Hvernig karakter viltu vera?

Á enskunni mynda eftirfarandi setningar orðið "WATCH" eða á íslenskunni "FYLGSTU MEÐ" og ég vona að eftirfarandi skýring á þeim orðum verði til þess að þú lesandi góður verðir meðvitaðri um hversu miklu máli þessi 5 atriði skipta upp á vellíðan þína og útkomu í lífinu sjálfu. 
 
Watch your words
Watch your actions
Watch your thoughts
Watch your character
Watch your heart
 
eða
 
Fylgstu með orðum þínum
Fylgstu með framkvæmdum þínum
Fylgstu með hugsunum þínum
Fylgstu með karakter þínum
Fylgstu með hjarta þínu.
 
Ég ætla nú aðeins að umraða þessum setningum og búa til mína eigin röð sem liti þá svona út.
 
Fylgstu með hugsunum þínum
Fylgstu með hjarta þínu
Fylgstu með orðum þínum
Fylgstu með framkvæmdum þínum
Fylgstu með karakter þínum.
 
Hugsunin er alltaf til alls fyrst og því set ég þá setningu fyrsta.
 
Ekkert hér í heimi væri til án hugsana og ekkert væri hannað, framkvæmt eða skapað ef ekki kæmi til hugsun fyrst.
Þannig að það borgar sig fyrir okkur að hafa gætur á hugsunum okkar og setja inn litla formúlu þar.
 
Sú formúla sem ég nota er sú að ég hugsa mér að alheimurinn sé stöðugt að fylgjast með öllu sem ég hugsa og bregðist síðan við þeim með því að setja inn þá hluti sem ég planta þar, og þessi formúla á einnig við um orðin sem ég segi. Á þau er einnig hlustað svo vöndum okkur vel og setjum út í alheiminn einungis þær hugsanir og orð sem við erum tilbúin til að sjá koma fram í lífi okkar.
 
 
Hjartað okkar er ótrúlega öflugt tæki ef við nýtum okkur að hlusta á það sem það segir og bregðast við samkvæmt því sem við heyrum það segja. En því miður þá er það oft þannig að við erum ekki að hlusta nægjanlega vel á það sem þar er sagt. Við heyrum ekki varnaðarröddina og við heyrum ekki þegar hjarta okkar segir okkur að treysta bara og sýna kærleika og segir okkur jafnvel að bregðast bara alls ekki við eða ganga í burtu frá aðstæðum og fólki sem vill okkur einfaldlega ekki vel. Svo það borgar sig að hlusta á hjartað því að þaðan sprettur allt það góða og eins það vonda.
 
Orð okkar eru öflug bæði til góðs og ills og þau geta byggt upp en þau geta einnig skaðað á margan hátt. Við íslendingar eigum þetta gamla máltæki sem segir að aðgát skuli höfð í nærveru sálar sem er alltaf gott og gilt og gott að hafa í huga áður en við látum frá okkur orð sem geta sært eða skaðað. Ekki þar fyrir að ég veit að við lendum öll á þeim stað á lífsleiðinni að segja orð sem við meinum kannski lítið eða ekkert með en þau orð skilja samt stundum eftir sár sem taka langan tíma að gróa ef þau gera það þá yfir höfuð með tilheyrandi sársauka fyrir þá sem þau bera.
 
Við sjáum allstaðar í kringum okkur fólk sem þjáist vegna orða sem hafa verið sögð og merkilegt nokk einnig vegna þeirra orða sem eru ekki sögð beint heldur óbeint. Útásetningar ýmiskonar og vandlæting í svip og líkamstjáningu geta sett okkur á staði þess að finnast við ómöguleg, vanhæf, heimsk og kannski lítið aðlaðandi svo eitthvað sé nefnt af þeim þáttum sem orðin sögð og ósögð hafa áhrif á hugsanir okkar um okkur sjálf. 
  
Þegar hugsanir okkar, hjarta og orðin okkar hafa sameinast þá koma viðbrögðin okkar fram og við framkvæmum og vonandi sem oftast okkur til góðs. Stundum erum við þó þannig stefnd að við setjum hamlandi og óvinveittar hugsanir af stað sem kveikja á vondum tilfinningum í hjarta okkar og við förum að tala út það sem við einfaldlega kærum okkur ekkert um að sjá í lífi okkar og bregðumst svo við á einhvern hátt sem jafnvel skaðar hagsmuni okkar og samskipti.
 
Þegar svo öll þessi atriði eru tekin saman þá er það þannig að með öllu því sem við framkvæmum erum við að móta karakter okkar smá saman. Svo hver viltu vera og hvað viltu að framkvæmdir þínar segi um þig? Það er þannig að sá sem stöðuglega bregst við á sama hátt myndar venju og venjan myndar karakter hans.
 
Svo pössum vel upp á hugsanir okkar, orð og framkvæmdir því að tíminn vinnur með okkur til góðs eða ills og sá sem stöðuglega vinnur að því að móta karakter sinn með fallegum hugsunum,tilfinningum,orðum og framkvæmdum mun uppskera samkvæmt því að lokum því að allt sem við gefum heiminum af því góða sem við getum fært honum hefur einhverskonar boomerange á hrif líf okkar fyrr eða seinna svo gefumst ekki upp á því að gera gott.
 
 Og eins og ætíð er ég aðeins einni tímapöntun í burtu ef þú þarft á aðstoð minni að halda.
 
Þar til næst elskurnar
xoxo
ykkar Linda
 
Linda Baldvinsdóttir
Lifecoach, samskiptaráðgjafi, TRM áfallafræði 1 og 2
Linda@manngildi.is
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband