Hugleiðingar Lindu: Ný kennitala óskast !

13342106_10208813177339287_18357356_nÍ einhverja mánuði hef ég verið að skoða atvinnuauglýsingarnar í blöðum og á netinu þar sem ég er ein af þeim sem þarf alltaf að hafa öruggar tekjur með öllu hinu sem ég er að fást við. Og nú stend ég á tímamótum þar sem verkefnastjórastaða sú sem ég hef gegnt um langt bil leggst af. En viti menn, þegar ég skoða atvinnuauglýsingarnar sem ég hefði mestan áhuga á að sækja um og tel mig færa um að gegna eru þær fljótar að slá mig út af laginu með fyrstu setningunni sem ég rekst á í þeim hæfniskröfum sem gerðar eru þar, en það er þessi setning hér:

"háskólapróf sem nýtist í starfi"

Ég skil þessa setningu mjög illa sem skrifast líklega einungis á vöntun mína á þessu háskólaprófi sem talað er um þar, en ég taldi alltaf og tel enn að það hljóti að vera starfskrafturinn sjálfur sem þarf að nýtast í starfi en ekki prófin sem hann hefur tekið. Einnig þætti mér vænt um að sjá víðsýni í þessum auglýsingum eins og t.d. að sagt sé "menntun sem nýtist í starfi" því að svo sannarlega er urmull af fólki sem er vel menntað án þess þó að vera háskólamenntað.

 

Ég er afar hlynnt menntun og allskonar próftökum og tel alla menntun mikils virði hvort sem henni er skilað frá háskólum eða öðrum stofnunum, tel reyndar að við séum að læra allt okkar líf og tel einnig að við fáum sannarlega próftökur frá lífinu sjálfu af og til og það án aðkomu menntastofnana með nokkrum hætti. En gleymum okkur ekki í allri menntagleðinni og gefum gætur að því að það er margt annað sem sker úr um það hvort að einstaklingur sé hæfur í starfi eða ekki, og stundum er meiri reynslu að hafa hjá þeim sem aldrei hafa gert annað en bara það að "vinna" við þessi störf og hafa lært þau með þeim hætti án þess að geta sannað kunnáttu sína með vottun og stimpli fræðistofnana, hafa í besta falli meðmælabréf atvinnurekanda til að sanna þá þekkingu sína.

Og svona til að taka dæmi um að það er ekki alltaf prófskírteinið sem skiptir mestu máli þá get ég t.d. upplýst ykkur um það ef þið lofið að segja engum frá því að ég er sjálf með gamalt Navision bókhaldsnám (öll stigin) að baki sem ég skilaði alveg uppá einkunnina 10 og er ofkors sett á CV-ið mitt, en ég get svo sannrlega fullvissað ykkur um að ég væri gjörsamlega óhæf til að sinna störfum sem hafa með bókhald að gera þrátt fyrir þessa glæsilegu próftöku og skírteini sem staðfestir það!

Hinsvegar eru mjög mörg önnur störf sem ég treysti mér mjög vel til að starfa við án þess að hafa ákkúrat þetta blessaða háskólapróf uppá að bjóða sem allar atvinnuauglýsingar virðast hafa sett copy/paste á, og er með fína menntun á öðrum vettvangi en háskólans (reyndar er ég svosem með viðurkenningu frá endurmenntun HÍ uppá vasann) ásamt mikilli reynslu og þekkingu á hinum ýmsu sviðum.

Ég velti því alvarlega fyrir mér hversu margir frábærir starfskraftar fá ekki tækifæri á því að nýta þekkingu sína, menntun og kunnáttu sem þeir hafa öðlast þjóðfélaginu til heilla einungis vegna þessarar einu setningar ("háskólapróf sem nýtist í starfi") og flokkunarkerfunum a,b,c sem notuð eru í dag við val á starfsfólki víða, og svo vegna annars sem mig langar að tala um hér, semsé þessa handónýtu kennitölu sem við berum sem fæddumst um og eða rétt eftir miðja síðustu öld.

Það þykir víst fáum skrýtið að ég eða aðrir á mínum aldri séum ekki kölluð í atvinnuviðtöl þrátt fyrir að hafa sótt um urmul af störfum sem við teljum okkur fullfær um að gegna og það á tímum mikillar uppsveiflu á atvinnumarkaði, og við heyrum frá allt of mörgum eftirfarandi setningar,

"þú ert orðin of gömul/gamall til að fá vinnu í dag" og svo þessa hér "ungir stjórnendur vilja ekki hafa starfsmenn sem eru eldri og vitrari en þeir eru, því að það ógnar þeim og stöðu þeirra innan fyrirtækjanna" 

Ég hreinlega neita að trúa að þetta sé svona þrátt fyrir það að ég viti svosem að við búum í þjóðfélagi æskuljómans, merkjavöru, allsnægta og annarra ytri gæða þar sem viska og reynsla lífsins er allt of lítils metin, en ég trúði því svo innilega og trúi enn að við sem erum rétt skriðin yfir fimmtugt séum enn gjaldgeng á vinnumarkaði og ekki dæmd úr leik. 

En sorrý, þetta er víst veruleiki margra á mínum aldri í dag og mér þykir ótrúlega sárt að sjá þessa þróun verða á atvinnumarkaðnum og enn verra þykir mér að það þyki bara í lagi að afskrifa fólk frá lífinu á besta aldri, telst líklega til mannréttindabrota ef vel væri að gáð.

Ég get fullvissað alla þá sem um mannauðsmál fyrirtækja og stofnana sjá að fólk á mínum aldri er bara alls ekki svo slæmur kostur þegar að ráðningum kemur ef ekki bara sá allra besti sem völ er á, og það kæmi ykkur líklega á óvart hversu hæf mörg okkar erum í raun með og án háskólaprófa.

Við erum að mestu laus við dramað, baktalið, dómhörkuna og vitum hver við erum svona yfirleitt. Erum ekki á nálum um það hvað aðrir segja um okkur eða finnst um okkur. Við erum ekki með veik börn heima sem við getum ekki mætt í vinnu útaf og erum bara svo stútfull af reynslu, samviskusemi og þekkingu eftir allar próftökur lífsins að leitun er líklega að öðru eins og erum líklega líka orðin afar fær í samskiptum við annað fólk. Erum eftir próftökur lífsins hreinlega hokin af visku og þekkingu sem unga fólkið ætti að umfaðma og drekka í sig og læra af í stað þess að hafna alfarið og afskrifa.

En í ljósi þess að ég og mínir jafnaldrar erum líklega ekki gjaldgeng lengur á vinnumarkaði og vegna þess að "háksólapróf sem nýtist í starfi" er tekið fram yfir þekkingu okkar og reynslu ásamt annarri menntun sem ekki tilheyrir háskóla ætla ég a.m.k. að fá að sækja formlega um nýja og nothæfari kennitölu. Kennitölu sem hæfir mér kannski líka bara betur, því að þrátt fyrir árin 55 finnst mér ég vera töluvert yngri en börnin mín og orkan mín og jákvæðni, lausnarmiðaða viðhorfið ásamt óþrjótandi metnaði hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og ég teldi hvern þann aðila sem fengi mig til starfa afar heppinn og lánsaman og ég veit að það sama á við um marga á mínum aldri. 

En nú ætla ég að hætta þessu rausi í bili og segi bara:

Knús í ykkar hús elskurnar frá þeirri afskrifuðu sem hefur þó ekki sagt sitt síðasta :)

xoxo

Ykkar Linda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband