Svarti sauðurinn

11203109_795163550592610_6365237431412967205_nÉg velti því stundum fyrir mér afhverju næstum hver einasta fjölskylda á sér svartan sauð sem aðrir í fjölskyldunni virðast hafa skotleyfi á í tíma og ótíma. Ég hef svo víða séð að þessir svörtu sauðir eiga ekki séns á því að rísa upp úr öskustónni eða þessu hlutverki. Þetta hefur fengið mig til að hugsa, afhverju vilja þeir sem ættu að elska þig halda þér í svona ljótu og niðurbrjótandi hlutverki?

Svartir sauðir þekkjast ekki bara í fjölskyldum heldur eru þeir einnig í raun allstaðar þar sem hópar manna koma saman og fólk kynnist vel.

En þessi mynd hér til vinstri segir í raun allt sem mig langar að segja um þetta mál.

Mín reynsla og skoðun er nefnilega einfaldlega sú að þeir sem þurfa mest að halda svörtu sauðunum á sínum stað eru þeir sem hafa einfaldlega litað sinn feld hvítan, en undir niðri leynist sá svarti.

Innan fjölskyldna og samfélaga sem þurfa að hafa allt í svarthvítum reglum eru það yfirleitt þeir sem eiga erfiðast með að hafa stjórn á sjálfum sér sem ströngustu reglurnar vilja hafa, og vilja yfirleitt láta sem þeir séu svo hvítþvegnir að það sé ekki hægt að blaka við þeim. Þeir njóta þess að stjórna öðrum í áttina að því sem þeir svo gjarnan vildu vera sjálfir, og hefja sig oft upp með þeim hætti. Eins eru sumir þeirra með svo brotna sjálfsmynd að þeir geta ekki elskað sjálfa sig, og þá er svo gott að láta öðrum líða illa með sinn persónuleika og gjörðir.

Ég hef oft séð fólk sem er að berja fólk með ráðum og reglum sem það ætti frekar að setja á sjálft sig en aðra, og hef séð þetta sama fólk útskúfa persónum sem eru ekki "nógu góðar". Þetta tvöfalda siðgæði er það sem rústar öllum eðlilegum samskiptum og einstaklingum sem brotna undan ágangi þessara ofbeldisseggja.

Já ég segi ofbeldisseggja, því að þeir sem gera lítið úr þér, lemja þig sífellt fyrir það að þú sért ekki "nóg" af einhverju eða "of" mikið af einhverju eru einfaldlega ofbeldismenn.

Kærleikurinn hefur ekki þá birtingamynd að gera lítið úr þér, láta þér líða illa með hver þú ert, hvað þú hefur gert, hverra manna þú ert, og kærleikurinn veit líka að allir menn eru svarblettóttir undir hvítri gærunni sem þeir setja upp. En þeir lituðu kunna að oft að fela sig, og verk þeirra eru síst skárri en þau sem svarti sauðurinn hefur uppi á borðum hjá sér, en þeir hvítlituðu halda haus á meðan enginn sér undir hvítan feldinn.

Kærleikurinn hins vegar byggir upp, bendir á sérstöðu og kosti einstaklingsins, lætur sig varða um afdrif hans og er tilbúinn til að styðja við allt það fallega sem hann langar að vera og gera við líf sitt. En sá sem ekki á þennan kærleika til sjálfs síns er ekki fær um að gefa hann af sér. Þess vegna er þetta oft svona erfitt.

Hringrásin hefur nefnilega verið sú að kynslóð eftir kynslóð hefur fólk verið barið niður og brennimerkt fyrir það sem það er eða ekki er. Stundum finnst mér að að þetta sé orðið að kúltúr hjá okkur sem enginn sér neitt athugavert við. Hinsvegar hefur þessi "kúltúr" skapað af sér ógrynni af manneskjum sem líta sig smáum augum eða upphefja sig með hroka í stað sjálfsvirðingar og heilbrigðs sjálfstrausts.

Lærum að elska okkur sjálf og sleppum því að upphefja og hvítþvo okkur í vanmætti okkar. Það er í lagi að gera mistök og vera ekki fullkominn.

Svo hættum að nota "svörtu sauðina" sem einfaldlega kunna ekki að fela sig sem boxpúða svo að okkur geti liðið betur með bullið í okkur sjálfum.

Make love- not war.

xoxo

Ykkar Linda 


Bloggfærslur 27. febrúar 2017

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband