónabönd aš baki, nokkur einbżlishśs, nokkrar barnsmęšur/fešur og fimm hįskólagrįšur.

Hvaš veršur um žaš fólk žegar Newtonslögmįliš tekur yfir og óhjįkvęmilegi viršulegi efri aldurinn fęrist yfir (fyrir žį sem eru svo „heppnir“ aš fį aš eldast, ef žaš er žį heppni ķ dag)?

Žegar žau komast į aldurinn žar sem fįir eša enginn nennir aš heimsękja žau og eša annast um žau, žar sem starfskraftar žeirra eru ekki lengur nothęfir, žar sem reynsla žeirra žekking og viska er lķtils metin og rįndżrir merkimišar geta engu bjargaš?

Tek žaš fram aš ég get tekiš helling af žessu öllu saman beint til mķn.  Og žessar lķnur eiga heldur ekki aš vera dómur į einstaklinga heldur frekar ķhugun um žjóšfélagsgeršina sem viš bśum viš ķ dag eins og ég sé hana, en kannski er ég bara pirruš heldri kona sem sé bara žaš sem glatast hefur į leišinni en ekki žaš sem įunnist hefur og er gott. žaš er bara alls ekki śtilokaš embarassed 

Lķklega skrifaši ég žennan pistil vegna žess aš hann į aš vera hįlfgert įkall til okkar allra um aš viš vöknum upp af vęršarsvefni okkar og séum bara góš viš hvert annaš į mešan viš erum hér og séum ķ samskiptum. Aš viš skošum forgangsröš okkar og eins aš skoša hvaš žaš er sem gefur hina raunverulegu hamingju.

Og kannski į hann aš vera įkall til okkar allra um aš meta hvert annaš meira en dauša hluti, og lķklega er ég aš bišja okkur um aš virša reynslu og visku žeirra sem eldri eru og ķ raun aš virša alla óhįš stétt og stöšu.

Įkall um aš viš gefum af okkur andlega og veraldlega til žeirra sem žess žurfa meš, og beišni um aš viš hęttum aš meiša hvert annaš, hunsa og hęša.

Mķn einlęga trś er sś aš meš žvķ aš vera góš viš hvert annaš og aš vera ķ nįnum samskiptum  hvert viš annaš mętti minnka vanlķšan og sjįlfsskašandi hegšun verulega og žvķ hvet ég okkur öll til žess aš leggja okkur fram viš aš gefa samfélagi okkar, fjölskyldu og vinum kęrleika okkar,višveru og athygli.

„Ķ Bók bókanna mį finna žetta vers um kęrleikann:

Kęrleikurinn er langlyndur, hann er góšviljašur. Kęrleikurinn öfundar ekki. Kęrleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegšar sér ekki ósęmilega, leitar ekki sķns eigin, hann reišist ekki, er ekki langrękinn. Hann glešst ekki yfir óréttvķsinni, en samglešst sannleikanum. Hann breišir yfir allt, trśir öllu, vonar allt, umber allt. Kęrleikurinn fellur aldrei śr gildi.

Allt žaš besta og fallegasta sem lķfiš hefur uppį aš bjóša finnum viš ekki ķ daušum hlutum, stórum hśsum eša flottum bķlum.

Viš finnum žaš fallega ķ gefandi hjörtum sem full eru af löngun til aš bęta heiminn. Viš finnum žaš ķ glešinni og hlįtrinum, samskiptunum og andlegum snertingum manna į milli. Viš finnum žaš besta ķ hjörtum sem hafa kęrleika og visku til aš gefa inn ķ ašstęšur og til huggunar er erfišleikar lķfsins banka uppį hjį samferšafólkinu. Segjum eins og Sęvar Karl sagši hér um įriš, "ég hef einfaldan smekk, ég vel ašeins žaš besta" 

En nśna skal sś gamla hętta žessu neikvęšnistuši og fara sjįlf aš gera žaš sem hśn getur gert til aš bęta heiminn og ég lofa ykkur žvķ aš sjį heiminn bjartari augum ķ nęsta pistli(og hętta aš tuša) wink

Žar til nęst elskurnar

Xxx

Ykkar Linda

 

 

 


Bloggfęrslur 24. október 2016

Um bloggiš

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nżjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 36
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband