Að njóta þess að vera til

Ég rakst á einn gamlan og góðan pistil sem ég skrifaði og ákvað að það væri bara tími til að draga hann fram því að aldrei er góð vísa of oft kveðin og sérstaklega núna þar sem margar leiðindafréttir hafa komið til mín sem benda mér á að lífið er fallvalt og hverfult. 

Og það er þannig að við höfum öll 24 tíma í sólarhringnum og það væri ósköp gott ef við gæfum okkur sem flestar af þeim stundum til að njóta þess að líða vel. En semsagt, ég hef verið að pæla í því í þó nokkurn tíma hvað gerir mig hamingjusama og hvað þarf til að líf mitt sé fullkomið og fullt af hamingju og mig grunar að við flest séum að spyrja okkur þessarar spurningar með reglulegu millibili.

Skortir mig eitthvað í dag sem gæti gert mig hamingjusamari á morgun, eða þarf ég að gera eitthvað til að verða fullkomlega sátt og ligeglad með lífið?

Svona pælingar held ég að við göngum flest í gegnum, og það er nú svo skrýtið með okkur mannfólkið að það er alveg sama hvað við fáum upp í hendurnar, við þurfum alltaf eitthvað meira og meira til að verða fullkomlega ánægð -sem við verðum svo auðvitað aldrei!

Því hvað er það sem mögulega gæti gert mig hamingjusama? Eru það meiri peningar, velgengni, hjónaband, fleiri vinir, ferðalög, skemmtanir, leikhúsferðir, sjónvarpsþættir eða hvað það er nú sem við erum að keppa eftir að ná í skottið á?

Nei, ég er búin að komast að því að það sem gerir mig hamingjusama er að vera þakklát fyrir það sem ég hef nú þegar, og einbeita mér svo að því að njóta þess í botn! Ég er til dæmis svo blessuð að eiga yndisleg börn sem standa með mér og annast mig þegar á þarf að halda og ég finn að það sem ég hafði nú mestar áhyggjurnar af hér í denn hafa ekki ræst, semsagt þær áhyggjur að mér tækist ekki að gera börnin mín að nýtum góðum þegnum landsins.Í dag er ég afar þakklát fyrir að sjá að mér tókst vel til og að sjá að öll hafa þau fallegt hjartalag og ég nýt þess svo sannarlega að dvelja við þakklæti yfir þessum eðal gullmolum.

En fyrst að ég er nú svo klár að vera búin að opna augu mín fyrir þakklætinu, núinu og mætti þess,hvers vegna í ósköpunum get ég þá ekki dvalið þar öllum stundum?

Er mér alveg nauðsynlegt að detta niður í óhamingjusemi og vanþakklæti á reglulegum basis? Líður mér svona gasalega vel þar?

Aftur verður svarið að vera „nei“ Alls ekki…mér líður ekkert vel með að vera óhamingjusöm og leið yfir öllu því sem mér finnst skorta inn í líf mitt eða það sem mér finnst að ég þurfi að fá svo að ég geti loksins orðið hamingjusöm!

Og ég veit alveg hérna innst inni við hjartaræturnar á meðan ég leyfi mér að dvelja í óhamingjunni, að það er ekkert sem er fyrir utan sjálfa mig sem getur gert mig hamingjusama.

Því þegar öllu er á botninn hvolft þá er það bara ég sem vel allar þessar tilfinningar, hugsanir og viðhorf og þá er sama hvort ég er að tala um þakklætið yfir því sem ég hef, vanþakklætið yfir því sem ég hef ekki, óhamingjuna í allri sinni mynd og hamingjuna í allri sinni mynd.

Kannski er þetta eins með hamingjutilfinninguna eins og með allt annað, kannski við þurfum að hitta vondu tilfinningarnar svona annað slagið á förnum vegi svo að við séum fær um að geta notið þeirra góðu þegar þær ná yfirhöndinni. Hver veit?

Ég veit bara að ég ætla að dvelja eins oft í núinu og mér frekast er unnt, þakka Guði mínum fyrir allt það fallega sem hann færir mér, fólkið sem gefur mér gleði og tilgang, velgengni mína og heilsu og vona svo sannarlega að þú verðir með mér þarna í núinu því þar er best að dvelja.

Þar til næst elskurnar
Xoxo Ykkar Linda


Linda Baldvinsdóttir, Samskipta- og lífsþjálfi sem elskar að hjálpa fólki að ná árangri í lífi og starfi, hjálpa þeim að finna sinn innri styrk og að komast yfir hindranir í lífi sínu. Hægt er að hafa samband upp á tímapantanir og aðra þjónustu á linda@manngildi.is eða í síma 847-8150.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband