Er sambandiš žitt ķ hęttu?

Flest viljum viš eiga falleg og góš sambönd og erum tilbśin til aš leggja heilmikiš į okkur til aš gera žau eins dįsamleg og hęgt er.

Stundum er žó eins og okkur takist ekki aš nį žessu takmarki okkar žrįtt fyrir góšan vilja, og žvķ eru skilnašir kannski eins tķšir og raun ber vitni um.

En hvaš žarf til aš sambönd geti įtt sér farsęlt lķf ķ gleši fyrir bįša ašila?

Eftir žvķ sem ég hef lesiš og kynnt mér aš frįtöldu žvķ sem ég veit af eigin reynslu žį er žaš žannig aš viš žurfum aš vera dugleg aš skoša og bęta samböndin okkar dag frį degi og lķta aldrei į žaš sem sjįlfsagšan hlut aš hafa manneskju viš hliš okkar sem elskar okkur og vill lifa lķfinu meš okkur. 

Og ef viš skošum grunnstošir sambanda žį eru nokkur atriši sem skipta meira mįli en mörg önnur og mig langar aš benda į nokkur žeirra hér. En munum aš įstartungumįlin eru nokkur og ekki vķst aš bįšir ašilar falli inn ķ sama flokk žar. Yfirleitt er talaš um aš žessi įstartungumįl séu fimm talsins, gjafir, snerting, žjónusta,orš og gęšastundir, og afar mismunandi hvaš af žessu į viš maka okkar.  Hvet alla til aš kynna sér įstartungumįl maka sķns og sjį hvaš af žessu glešur hann mest, held aš žaš gęti foršaš mörgum skilnašinum (hęgt er aš finna próf į netinu sem hjįlpa ykkur aš finna ykkar tungumįl).

Traust, vinįtta, skuldbinding,samręšur og tilfinningaleg vištaka eru grunnstošir žess aš sambönd virki ešlilega, og ķ heilbrigšum samböndum er įstin tjįš reglulega frį bįšum ašilum meš żmsum hętti.

Aušvitaš eru tįningaformin misjöfn en ķ flestum tilfellum er įstin tjįš meš tķšum fašmlögum,innilegum oršum, nįnd ķ kynlķfi og fl. Eins reyna pörin yfirleitt aš finna sér sameiginleg markmiš og įhugamįl sem žau geta sinnt ķ sameiningu og žau taka žįtt ķ lķfi hvers annars ķ gleši žess og sorg.

Bįšir ašilar geta oftast sett sig ķ spor hins og séš hlutina frį hans eša hennar sjónarmiši og žeir ręša mįlin žar til lausn er fundin. Žeim tekst vel aš greiša śr flękjum og erfišleikum sambandsins og finna mįlamišlun sem leysir śr flękjum sambandsins.

Žeir hvetja hvern annan til aš vaxa og dafna, og standa viš hliš hvors annars ķ blķšu og strķšu.

Žeir veita hvor öšrum frelsi og virša mörk hvors annars. Žeir eru verndandi į sambandiš og tala fallega og af stolti um hinn ašilann.

Bįšir ašilar sambandsins gera sér grein fyrir žvķ aš žaš žarf aš nęra sambandiš meš żmsu móti svo aš žaš dafni vel og žeir framkvęma žaš sem til žarf til aš gera sambandiš sterkara og sterkara meš hverju nęrandi augnabliki sem žeir setja inn ķ žaš.

Gott rįš til aš višhalda rómantķkinni er td aš hafa sérstök deitkvöld einu sinni ķ mįnuši eša oftar og svo eru óvęntar gjafir og uppįkomur yfirleitt vinsęlar įsamt mörgu öšru sem glešja annan ašilann eša bįša. 

En žegar samböndin eru komin į žann staš aš žau glešja ekki heldur valda vanlķšan eru eftirtalin atriši allt of oft til stašar:
 
Samręšurnar eru fylltar hęšni, biturleika og neikvęšni.
 
Śtįsetningar og neikvęšni varšandi persónuleika makans eru tķšar og jafnvel fullar fyrirlitningar. Allt of oft er gripiš til varna og reišiköst notuš, og allt of algengt er aš ašilarnir kenni hvort öšru um aš allt sé ķ ólagi ķ sambandinu.
 
 
jafnvel viršist stundum vera eins og ašilar sambandsins séu ķ sitthvoru lišinu og ętli sér aš vinna strķšiš meš góšu eša illu ķ staš žess aš horfa į sig sem samherja sem leita ķ sameiningu aš lausn. Oft verša smįatriši aš stórmįlum žegar sambandiš er komiš į žetta stig og įstaratlotin minnka smį saman eša hverfa aš mestu eša öllu śr sambandinu. Vanlišan er algeng og lķkamleg einkenni fara aš lįta bera į sér meš tilheyrandi kvķšatengdum tilfinningum og depurš. Sjaldan takast tilraunir sem geršar eru til aš laga sambandiš eša sem ętlaš er aš draga śr spennu, og ekki finnast lausnir og mįlamišlanir.
 
Ef žś kannast viš eitthvaš af žessum erfišu atrišum hér aš ofan žį er spurning um aš fara aš skoša mįlin af festu og finna rétta ašstoš svo aš hęgt sé aš skipta žessum leišindum śt fyrir betri og nęringarrķkari nįlgun ef mögulegt er.
 
Og žaš er hęgt aš gera svo margt til aš nęra sambandiš, og meš įkvešni er hęgt aš bęta inn ķ sambandiš dag hvern litlum atrišum sem geta svo sannarlega gert kraftaverk.
 
Atrišum eins og aš:
 
Sżna oftar vęntumžykju, ašdįun, atlot, vera óspar/spör į įstarorš, senda falleg skilaboš eša skrifa falleg orš į blaš. Snśa aš makanum ķ staš žess aš snśa frį honum, hlusta į makann įn žess aš grķpa stöšugt til varna og fara ķ mótžróa. Leysa sķšan ķ vinsemd śr vandamįlunum meš žvķ aš leita leiša til aš bęta įstandiš, gera fallega og skemmtilega (óvęnta) hluti saman og byggja žannig upp framtķš žar sem tilfinningaleg opnun, fašmlög, jįkvęšni, kossar og velvild rįša rķkjum og...
Voila - uppskeran gęti komiš verulega į óvart og hver veit nema žiš gętuš bara lifaš happily ever after <3
 
Stundum žarf žó aš fį žrišja ašila (Rįšgjafa)inn ķ mįlin žegar žau eru komin į erfišan staš og ég hvet pör eindregiš til žess aš leita ašstošar fyrr en seinna. Rannsóknir sżna nefnilega aš pör eru aš koma ķ rįšgjöf žegar allt er oršiš um seinan, og ef ég man rétt žį aš mešaltali um 6 įrum of seint - Svo ekki bķša og ekki gera ekki neitt
 
Žaš er yfirleitt ekkert gręnna grasiš hinu megin viš hólinn, og lķklega tękjum viš hvort sem er skapgeršabrestina okkar og alla sętu gallana meš inn ķ nęsta samband og žyrftum žį hvort sem er aš vinna śr žeim žar.
 
Miklu betra aš gera žetta bara nśna, žaš er ekki eftir neinu aš bķša!
 
xoxo
Ykkar Linda
 
Linda Baldvinsdóttir
Samskiptarįšgjafi/Markžjįlfi 

 





« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 3
  • Frį upphafi: 9220

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband