Er þetta raunveruleg ást ?

Í einhverskonar framhaldi af pistli sem ég skrifaði um daginn langar mig að taka fyrir nokkur atriði úr bókinni The Secret of overcoming emotional abuse eftir PhD.Albert Ellis og Marcia Grad Powers þar sem fjallað er um muninn á heilbrigðum samböndum versus óheilbrigðum samböndum og ætla ég að vitna að hluta til í þá bók í þessum pistli mínum.

Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. 

Sönn ást felur í sér frelsi og vöxt en ekki eignarhald og einangrun. Hún innifelur í sér frið en ekki ófrið, öryggi í stað ótta.

Sönn ást felur einnig í sér skilning,tryggð,uppörvun og hvatningu,skuldbindingu,nánd og konunglega virðingu, atlot og vináttu í ríkum mæli. 

Þar sem virðinguna vantar þar býr sársauki hjartans og sársauki á ekki að vera viðvarandi þar sem ástin býr.

Í heilbrigðum samböndum er ágreiningur leystur með samræðum og viðurkenningu á því að það sé í lagi að vera ósammála, því að ástin snýst ekki um það hver vinnur og hún sýnir ekki grimmd eða hunsun-hvað þá árásagirni og ofbeldi.

Sönn ást gerir heimilið að kastala en ekki fangelsi.

Það er ekki nóg að segja "ég elska þig" ef hugsanir, orð og framkoma makans eru ekki ástrík og gjörðir sýna þér ekki að maki þinn elski þig.

Það þarf einnig að vera hægt að ræða þau málefni sem valda þér áhyggjum eða snerta samband þitt og líðan þína án þess að reynt sé að þagga það niður með hunsun eða árásum.

Þú getur spurt þig hversu auðvelt það sé fyrir þig að senda falleg orð í skilaboðum eða á korti til maka þíns því þetta litla próf getur sagt þér meira en margt annað um stað sambandsins þíns á hverjum tíma. Og eins getur það sagt þér helling hversu duglegur maki þinn er að senda þér falleg skilaboð og að vera í sambandi við þig þegar hann er í vinnunni þar sem það virðist vera mælikvarði á hamingju para samkvæmt einhverju sem ég las um daginn á netinu.

Er auðvelt og ánægjulegt fyrir þig að skrifa eitthvað fallegt til maka þíns eða finnur þú fátt fallegt til að segja? hmmmm - það er ekki góðs viti ef það er ekki hægt og þá ættir þú að skoða hjarta þitt og hlusta vel á hvað það hefur að segja þér varðandi sambandið í heild sinni. 

Fallegt og gefandi samband er eitthvað sem við þráum flest og fátt er yndislegra en einmitt það sem tengist böndum kærleikans með einum eða öðrum hætti, en fátt er einnig jafn niðurbrjótandi og samband þar sem kærleikurinn er víðs fjarri en deilur og sársauki viðvarandi þess í stað.

Í þessari sömu bók og ég vitnaði í áðan eru nokkrar spurningar sem hægt er að nota til að ákvarða af hvaða toga samband þitt og maka þíns er og ég hvet þig til að svara þeim af einlægni hjarta þíns.

Er velferð þín andleg og líkamleg í forgangi hjá maka þínum?

Samþykkir hann þig eins og þú ert og líkar honum við þig og virðir?

Samþykkir þú hann eins og hann er og líkar þér við hann og virðir eins og hann er?

Samþykkir þú sjálfan þig og líkar þér vel við þig og sýnir þér virðingu þegar þú ert með maka þínum?

Dregur maki þinn fram þínar bestu hliðar eða þær verstu?

Sýnir maki þinn þér tilfinningalegan stuðning og hvatningu?

Finnst þér þú fá að vera einstaklingur með þínar eigin skoðanir, viðhorf og ákvarðanatöku í sambandinu?

Er maki þinn stoltur af því sem þú áorkar og stendur fyrir?

Finnst þér þú fá skilning, viðurkenningu, öryggi og frið í sambandinu?

Er maki þinn vinur þinn? Alltaf?

Undirstrikar maki þinn þá staðreynd að líf þitt sé hrífandi og gott?

Finnurðu fyrir hamingju þegar þú ert með maka þínum?

Allar þessar spurningar eru góðar og gefa okkur smá innsýn í stöðu okkar, og ef þú finnur til í hjarta þínu eða ef tárin trilla niður kinnar þínar við lesninguna þá er kannski kominn tími til að opna augun og kannski gera eitthvað í málunum í framhaldinu.

Ætla að enda þennan upplýsingapistil minn á orðum sem ég sá einhverstaðar á netinu um daginn og hljómuðu eitthvað á þennan veg;

Ef það lítur ekki út eins og ást - og ef það smakkast ekki eins og ást - og ef þér líður ekki eins og það sé ást - þá er það einfaldlega eitthvað allt annað en ást.

Og eins og alltaf, ef þig vantar aðstoð mína, þá er ég bara einni tímapöntun í burtu :)

Þar til næst elskurnar,

xoxo

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

TRM áfallafræði, LET samskiptaráðgjöf,Markþjálfun.

linda@manngildi.is

panta tíma hér:

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband