Næring

Um daginn tók ég ákvörðun um að lifa lífinu lifandi alla daga allt til enda minnar veru hér og gera nákvæmlega allt sem hugur minn og hjarta benda mér á að sé skemmtilegt, hollt, kærleiksríkt, gleðilegt og sérstaklega nærandi til anda sálar og líkamlega í jöfnum mæli svo að styrkur minn og jafnvægi næri mig jafnt á gleði sem og sorgartímum.

Það sem varð til þess að ég tók þessa ákvörðun var að ég stóð á nýjum stað í mínu lífi og ég uppgötvaði að ég er með gjörsamlega óskrifaðar blaðsíður í minni lífsins bók sem ég get skrifað hvað sem ég vil á, og þar leynast ókönnuð dýrmæti. Það er nefnilega á þessum nýja stað sem við höfum svo litlu að tapa en allt að vinna, og sköpunargleði okkar getur fundið sér nýjar og ókannaðar brautir og við ruðst fram og sigrað. 

Í raun finnst mér ég bera mikla ábyrgð á því að þessar blaðsíður sem eftir eru í bókinni minni séu skrifaðar í æðruleysi með kærleikann til sjálfrar mín, afkomenda og lífsins alls að vopni, og merkilegt nokk finn ég mig virkilega fullvissa um að með þolinmæðinni og jafnvæginu verði ég leidd veginn til gæfu og að ónotuðu blaðsíðurnar mínar verði fullar af öllu því besta sem finna má í þessum heimi.

Stundum eigum við svolítið erfitt með að skilja lífið og þau verkefni sem það færir okkur, en samþykki okkar á stöðunni hverju sinni er samt eina svarið við því skilningleysi og er það svar sem færir okkur nýjar opnanir.

Ef við samþykkjum ekki lífið eins og það er hverju sinni finnum við eingöngu fyrir togstreitu sem þreytir okkur og dregur úr okkur máttinn, þannig að það að sleppa bara tökunum og leyfa lífinu að hafa sinn gang er það besta sem við getum boðið okkur uppá og við getum treyst því að það verði vel fyrir okkur séð eins og gert hefur verið hingað til (við erum hér vegna þess að það var séð fyrir okkur á leiðinni).

Það er yndislegt að upplifa þetta traust til lífsins sem segir mér að allt muni samverka mér til góðs að lokum, og tilfinning hjarta míns segir mér einnig að lífið sé fyrst og fremst til að njóta þess á allan hátt og með því fólki sem skiptir mig máli.

Og það að eiga stuðningsnet sem umfaðmar með kærleika sínum, tíma, næringu og styrk er líklega dýrmætasta gjöfin sem lífið gefur hverjum manni svo pössum okkur að halda vel utan um það net.

Við erum svo oft að leita að hamingjunni sem fylgir fullkomnuninni og þess vegna er svo erfitt að upplifa hana því að hamingjan er fólgin í því smáa og hversdagslega sem við erum allt of sjaldan að taka eftir.

Ég var þó það heppin að eiga ömmu sem kenndi mér að sjá það smáa í sköpunarverkinu og taka eftir því og með því gaf hún mér ómetanlega gjöf. Myndir í skýjunum gátu orðið að heilu ævintýri og plöntur í náttúrunni urðu að mögulegri lækningu á sjúkdómum mannkynsins og svo framvegis.

Ég bý enn að þessari kennslu ömmu minnar og nýti mér hana óspart. Sat til dæmis um daginn með dóttur minni sem er á fertugsaldri í heita pottinum þar sem við skoðuðum myndir í skýjunum í langan tíma og sáum bjarta og fagra framtíð fyrir okkur út úr þeim táknmyndum sem þar birtust. 

Þessi undur og stórmerki lífsins ættu að fylla okkur hrifningu og spennu alla þá daga sem við fáum hér á jörðu og við ættum að veita þeim verðskuldaða athygli lífi okkar til auðgunar en gleymum því svo oft því miður. 

Við upplifum öll erfiðar stundir, sorg, kvíða, depurð, höfnun og margs konar aðrar óþægilegar tilfinningar á einum eða öðrum tímapunktum í lífinu, en getum þó alltaf valið að njóta gleðinnar sem lífið hefur uppá að bjóða þrátt fyrir þessar aðstæður og við getum valið að dvelja við það sem við höfum frekar en það sem okkur skortir og það gerir okkur svo gott að halda okkur á þeim stað, svo veljum það sem oftast.

Þetta eru þau atriði sem ég vil skrifa á mínar óskrifuðu blaðsíður og líklega á ég eftir að bæta við þau eftir því sem tíminn líður. Og líklega verður minn bucketlisti ótæmandi og á efsta degi á ég örugglega eftir að merkja við eitthvað sem ég hef ekki náð að láta rætast.

Ég vona þó svo sannarlega að það verði ekki atriði á við að huga að þeim sem ég elska mest né að virða ekki og elska þá jörð sem nærir mig og sér mér fyrir heimili á meðan ég dvel hér.

Elskum lífið elskurnar og vöndum okkur vel við að fylla blaðsíður lífsbókar okkar með fallegum, gleðilegum og virðingaverðum atriðum sem skila okkur næringu inn í allar aðstæður lífsins.

Og ef þig vantar aðstoð við að finna hvað þú vilt setja á þær þá er ég bara einni tímapöntun í burtu.

xoxo 

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Samskiptaráðgjafi/Markþjálfi

linda@manngildi.is

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband