Látum hjartað ráða för

Ég var viðstödd einstaka stund um daginn þar sem ég sá tilvonandi barnabarn mitt sem er líklega ekki stærra en 2 cm hreyfa sig fyrir mig, tek það þó fram að líklega voru þetta taugaendar í sköpun sem urðu til þess að ég sá þetta kríli hreyfast en það sem mér fannst þó merkilegast var að ég sá hjarta þess taka óteljandi slög (minnir að þau hafi verið um 150 slög á mínútu) og ég fór að hugsa um hversu stórkostleg sköpun við erum og hve veigamiklu hlutverki hjarta okkar gegnir alla okkar ævi. Talið er að hjartað geti á einni mannsævi slegið um þremur milljörðum sinnum, þvílíkt stórkostleg afköst! 

Hjartað er einnig fyrsta líffærið sem verður til í þessu ferli sem fóstrið fer í gegnum áður en það kemur í heiminn okkar og er það merki sem við horfum á sem örugga sönnun um það að líf hafi orðið til og sé væntanlegt til okkar.

Vísindamenn dagsins í dag virðast vera að komast að því að því sem finna má í flestum sögnum og heimspekiritum eða það að hjartað geymi visku og tilfinningar ásamt leiðbeiningum fyrir líf okkar og í mörgum trúarritum er talað um visku hjartans, illsku hjartans, hugrenningar hjartans og fleira í þeim dúr.

Í grein á Vísindavefnum má lesa eftirfarandi um tilurð og tilgang hjartans: "Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu meðal annars hlutverki hjartans á eftirfarandi hátt: „Öll list er hjartanu að þakka“ og „Hvað hendurnar gera, hvert fæturnir fara og hvernig allir hlutar líkamans hreyfa sig – gerist fyrir tilhlutan hjartans.“ Í þeirra augum var hjartað bústaður skynsemi, vilja samvisku og tilfinninga. Guð sköpunarinnar, Ptah, skipulagði alheiminn fyrst í hjarta sínu áður en hann gerði hann að veruleika.(tilvitnun lýkur)

Við könnumst flest við þau GPS tæki sem notuð eru í bílum í dag. Þar er þér sagt að fara ákveðnar leiðir og taka beygjur hér og þar, beygjur sem við förum stundum framhjá og stundum viljum við einfaldlega fara aðra leið en tækið segir.

Þegar við hunsum leiðbeiningar tækisins heyrist sagt vonsviknum rómi "recalculating" eða "endurreikna" og mér hefur fundist eins og tækið verði alltaf meira og meira pirrað á mér eftir því sem ég hunsa skipanir þess oftar, en það gæti verið ímyndun mín og samviska sem þar talar.

Samt þegar ég hugsa um það, þá hefur þessi rödd hjarta míns talað við mig alla mína ævi og aldrei hærra en þegar ég fer gegn því sem ég er að eðlisfari eða þegar ég ætti kannski að fara aðrar leiðir í lífinu en mér hugnast að fara. Það er þessi litla rödd hjartans sem gefur okkur merki með ýmsum hætti. Lítil rauð flögg, ónot í maga, draumar, orð annarra og fleira sem við stundum hunsum en þurfum þó að taka afleiðingunum af ef við veljum að hunsa þessar viðvaranir.

Ef við værum að hlusta betur og fara eftir því sem við heyrum þegar þetta innra GPS tæki okkar reynir að ná sambandi við okkur og bankar á hjarta okkar þá hugsa ég að líf okkar flestra væri öðruvísi en það er og gæti jafnvel trúað að það færi nokkuð nærri sæluríki himinsins því að himnaríkið býr jú víst innra með okkur segir meistarinn sjálfur.

Svo hvernig væri að við færum bara að leggja við hlustir (hér tala ég ekki síst til mín) og fara eftir því þegar röddin segir okkur hvaða beygjur við ættum að taka eða á hvaða vegum við ættum að vera á í stað þess að taka sífellt afleiðingum þess að hlusta ekki og þurfa að "endurreikna" stefnuna.

Eigið góðar stundir á beinu brautinni elskurnar, og ef þið þurfið mína aðstoð þá er ég bara einni tímapöntun í burtu :) 

Þar til næst,

xoxo 

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Samskiptaráðgjafi/markþjálfi

linda@manngildi.is

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband