Mótþrói við lífið

Ég veit ekki með þig sem þetta lest en ég á það til að fara í mótþróa við lífið þegar erfið verkefni banka uppá hjá mér í lífinu og ég gleymi hreinlega að huga að sjálfri mér og því hvað væri best fyrir mig að gera við það sem var sett í fang mér hverju sinni.

Þessi mótþrói lýsir sér oft með því að ég verð reið út í lífið og fer að refsa því með því að hugsa ver um mig en ella og ég dett í vanþakklæti og fýlu útí Guð og líklega menn einnig þó að ég viti að það þýðir líklega lítið.

Mótþrói gagnvart lífinu, eða viðnámið sem við finnum gagnvart því að fylgja straumi lífsins, er oft flókin blanda tilfinninga, minninga og viðbragða sem byggja á fyrri reynslu okkar persónuleika og aðstæðum. Þessi viðbrögð koma stundum fram í formi ótta, kvíða, reiði eða sjálfsóöryggis. 

Það sem gerist hjá okkur er að sjálfstalið okkar verður á frekar sjálfsvorkunnarlegum nótum og við hreinlega leyfum okkur að gefast upp og hætta að reyna að fá út úr lífinu það sem okkur langar til að það gefi okkur. 

Við höfum flest tilhneigingu til að forðast eða fresta því að takast á við erfiðu verkefni lífsins vegna þess að þau vekja upp óþægilegar tilfinningar eins og óttann við mistök eða afneitun og mótþróinn verður því einhverskonar konar varnarviðbragð við því óöryggi sem við teljum að gæti skaðað sjálfsmynd okkar eða tilfinningalegt jafnvægi.

Margir upplifa breytingar sem ógnvekjandi ástand og flest finnum við fyrir því á stundum eins og þegar við verðum svo vanaföst að við getum ekki einu sinni hugsað okkur að setjast á annan stól við eldhúsborðið en þann sem við sitjum alltaf í :) Þessi innri ótti við breytingar og eins við það að gera mistök getur leitt til þess að við reynum að forðast áskoranir, óttumst framtíðina og höldum í gamlar en öruggar venjur. Þegar við leyfum þessum ótta að stjórna okkur lokar hann fyrir möguleikana á vexti okkar og velgengni í lífinu sjálfu og það er lítið smart.

Sjálfsmyndin okkar gegnir einnig mikilvægu hlutverki í því að við förum í mótþróa við lífið.

Við höfum sterka tilhneigingu til að vernda sjálfsmynd okkar hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð. Til dæmis, ef við höfum sterka trú á að við séum "ekki nógu góð" eða "ekki fær um að ná árangri," sköpum við mótþróa gagnvart þeim breytingum eða tækifærum sem ögra þessari neikvæðu sjálfsmynd. Þessi mótstaða getur þannig fest okkur í sjálfsköpuðum takmörkunum, þar sem við verjum rótgrónar hugmyndir um okkur sjálf jafnvel þó þær séu hamlandi og hafi slæm áhrif á lífsskilyrði okkar.

Mistök og óttinn við að gera þau er oft undirliggjandi orsök mótþróa. Þetta getur verið hluti af okkar innri röddu sem segir okkur að mistök séu óásættanleg eða að þau hafi alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfsvirðingu okkar. Þessi ótti við mistök getur leitt til þess að við forðumst áskoranir, óttumst um framtíðina og höldum í gamlar öruggar venjur sama hvað þær kosta okkur. Þegar við leyfum þessum ótta að stjórna okkur, verður mótþróinn sterkur þáttur í lífi okkar og hann lokar fyrir möguleikana á þróun okkar og vexti til góðs.

Okkar innri mótþrói getur einnig tengst þeim stöðuga samanburði við aðra sem margir upplifa. Við verðum oft óánægð þegar við berum okkur saman við árangur annarra og finnum fyrir vanmáttarkennd. Þetta getur aukið mótþróa gagnvart því að taka skref fram á við og við finnum fyrir því að við missum trú á eigin getu og hæfileika. Samanburðurinn skapar þannig tilfinningu fyrir að vera „of smár“ eða „ekki nægilega góður,“ sem endurspeglast í sjálfseyðandi hegðun og hugsanamynstri.

Upplifanir úr fortíðinni, þar á meðal uppeldisáhrif og fyrri sambandstengsl geta haft djúpstæð áhrif á hvernig við bregðumst við nýjum aðstæðum og áskorunum. Ef við höfum alist upp við að fá neikvæða endurgjöf eða að uppeldið hafi verið mjög strangt getum við átt erfitt með að trúa á eigin getu og orðið mjög móttækileg fyrir ótta og eigum því erfiðara með að takast á við nýjar áskoranir og frestum því eins lengi og stætt er.

En hvernig getum við sagt mótþróanum stríð á hendur og sigrað hann?

Jú í þessu tilfelli eins og flestum öðrum er sjálfsþekkingin til allra hluta nytsamleg og við þurfum að athuga hvaðan við komum. Hvers vegna er vanafestan svona mikilvæg fyrir okkur og afhverju eigum við erfitt með að axla ábyrgð og koma okkur úr sporunum. Hvers vegna upplifi ég mótþróa þegar lífið gengur ekki upp að einhverju leiti og er ég full/ur af afbrýðisemi gagnvart þeim sem vel gengur í lífinu eða er ég of mikið eða lítið af einhverju?

Þannig að í þessu tilfelli er hugsunin og álit okkar á eigin getu það fyrsta sem þarf að huga að eins og ávalt. 

Dagbókarskrif geta hjálpað mikið í sjálfsþekkingarleitinni og jákvætt sjálfstal er hrein nauðsyn til að koma sér út úr hjólförunum.

Sjálfsástin er einnig mikilvægur þáttur í lausnarferli mótþróans og við þurfum svo sannarlega að hætta að einblína á mistök okkar eða gallana. Fögnum litlum sigrum og viðurkennum eigin framfarir í stað þess að horfa á aðra og klöppum okkur á öxlina þegar illa gengur og segjum okkur að þetta gangi bara betur næst.

Við höfum vald yfir eigin hugsun, viðhorfum og viðbrögðum og ættum aldrei að gleyma því. Svo veljum vel hugsanir okkar og viðhorfin gagnvart okkur sjálfum og þar með líklega viðbrögðum okkar við áreiti lífsins.

Þakklæti, slökun og núvitund eru allt góðar leiðir á leið okkar að lausn á mótþróanum og eins og alltaf er best að byrja á því að byggja upp sjálfstraust okkar og opna okkur fyrir nýrri reynslu.

Og eins og alltaf er ég einungis einni tímapöntun í burtu ef þú vilt vinna með þitt sjálfstraust og sjálfsþekkingu.

Þar til næst elskurnar,

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lífsmarkþjálfi og samskiptaráðgjafi.

linda@manngildi.is

Þar til næst elskurnar,


Er von fyrir sambönd sem myndast eftir fimmtugt?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að það sé erfiðara fyrir þá sem komnir eru yfir miðjan aldur að mynda ástarsamband sem endist um ókomin ár, því að ég heyri mikið talað um hversu erfitt það sé að mynda sambönd á þessum gasalega virðingaverða aldri.  

Mín skoðun er samt sú að það ætti jafnvel að geta verið auðveldara að sumu leiti ef vel er að gáð.

Á miðjum aldri (50-60 ára)erum við komin með lífsreynslu og horfum á ást og sambönd með öðrum hætti en við gerðum þegar við vorum um tvítugt.

Við erum full mótaðar manneskjur og vitum yfirleitt hvað það er sem við viljum sem ætti að auðvelda farsældar leiðina og valda því að færri árekstrar ættu að eiga sér stað, það er að segja ef þroski okkar og samskiptahæfni hefur vaxið í samræmi við aldurinn.

Yfirleitt er það nú þannig að tilfinningalegur þroski okkar stóreflst með árunum og það eitt útaf fyrir sig hefur mjög mikil árhrif á það hvernig sambönd ganga.  

Fyrri reynsla, bæði jákvæð og neikvæð gefur af sér meiri samkennd, skilning og þolinmæði beggja aðila sem svo sannarlega er þörf á þegar tveir aðilar úr ólíku umhverfi koma saman og mynda samband. Par sem býr yfir tilfinningagreind bjóða yfirleitt upp á betri samskipti og leysa átök með samtali og samkennd í stað togstreitu og rifrilda.

Einstaklingar á miðjum aldri  eru yfirleitt búnir að fara í gegnum nokkur tímabil sjálfsleitar og uppgötvunar og eru í flestum tilfellum búnir að móta sig bæði persónulega og atvinnulega sem gefur þeim betri sýn á hvað þeir vilja fá út úr sambandi og ekki síst hvað þeir geta gefið sjálfir inn í sambandið þannig að sambandið eflist og dafni, en ég held að við höfum fæst hugsað út í okkar eigin persónulegan þroska þegar við vorum yngri og líklega aldrei hugað að því að elska okkur sjálf á réttan hátt heldur.

Á miðjum aldri er parið líklega farið að huga betur að heilsu sinni og jafnvel setja hana í forgang, og eiga oft sameiginleg áhugamál eins og ræktina, golfið, skíðin, gönguferðir, matarvenjur og heimilislífið og fjölskylduna  og ef þeir velja sér að njóta lífsins með svipuðum hætti þá færir það parið betur saman og tryggir þeim á sama tíma betri heilsu.

Svo eru það blessuð fjármálin sem eru nú oft orsök skilnaða sérstaklega hjá unga fólkinu. En á miðjum aldri erum við yfirleitt orðin færari um að stjórna fjármálum okkar og búum oftast nær við meiri stöðugleika í fjármálunum sem aftur tekur í burtu áhyggjurnar og togstreituna sem peningamálin geta skapað.

Hinsvegar þarf það að vera á hreinu þegar parið ákveður að fara í sambúð hvernig fjármálum á milli þeirra verði hagað, og hvort fjármálin verði sameiginleg eða kannski algerlega aðskilin. 

Lífsgildin eru yfirleitt á hreinu hjá þeim sem eldri eru og því ætti að vera auðvelt að athuga hvort þau passi saman (mjög mikilvægt að svo sé)

Í næst síðasta lagi þá hafa einstaklingar á þessum aldri oftar en ekki með meira frelsi og sjálfstæði en þeir sem yngri eru ásamt því að sveigjanleiki í starfi er oft orðinn meiri.  Börnin eru einnig orðin fullorðin í flestum tilfellum og flogin að heiman, eða amk orðin fleyg.

Þetta gefur parinu tækifæri á því að stunda oftar sameiginleg áhugamál, ástríður og langanir, og auðveldara verður að nýta sér frelsið til að kveikja á ástríðunum á öllum frjálsum stundum sem gefast, og búa þannig til ævintýraríkt líf saman.

Í síðasta lagi þá er ákveðin fegurð fólgin í því að fá að eldast saman og fá að telja gráu hárin og hrukkurnar á hvort öðru, ásamt því að það er líklegt að með árunum aukist sameiginlegur reynsluheimur parsins á tímum góðra og einnig erfiðra verkefna, en allt getur þetta skapað aukna virðingu, þakklæti og aukin tengsl parsins.

Þannig að ég tel að seinni sambönd ættu semsagt að hafa jafnvel meiri möguleika en þau fyrri ef við kjósum að velja maka samkvæmt sameiginlegum lífsgildum ásamt dassi af ást og umburðarlyndi sem við höfum ofkors öðlast í ómældu magni á langri göngu okkar um lendur móður jarðar.

Þar til næst elskurnar,

Xoxo

Ykkar Linda

 

Linda Baldvinsdóttir

Lífsmarkþjálfi/Samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is

 


Ertu búin á því?

Venjulegur dagur hjá mæðrum og feðrum dagsins í dag er kannski ekki svo venjulegur þegar allt kemur til alls.

Vísitölufjölskyldan inniheldur mömmu, pabba og tvö börn sem líklega eru á leikskóla og í skóla og það er nóg að gera frá morgni til kvölds.

Dagurinn byrjar yfirleitt snemma með morgunmat, nestispökkun, að láta börnin klæðast,bursta og greiða áður en haldið er af stað með þau á sitthvorn staðinn áður en mætt er til vinnu.

Síðan er unnið til fjögur eða fimm og þá eru börnin sótt sem tekur sinn tíma í umferðinni hér á höfuðborgarsvæðinu amk. Þá er eftir að skutla í tómstundirnar fram og til baka, fara í búðina, elda mat, láta barnið/börnin læra, baða sig og koma þeim síðan í háttinn. Eftir það þarf að ganga frá í eldhúsinu, setja í þvottavélar og þurrkara og þá eru tómstundir, félagsstarf plús ræktin eftir hjá foreldrunum og þá spyr ég, hvaða tími er eftir fyrir parasambandið og ræktun sambands við börnin?

Úff ég verð bara þreytt á því að skrifa þetta hvað þá ef ég væri í þessari aðstöðu!

Það er ekki skrýtið þó að barneignum hafi fækkað töluvert á landinu okkar og sumir treysti sér ekki til að samræma starfsframa og móður/föður hlutverkið.

Unga fólkið okkar er að sligast úr streitu og kulnunareinkenni finnast æ oftar hjá þeim, og við erum að tala um UNGT fólk en ekki þreytt gamalmenni sem eru búnir að gefa allan sinn starfsaldur við erfiðisstörf.

Ég heyrði af ungri móður sem gjörsamlega bugaðist og trúði einni vinkonu sinni fyrir því að hún væri búin á því en gæti ekki viðurkennt það því að þá hélt hún að öllum þætti hún algjör lúser, og ég held að ungar konur og menn tali ekki um kulnunina sína vegna þess að það passar ekki inn í glansmyndirnar á Instagram þar sem allir líta vel út og lífið er svo dásamlega einfalt þó að það finnist engin stund til að slaka á!

Ég skrifaði um kulnun og átta átta aðferðina sem er einfaldlega sú að skipta niður sólarhringnum í þrjú tímabil. Tímabil starfs, hvíldar og tómstunda.

En í þeim pistli skrifaði ég einnig um vannærðan anda, en það er andi sem gefur sér ekki andrými til þess að vera til og njóta augnablikanna í gleði og jafnvægi,og gerir sér jafnvel alls ekki grein fyrir því að hann fái ekki rétta næringu.

Ef ég ætti að setja það í eitthvert samhengi þá er það svipað og þegar við erum vannærð á líkama okkar (anorexía t.d)en tökum ekki eftir einkennunum fyrr en of seint og lítum okkur skökkum augum.

En hverju þurfa þessar ungu önnum köfnu mæður og feður að taka eftir þegar kemur að einkennum kulnunar eða útbruna?

Það eru ýmis teikn sem þú getur skoðað með sjálfum þér til að athuga hvort að þú sért að verða búinn á því andlega séð og margt að finna um það á netinu ef þú leitar. 

Það er til nokkuð góður listi yfir einkenni burnouts eða kulnunar eins og við viljum kalla það og höfum við lengst af tengt við störf okkar en ekki persónulega lífið.

Hinsvegar benda nýjustu rannsóknir til þess að kulnunin sé af samþættum toga og líklegt mynstur er álag í starfi, álag á heimili, áföll og streita vegna fjármála eða vegna ástands í fjölskyldu.

Hér eru nokkur einkenni kulnunar sem hafa ber í huga og ef þú kannast við eftirfarandi þá þarf að finna lausnir á með því ástandi:

Líkamleg einkenni:

  1. Þreyta: Stöðug og djúp þreyta sem hverfur ekki þrátt fyrir svefn og hvíld.
  2. Svefnvandamál: Erfitt er að sofna eða viðhalda svefni, eða þá að viðkomandi sofnar en vaknar þreytt.
  3. Verkir: Höfuðverkur, vöðvaverkir og önnur líkamleg óþægindi.
  4. Niðurbrot ónæmiskerfisins: Aukin veikindi, eins og kvef og sýkingar.

Andleg og tilfinningaleg einkenni:

  1. Kvíði: Aukinn kvíði, þar með talið áhyggjur og óróleiki sem getur tengst foreldrahlutverkinu.
  2. Þunglyndi: Þunglyndiseinkenni, svo sem vonleysi, skortur á áhuga og gleði.
  3. Pirringur: Aukin pirringur og reiði sem getur beinist að fjölskyldunni eða að þér sjálfri.
  4. Einbeitingarskortur: Erfiðleikar við að einbeita sér, taka ákvarðanir og skipuleggja sig.
  5. Tilfinningaleg doði: Minnkuð tengsl við eigin tilfinningar, fjölskyldu og vini, þar með talið börnin.

Félagsleg einkenni:

  1. Einangrun: Vilji til að draga sig í hlé frá félagslegum tengslum.
  2. Skortur á ánægju: Getur upplifað daglega athafnir sem leiðinlegar eða tilgangslausar.

Hegðunareinkenni:

  1. Ofnotkun áfengis eða annarra róandi efna: Til að reyna að takast á við streitu.
  2. Minnkað sjálfsálit: Efasemdir um eigin getu sem móðir og manneskja, þar sem hún upplifir að hún standi ekki undir væntingum samfélagsins.

 Mikilvægt er að leita sér aðstoðar ef þessi einkenni eiga við, svo sem með því að tala við fagaðila eða leita stuðnings frá fjölskyldu og vinum.

En það eru til leiðir til lagfæringar á ástandinu og sumar af þeim eru t.d þessar:

Endurskoða forgangsröðun

  • Einbeita sér að því mikilvægasta: Að læra að segja „nei“ við verkefnum eða skuldbindingum sem ekki eru nauðsynlegar til að létta á álagi.
  • Aðlaga væntingar: Setja raunhæf markmið og væntingar til sjálfrar sín, og sætta sig við að þurfa ekki að vera fullkomin í öllu.

Sjálfsumönnun

  • Hreyfing: Regluleg hreyfing, jafnvel göngutúrar eða jóga sem geta aukið orkuna og bætt andlega líðan.
  • Svefn: Að skapa góð svefnrútínu og tryggja sér nægilega hvíld er lykilatriði.
  • Næring: Góð næring hjálpar við að viðhalda orku og heilbrigði. Reyna að borða reglulega og velja næringarríkan mat.
  • Slökunartækni: Læra og æfa slökunartækni eins og djúpöndun, hugleiðslu eða núvitund.

Endurnýja tengsl

  • Tengsl við barnið: Reyna að skapa jákvæðar og nærandi stundir með barninu til að styrkja tilfinningaleg tengsl og gleði í foreldrahlutverkinu.
  • Félagslegur stuðningur: Að halda tengslum við vini og fjölskyldu, jafnvel þótt það sé aðeins með stuttum heimsóknum eða samtölum.

Taka sér tíma fyrir sig sjálfa

  • Eiga stundir án barna: Það er mikilvægt fyrir foreldri að fá tækifæri til að vera eitt með sjálfu sér, hvort sem það er að ltil þess að lesa bók, fara í bað eða stunda áhugamálin.
  • Leyfi og hvíld: Ef mögulegt er, þá er gott að taka sér tíma frá daglegu amstri, hvort sem það er að taka sér frá vinnu eða einfaldlega stutt hlé frá daglegum verkefnum.

Skipulag og tímaáætlun

  • Skipuleggja daginn: Að gera tímaplan sem inniheldur bæði tíma fyrir verkefni og hvíld. Það getur hjálpað við að sjá dagskrána skýra og raðað niður verkefnum eftir mikilvægi (Borða fílinn einn bita í einu).
  • Deila ábyrgð: Leyfa öðrum að taka þátt í daglegum verkefnum og barnauppeldi ef hægt er. Það getur létt mikið á álaginu.

Taka lítil, stöðug skref

  • Setja sér lítil skref: Byrja á að taka smá skref í átt út úr kulnuninni, eins og að bæta aðeins við svefninn eða stunda reglulega hreyfingu. Smáar breytingar geta leitt til stórra umbóta með tímanum.

Það er mikilvægt að muna að bataferli úr kulnun getur tekið tíma. Að sýna ferlinu þolinmæði og leita aðstoðar þegar þörf er á getur verið lykilatriði á leiðinni að góðu jafnvægi í lífinu.

Það er nú einu sinni þannig að við erum ekki ofurmenni og getum varla haldið uppi kröfum samtímans um fullkomnun í lífi, starfi og útliti þannig að best af öllu er að finna hver er ég og fyrir hverju vill ég standa í heilbrigði en ekki til að uppfylla staðla sem eru að eyðileggja líf mitt.

Ef ég get aðstoðað þig við þín lífsins málefni þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu og ég hvet þig sem kannast við þig í aðstæðunum hér að ofan til þess að bjóða þér aðeins upp á það besta og bæta lífsgæði þín og heilsu helst strax í dag.

Þar til næst elskurnar.

xoxo

Ykkar Linda

 

linda Baldvinsdóttir

Lífsmarkþjálfi, Samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is

 

 

Er lífsmarkþjálfun það sem þú þarft á að halda?

Stundum hefur mér fundist að þeir sem vilji sjá breytingu á lífi sínu haldi að það sé nóg að horfa á video, fara á helgarnámskeið eða hlusta á einn og einn fyrirlestur til að lífið stökkbreytist til hins betra, en raunin er svo sannarlega önnur.

Það er ekki spurning um það að með öllu þessu getur fólk fengið tímabundinn innblástur og hvatningu, og ég hvet þig alltaf til þess að fara á námskeið eða hlusta á góða fyrirlestra en varanlegar breytingar krefjast oft frekari stuðnings og ekki síst sjálfsaga. 

Video og fyrirlestrar geta kveikt á eldmóði okkar og við finnum fyrir góðum jákvæðum tilfinningum og svo sannarlega tökum við oft fyrstu skrefin eftir að hafa horft á eða lært aðferðir sem ýta okkur af stað. Til að varanlegur árangur geti hins vegar orðið þurfum við flest á því að halda að hafa stuðningskerfi í kringum okkur og þar kemur lífsmarkþjálfi, jafningi eða stuðningshópur sér vel.

Til að sjá lífið breytast kostar það okkur yfirleitt breytta hegðun, hugsun og eða framkvæmd, skuldbindingu, þrautsegju og stöðuga æfingu sem því miður mörg okkar hafa ekki þolinmæði í og gefumst þá upp áður en við sjáum breytinguna verða að veruleika því það tekur tíma að breyta vana okkar og hugsuninni sem er yfirleitt lykillinn að öllu ásamt því að yfirstíga á köflum erfiðar áskoranir á leiðinni.

Þegar ég fæ nýja viðskiptavini þá fer fyrsti tíminn yfirleitt í það að hlusta á hvaðan fólk er að koma og skoða hvaða markkmið, gildi og áskoranir viðkomandi stendur frammi fyrir og útfrá þeim atriðum er farið af stað í ferli sem tekur yfirleitt langan tíma. Ég segi langan tíma því að á okkar tímum viljum við að allt gerist mjög hratt (skyndibitaleiðin) en við höfum haft jafnvel áratugi að mynda venjur, samskipti og framkvæmdir og það tekur tíma að breyta þeim.

Að læra að setja markmið á öllum sviðum lífsins kostar að þú þarft að opna augun og sjá skírt fyrir þér hvernig og hvenær þú vilt sjá markmið þín verða að veruleika. Ég tek það fram að markmið geta falist í mörgu eins og því td að hætta að reykja, stofna fyrirtæki, hætta að vera meðvirkur, bæta samskipti, koma sér frá ofbeldissamböndum og svo framvegis.

Nú þegar sýnin er skír þá er hægt að fara að setja áætlun sem hentar hverjum og einum. Oft eru hindranir og áskoranir á veginum sem tefja förina að markmiðinu en þá er lífsmarkþjálfinn þinn þarna til að ýta þér aftur á rétta braut og aðstoða þig við að hrinda frá öllu því sem tefur þig.

Í lífsmarkþjálfun munt þú þróa nýja hæfni eða bæta við þá sem þegar er til staðar og þú munt læra hluti eins og tímastjórnun, samskipti, leiðtogahæfni og streitustjórnun svo eitthvað sé nefnt.

Lífsmarkþjálfinn þinn mun halda þér ábyrgum og fara reglulega yfir framvindu þína, ræða það sem gengur vel og eins það sem gengur ekki jafn vel og stilla framvinduna samkvæmt því. 

Það sem skiptir mjög miklu máli er speglun og endurgjöf, að fara yfir það sem þú hefur nú þegar lært og að styrkja jákvæðar breytingar á leiðinni ásamt því að bera kennsl á þau atriði og svæði sem bæta þarf.

Að fá persónulegan stuðning, speglun og hvatningu á leiðinni aðstoðar þig við að efla þrautsegjuna og þú færð að upplifa ánægjuna af hverjum litlum sigri sem fæst td með jákvæðum staðhæfingum, sjónrænum ímyndunum og hvatningaviðtölum frá þeim sem styðja þig.

Þú getur dvalið í trúnaði því að lífsmarkþjálfinn þinn er bundinn trúnaði við þig og öll þau verkefni sem gerð eru á milli tímanna eða í tímum eru aðeins á milli þín og hans. Að geta opnað á tilfinningar og vankanta sína í öryggi er heilandi í sjálfu sér og trúnaður er forsenda þess að hægt sé að kafa svo djúpt.

Í gegnum árin hef ég séð líf margra sem hafa verið í tímum hjá mér taka stökkbreytingum og ég hef séð sjálfstraust, sjálfsást og kjark verða til. 

Ég hef séð manneskjur sem þora að horfast í augu við þau verkefni sem þau standa frammi fyrir í lífinu og ég hef séð þau finna lausnir sem eru umbreytandi fyrir þær.

Ég hef séð manneskjur takast á við sorg, erfiðar aðstæður í hjónaböndum, uppeldi, fjölskyldumálefnum og ná tökum á líðan sinni frá kvíða og öðrum vondum tilfinningum, og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þeim breytingum sem ég hef séð hjá aðilum sem virkilega leggja sig fram við að sigra áskoranir lífsins og innra sjálfsins.

Svo ef þú stendur á stað sem þarfnast lausnar þá skaltu ekki hika við að leita þér aðstoðar og að fá lífsmarkþjálfa í lið með þér við að skapa nýtt í þínu lífi.

Ég vona að þessi litli pistill hafi sagt þér aðeins til um það hvað lífsmarkþjálfun er, og ef ég get aðstoðað þig á þinni leið þá er ég bara einu maili eða símtali í burtu frá þér :)

Þar til næst elskurnar

xoxo

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lífsmarkþjálfi, samskiptaráðgjafi.

Linda@manngildi.is

 

 


Hvers vegna klúðrum við seinni samböndum okkar?

Er ekki mál til komið að stelpan ég fari að skrifa um ástarsambönd á miðjum aldri eða sambönd sem hefjast löngu eftir að við höldum að samband geti einfaldlega ekki átt sér stað? wink

Ég hef svo sannarlega þurft að kyssa nokkra froska á mínum tæplega 64 árum og ég hef lent í allskonar ævintýrum í minni leit að MR.Perfect, en hey -þau ævintýri hafa kennt mér að sambönd eru eins og hvert annað útsæði í garðinum okkar, þau þurfa á næringu og umhugsun að halda og það er aldrei of mikið af hvoru tveggja ef við viljum byggja upp hamingju og vellíðan í okkar nánu samböndum! 

Hvernig stendur samt á því að við sem ættum að vera komin með þroska og reynslu erum mun líklegri til að klúðra seinni samböndum okkar? Erum við svona eigingjörn og sjálfselsk eða eru aðrar skýringar á því að 75 % af seinni samböndum okkar ganga ekki upp?

Það geta reyndar verið ýmsar ástæður fyrir því að okkar seinni sambönd endist ekki eins lengi og maður vonar, en það er alltaf jafn sárt þegar okkur tekst ekki að mynda samband sem nærir okkur og gefur okkur það sem við virðumst öll svo sem leita að, eða hamingjuríku sambandi þar sem við finnum okkur eiga heima í.

En hverjar eru svo ástæður þess að þetta gengur svona brösuglega hjá okkur í dag?

Nú sumir algengir þættir sem eyðileggja möguleika okkar á langvarandi og hamingjusömu sambandi eru meðal annarra:

Farangur frá fyrri samböndum: Óleyst mál eða tilfinningalegur farangur frá fyrri samböndum getur svo sannarlega haft áhrif nýju sambandi og jafnvel orðið því að bana ef við komum ekki augu á vandann.

Skortur á trausti eða samskiptum:  No. 1 ætti að vera traust og síðan góð samskipti sem eru hreint alveg nauðsynleg fyrir heilbrigt samband sem ætlað er að dafna og endast. Mál eins og skortur á trausti, léleg samskipti eða misskilningur geta haft þvingandi áhrif á sambandið og gert það hundleiðinlegt fyrir báða aðila.

Misbrestur á því að taka á fyrri áföllum: Fyrri áföll eða neikvæð reynsla geta haft áhrif á getu manns til að taka fullan þátt í nýju sambandi og geta hindrað langlífi þess svo að það er mikilvægt að vinna úr gömlum samböndum áður en við hellum okkur út í ný sambönd.

Samanburður við fyrri maka: Að bera núverandi maka saman við fyrrverandi maka getur skapað óraunhæfar væntingar  eða valdið því að hinum aðilanum líði eins og hann sé staddur í gamla sambandinu þínu og það eitt útaf fyrir sig getur leitt til óánægju innan sambandsins og jafnvel slita á því.

Erfiðleikar við að aðlagast: Að aðlagast venjum, óskum eða lífsstíl nýs maka getur verið krefjandi, sérstaklega ef það er verulegur munur á persónuleika eða gildum eða ef lífsaðstæður parsins hafa verið mjög ólíkar og þeim finnist eins og annað þeirra sé frá Venus en hitt frá Mars.

Óleyst persónuleg vandamál: Einstök mál eins og lágt sjálfsálit, óöryggi eða óleystar persónulegar áskoranir geta skapað hindranir fyrir velgengni sambandsins.

Ósamræmdar væntingar: Misræmi í væntingum varðandi sambandið, framtíðarmarkmið eða forgangsröðun getur leitt til átaka og óánægju.

Að vanrækja sambandið: Ef sambandið er ekki í forgangi og ekki er hlúð að skuldabindingu þeirri sem samband krefst eða ef ekki er fjárfest í  tíma og fyrirhöfn hvað varðar vöxt sambandsins getur það leitt til þess að það versni með tímanum eða hreinlega að upp úr því slitni með tilheyrandi sársauka og vonbrigðum að lokum.

Með því að takast á við þessa þætti með fyrirbyggjandi hætti, leita eftir stuðningi þegar þess er þörf og vera meðvitaður um gangverk sambanda, er hægt að bæta líkurnar á að seinni sambönd okkar endist ævina á enda og  að þau dafni vel.

En hverjir eru töfrasprotarnir sem duga til að samböndin gangi upp?

Samskipti: Opin, heiðarleg samskipti skipta öllu máli. Að ganga úr skugga um að báðir aðilar upplifi að þeir séu heyrðir og að makinn skilji þá getur svo sannarlega hjálpað til við að koma í veg fyrir misskilning og árekstra.

Traust og virðing: Traust myndar grunninn að farsælu sambandi. Það er líka nauðsynlegt að virða mörk hvers annars, skoðanir og val (eiginlega er það ekki val heldur skylda).

Gæðatími: Að verja innihaldsríkum tíma saman styrkir tengslin milli parsins. Að fara á deit eða að skipuleggja eitt slíkt á óvæntan hátt getur virkað eins og hvert annað kraftaverk! Stundum dugar jafnvel að eiga djúp og nærandi samtöl (Ekkert er reyndar meira sexý en það ef sensual nudd er mínusað frá).

Stuðningur og skilningur: Að vera til staðar fyrir hvert annað á bæði góðum og erfiðum tímum er auðvitað algjört möst. Að sýna samúð og skilning getur hjálpað til við að hlúa að dýpri tengingu og orðið til betri líðanar beggja aðila sambandsins.

Persónulegur vöxtur: Að hvetja til persónulegs þroska og styðja við markmið og metnað hvers annars getur hjálpað parinu að vaxa á heilbrigðan hátt og styrkt samband þeirra  svo um munar.

Leysa fyrri mál: Að taka á óleystum málum frá fyrri samböndum er afar mikilvægt ef koma á í veg fyrir að þau hafi áhrif á núverandi samband. Margir gera þau mistök að halda að öll ástarsambönd gangi með sama hætti og þeirra fyrsta, en það er af og frá! Spurðu maka þinn hvers hann vænti og hverjar hans langanir eru, og hlustaðu vel á svörin sem hann gefur þér og farðu eftir því sem þú heyrir - maki þinn er að treysta þér fyrir sálu sinni þegar hann opinberar sig með þessum hætti.

Nánd: Líkamleg og tilfinningaleg nánd gegna lykilhlutverki í því að efla og viðhalda sterkum  tengslum. Það skiptir sköpum að gefa sér tíma fyrir nánd og halda neistanum lifandi. Fátt er eins þreytandi og leiðinlegt og maki sem nennir ekki að hafa fyrir þér og löngunum þínum!

Ágreiningur: Ágreiningur er eðlilegur í hvaða sambandi sem er en lærðu hvernig á að leysa deilur með ró, virðingu og uppbyggilegum hætti. Notaðu "ég upplifi" í stað "þú lætur mér líða"

Sameiginleg markmið: Vinnum saman að sameiginlegum markmiðum og draumum. Að hafa sameiginlegar vonir styrkir tengsl þín og skapar tilfinningu fyrir einingu.

Fagnaðu öllum tímamótum: Vertu þakklát/ur og fagnaðu mikilvægum augnablikum í sambandi þínu, eins og t.d sambandsafmæli, afreki eða áfanga sem náðst hafa á leið ykkar saman.

Með því að forgangsraða þessum þáttum og fjárfesta stöðugt í sambandi þínu geturðu aukið líkurnar á því að sambandið vari til lengri tíma litið, og er það ekki það sem við öll leitum að þegar við fjárfestum í nýju sambandi?

Ef þú lesandi góður þarft á minni aðstoð að halda við að gera sambönd þín við þig eða maka þinn betra þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu frá þér!

Þar til næst,

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lífsþjálfi/samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is

 

 


Lífið er töff og engum var lofað neinu öðru!

Erfiðleikar eru hluti af lífinu sem við lifum og öll fáum við verkefni sem eru okkur stundum það erfið að þau reyna á allt sem við eigum, og þau ná stundum að beygja okkur eða brjóta.

Þó er því þannig farið að í erfiðleikunum leynast sprotar að nýjum tækifærum ef við leyfum okkur ekki að falla í gryfju sjálfsvorkunnarinnar.

Ég geri mér grein fyrir því að sum verkefnin sem við fáum til úrlausnar skapa stundir þar sem við eigum einfaldlega bágt og eigum erfitt með að standa upp og fara áfram veginn. Á þeim stundum er um að gera að leyfa sér klapp á bakið og viðurkenna tilfinningarnar,jafnvel leita aðstoðar við upprisuna frá þeim verkefnum.  

Hinsvegar eru sum verkefnin sem við fáum þannig vaxin að við einfaldlega eflumst og þroskumst við að leysa úr þeim.

Þau verkefni sem færa okkur á nýja staði í tilveru okkar geta orðið okkur til mikillar gæfu ef við vinnum rétt úr þeim. Og ef við sýnum seiglu og þrautseigju á leiðinni í gegnum þau þá sjáum eftir á að þau voru einmitt það sem við þurftum að fá í fangið til að líf okkar gæti orðið gæfuríkara eða öflugra með einhverjum hætti.

Leiðin sem við förum í lífinu og veljum hverju sinni færir okkur á staðina sem við erum stödd á í dag og ábyrgðin er okkar ef við viljum breyta þeim stöðum.

En við viljum stundum fyrra okkur ábyrgðinni á eigin lífi og gefumst oft upp allt of fljótt sem verður til þess að við uppskerum ekki ávextina sem við viljum þó sjá í lífi okkar. Góðir hlutir gerast hægt og rólega í flestum tilfellum en ekki á drive trough hraða skyndibitastaðanna og það er gott að hafa það í huga þegar okkur finnst að við ættum að gefast upp.

Tækifæri lífsins eru mörg og við sjáum að þrátt fyrir fötlun og veikindi eru ýmsir sigrar sem fæðast í þeim kringumstæðum og eru Olympiuleikar fatlaðra til marks um sigurvilja og þrautseigju í andstreymi lífsins eitt sem vert er að nefna þegar við tölum um erfiðleika og hvernig við yfirstígum þá.

Ef hægt er að yfirstíga erfiðleika fötlunar hvað getum við þá gert þegar við erum heil heilsu, ung með allt lífið framundan eða erum einfaldlega á lífi?

Jafnvel á mínum frábæra aldri eru ýmis tækifæri í boði og ég las einmitt um daginn að flestir fengju viðurkenningu fyrir afrek sín og störf á aldursbilinu 50- 80 ára! Og kannski þegar við hugsum út í það þá er því líklega þannig farið hjá mörgum vegna þess að æfingin og mistökin skapa meistarann!

Mig langar að setja hér inn sögu af  Jim nokkrum Thorpe. Jim sem var frá Oklahoma í USA  tók þátt í  Ólympíuleikunum 1912 sem fulltrúi Bandaríkjanna í frjálsíþróttum.

Að morgni keppnisdagsins var skónum hans Jim stolið. En sem betur fer fann hann tvo skó af sitthvoru taginu í ruslatunnu í nágrenninu.  Annar skórinn var allt of stór svo hann varð að vera í aukasokkum til þess að passa í hann. En með þessa skó á fæti vann Jim tvenn gullverðlaun þennan dag. Mér finnst þessi saga fullkomin áminning til okkar um að hætta að leita að afsökunum sem halda aftur af okkur og því lífi sem við viljum lifa og fara bara og finna lausnir á þeim verkefnum sem við er að eiga hverju sinni. Það er sama hversu fáránlegar þær lausnir gætu virst í fyrstu þá gætu þær samt virkað með sama hætti og skórnir hans Jim virkuðu þennan örlagaríka dag 1912.  

Við fáum líklega minna af sanngirni en ósanngirni í lífinu og öll eigum við einhverjar sögur sem við getum sagt frá í því sambandi, en hvað ætlum við að gera við því?

Ætlum við að láta fall í skóla, skilnað, sambandsslit, atvinnumissi,gjaldþrot og fl. ræna okkur gæðum lífsins sem bíða einfaldlega eftir því að við hættum að finna afsakanir fyrir stöðunni eins og hún er? Eða ætlum við að fara þess í stað að leita að lausnum og sigurstundum lífsins?

Veðrið á Íslandi sýnir okkur svo sannarlega að það eru fleiri leiðindadagar í veðri hér en sólardagar og kannski er lífið einfaldlega líka þannig. Og ef við getum fundið okkur leiðir til ánægju jafnvel á verstu veðradögum landsins þá getum við einnig gert það þegar leiðindaverkefni lífsins dynja á okkur.

Hin leiðin sem við getum valið okkur er svo innilega leiðinleg en allt of margir velja hana samt, en hún er sú að kenna öllu og öllum um ófarirnar og framtaksleysið, og skrifa svo orðfagra sjálfsvorkunnarbálka um það á samfélagsmiðlunum. Ég vona að það sé ekki sú leið sem við viljum fara, amk fæst okkar.

Munum bara elskurnar að öll él styttir upp um síðir og nýjar dyr opnast ef við bara bönkum á þær. Og ef við erum of lítil til að ná upp í dyrahamarinn þá er bara að fara og finna koll til að standa upp á.

Gleðilegt sumar til ykkar allra elskurnar,

Ég vona svo innilega að þú lesandi góður leitir leiða að þeirri gullnámu sem færir þér sólskin, þroska og gleði inn í líf þitt alla daga, og getir sagt við sjálfan þig þegar lífinu lýkur – „ég sé ekki eftir neinu af því sem ég valdi á þessu ferðalagi“

Þar til næst elskurnar,

Xoxo

Ykkar Linda

 

Linda Baldvinsdóttir

lífsþjálfi, Samskiptaráðgjafi

Linda@manngildi.is

 


Lífið er ástarsaga

Ég held að við hugsum alltof lítið um það hversu mikil gjöf lífið sjálft er og ég held að við áttum okkur stundum ekki á því að við erum að skrifa okkar eigin ástarsögu dag hvern.

Þau innihaldsefni sem við þurfum ef við ætlum að hafa söguna okkar fallega og þess virði að hún sé lesin af okkur og öðrum eru all mörg og hér eru nokkur þeirra;

Sjálfsást: Þegar ég tala um sjálfsást þá er hún langt frá því að vera eigingirni eins og sumum finnst þetta orð þýða. Heilbrigð sjálfsást er hins vegar þannig að við hugsum um okkur og reynum að vera eins heilbrigð til anda sálar og líkama eins og hægt er.

Sjálfsástin speglast líka í hreinlæti, fæðuvali, umhugsun um útlit okkar og framkomu gagnvart náunga okkar. Sjálfsástin veit einnig að til að spegla hana þurfum við dass af sjálfsmildi og klappi á öxl þegar við höfum ekki náð að birta okkar bestu hugmynd um okkur sjálf.

Sjálfsástin er forsenda þess að geta elskað aðra, því að ef við getum ekki elskað okkur og það líf sem við lifum þá erum við ekki fær um að gefa heilbrigða ást til umhverfis okkar. Við getum ekki gefið það sem við eigum ekki heilt í brjósti okkar.

Sjálfsástin er samningur um heilbrigði og kærleika á milli þín og lífsins - þín eigin ástarsaga, þinn samningur við þig.

Virðing:

Þegar við höfum gert okkur fulla grein fyrir því að lífið er gjöf sem ber að hámarka virðið á þá munum við bera annarskonar virðingu fyrir því. Virðingu sem fyllir brjóst okkar og við gerum okkur grein fyrir því að þetta örfína efni sem lífið er búið til úr þarf umhyggju og alúð. Það felur í sér að við látum ekki aðra koma illa fram við okkur og við gerum það heldur ekki sjálf. Við lifum í þakklæti og stöðugri umhyggju fyrir okkur, náttúrunni og lífinu í heild. Við samþykkjum og virðum okkur sama á hvaða stað við erum í lífinu og við fyrirgefum okkur sjálfum fyrir okkar mannlegheit og mistök.

Tryggð/ábyrgð:

Við berum ábyrgðina sem felst í frelsinu og við sköpum okkur og líf okkar upp á nýtt hvern dag. Við berum ábyrgð á líðan okkar og þar með hugsunum okkar(innra sjálfstal)og tíðninni sem við gefum út í umhverfi okkar.

Við yfirgefum okkur ekki og flýjum í heim fíknar af einhverju tagi heldur erum til staðar í okkar eigin lífi og berum ábyrgð á tilfinningum okkar hverju sinni. Þannig sýnum við okkur sjálfum og lífinu tryggð okkar. Við berum samfélagslega ábyrgð gagnvart fjölskyldu okkar, náunga okkar ásamt jörðinni allri og umgöngumst allt með kærleikann að vopni.

Markasetningu;

Við setjum mörk fyrir líf okkar og framkomu þeirra sem við erum í umgengni við. Við leyfum ekki ofbeldi gagnvart okkur og við þurfum ekki að segja já þegar við meinum nei. Við setjum mörk gagnvart orðum og athöfnum sem ekki eru virðingaverð og eða falleg og við neitum að verða fórnarlömb, en förum þess í stað í sigurvegarann því það að setja okkur sjálfum og öðrum mörk sem vernda okkur gegn ofbeldi og niðurbroti á virði okkar. 

Við virðum draumasýnir okkar;

Við virðum drauma okkar því að þeir segja til um það hvernig lífi við viljum lifa. Draumarnir geta einnig aðstoðað okkur við að ná þeim árangri sem við viljum sjá raunbirtast.
Allt sem þú hefur núna var einhverntíman draumur þinn með einhverjum hætti (líttu bara á líf þitt)hvort sem sá draumur hefur orðið þér til góðs eða ills og skapaðu nýtt ef þú ert ekki ánægður með árangurinn.

Við erum máttugir skaparar og orð okkar og draumsýnir eru töfrasprotarnir okkar ásamt framkvæmdinni og þeim skrefum sem taka þarf í áttina að því að sjá draumana rætast. Just do it sagði Nike og ég endurtek það bara hér - just do it og náðu í það líf sem þú raunverulega vilt lifa. 

Að standa með sér;

Við skulum virða viðhorf okkar, gildi og skoðanir og láta engan gera lítið úr þeim því að saman mynda þessi atriði persónugerð okkar. Dettum þó ekki í þann pytt að halda að okkar skoðun sé sannleikurinn allur því að skoðun er einungis sprottin frá okkur sjálfum og því hvernig við sjáum og upplifum heiminn. Það að standa með sér þýðir að við látum ekki breyta okkur í þágu populisma né förum í meðvirkni með þeim sem vilja stjórna skoðunum okkar lífi og líðan. Stöndum með okkur alla leið ef hjarta okkar hefur talað okkar innsta sannleika.

(Sem þarf ekki að vera sannleikur annarra)

Að efla okkur til dáða og fræðslu;

Við ættum að vera okkar tryggustu klappstýrur og hvetja okkur á stundum þar sem reynir á hugrekki okkar og seiglu. Þegar við stöndum upp sterkari eftir mistök og erfiðleika lífsins þá er það því að þakka að við höfum lært að elska okkur án sífelldra skilyrða fyrir þeirri ást. Það gerist ekki án meðvitundar og því að vaxa til þekkingar og kærleika ásamt því að það krefst ferðalags fiðrildisins út úr púpunni. Þegar við höfum komist til þekkingar á okkur þá kviknar oft aukinn áhugi okkar á því að fræðast um tilveruna í heild sinni og með því að fræðast opnast möguleiki okkar til skilnings á mismunandi menningu,skoðunum og lífsvegi manna og það getur leitt okkur til vegs friðar og umburðarlyndis, og það að mínu mati er sú leið sem okkur var ætlað að feta þar til að við höfum skapað himnaríki í okkur sjálfum og heiminum öllum.

 

Að lokum;

Að vaxa upp til ástar á okkur, náttúrunni og lífinu myndar þannig grunn að því að við getum heilað heiminn fyrir komandi kynslóðir og það er heldur betur verðugt verkefni.

þar til næst elskurnar,

Xoxo

ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lífsþjálfi/Samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is


Hvað fær okkur til að sýna ókurteisi á netinu?

"Kurteisi er samskiptaform sem auðveldar tjáskipti milli tveggja eða fleiri einstaklinga"

Þannig er orðið kurteisi útskýrt á Wikipedia. En orðið kurteisi er upphaflega notað um þá sem kunnu sig innan hirðar konungs og taldir voru hæfir til að umgangast tignarmenn vegna góðrar og fallegrar framkomu.

Í ljósi umræðunnar að undanförnu um kommentakerfin og ljótleikann sem finna má þar, finnst mér mál til komið að við tökum upp kennslu fyrir komandi kynslóðir hvað varðar virðingaverða framkomu og hvernig við högum orðum okkar á samfélagsmiðlum og í raun alls staðar.

Tengdasonur minn lærði afar fallega framkomu í uppeldi sínu sem fram fór bæði á Englandi og í Portúgal, og hann innleiddi hjá barnabarninu mínu ýmsa kurteisissiði þegar hann kom inn í fjölskylduna. Siði eins og þann að þar sem ég er elst í fjölskyldunni þá þjónar unglingurinn mér og tekur diskinn minn frá mér þegar ég er búin að borða í matarboðum, og hann sér um að mig vanti ekki vatn né neitt annað á meðan á máltíðinni stendur. Hann leggur á borð og tekur af borðum fyrir foreldra sína og sýnir fallega framkomu á flestan hátt. Hann kann einnig að halda rétt á hnífapörum sama hvort hann snæðir í koti eða höllinnocent.

Þessi ungi maður var t.d verðlaunaður þegar hann hætti í barnaskólanum fyrir það að hafa innleitt kurteisi á meðal félaga sinna þar. Á þessu má sjá hversu mikilvægt það er að við hugum að þessum málum, því að ef sú kurteisi sem hann sýndi í orðum og gjörðum er eitthvað sem er eftirtektarvert þá erum við ekki á góðum stað, þetta á að vera sjálfsögð þekking að mínu mati en ekki eftirtektarverð vegna þess hversu sjaldgæf hún er.

Í dag finnst mér einhvernvegin eins og við séum mörg hver búin að týna niður kunnáttu okkar í kurteisi gagnvart hvort öðru því miður. Ókurteisi leiðir alltaf til óeiningar og ófriðar og ekkert gott ávinnst með henni frekar en annarstaðar þar sem hatur og ljót framkoma ríkir. Í raun er ókurteisin bara smækkuð birtingamynd af þeirri óeiningu og hatri sem við sjáum í mun alvarlegri alþjóðamynd okkar í dag.
 
Merkilegt nokk er til hugtak um þessa ókurteisi sem við sýnum á samfélagsmiðlunum og nefnist það hugtak "hömlunaráhrif á netinu" eða "minnkun eða brotthvarf félagslegra takmarkana" Sem segir okkur að kannski annars ágætis menn eru að taka þátt í árásagjarnri hegðun á netinu þó að þeir hegði sér eins og lúpur dags daglega. 
 
L. Gordon Brewer, Jr., MEd, LMFT forseti og stofnandi Kingsport Counseling Associates segir "að þeir sem taki helst þátt í illgjörnum ummælum séu bara einstaklingar sem eru illgjarnir að eðlisfari og að þeir noti ljót orð einungis vegna þess að þeir vita að þau særa," segir Brewer. "Þessi hegðun stafar víst oft af óöryggi og einhvern veginn gerir illmælgin það að verkum að þessir aðilar finna sig öruggari í sjálfum sér segir hann einnig." (Hljómar eins og narsismi fyrir mér)
 
Eins segir Brewer að sá sem er svona opinskátt meiðandi á netinu finni líklega til óheilbrigðrar sælutilfinningar þegar hann "sigrar" og nær að særa fólk.
Eins finna þessir aðilar að hans sögn oft fyrir því að vera við stjórn og að hafa völd í stað vanmáttartilfinningu þeirri sem litar oft líf þeirra. 
 
Auðvitað getum við öll misst okkur annað slagið og orðið reið, en þessi ljótu orð sem við notum um persónur á miðlunum eru gengin allt of langt að mínu mati og eru til stór skammar þeim sem þau nota. 
 
Ég man að fyrir nokkrum árum vorum við öll að setja á fésbókina myndir af okkur þegar við vorum lítil, saklaus og brosandi framan í heiminn í okkar sparifötum og allt gott um það að segja. En ósköp væri nú gaman að sjá að við sem fullorðin erum færum aftur inn í sakleysi okkar og innri spariklæðnað og sýndum hvert öðru kurteisi, virðingu og hjartahlýju alla daga hér á samskiptamiðlunum og í lífinu sjálfu.
 
Það væri einnig dásamlegt ef við værum að vinna að okkar baráttumálum með virðingu fyrir þeim sem eru kannski ekki sammála okkur og hættum að níða niður einstaklinga og meiða þá með ljótum særandi orðum (skoðunum á persónu þeirra)og eða leita jafnvel að sök hjá heilu ættunum til að réttlæta innibyrgða reiði okkar og vonbrigði með þau málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni.
 
Lífið væri svo miklu auðveldara og fallegra ef við færum í málefnalega gagnrýni og umbótavinnu og settum krafta okkar í það í stað þess að eyða þeim í andstyggilegheitin. 
 
Áskorun til okkar allra: Förum nú inn á við og tékkum á því hvort að talsmáti okkar og framkoma hæfi þeim persónuleika sem við viljum vera, og sýnum síðan í orðum og gjörðum þá fyrirmynd sem við viljum vera fyrir börnin okkar og barnabörn. 
 
Hvaða framkomu viljum við annars kenna þeim og hvaða orð viljum við að þau segi um og við aðra?
 
 
Verum bara kurteis elskurnar, eðal og ekta allt árið en ekki bara á sunnudögum - við erum nefnilega svo gasalega flott þannig.
 
xoxo
Ykkar Linda
 
Linda Baldvinsdóttir 
Lífsþjálfi/samskiptaráðgjafi
 
linda@manngildi.is
 
 
 

Eru græn flögg í þínu sambandi?

 

Ég rakst á grein um daginn þar sem talað var um grænu flöggin sem við ættum að vera að leita að þegar við hittum nýtt tilvonandi viðhengi (maka) sem passa á inn í líf okkar og mér fannst þetta svolítið sniðugt sérstaklega í ljósi þess að ég hef skrifað þó nokkra pistla um rauðu flöggin  Sjá hér en ekki þau grænu þar til nú að ég ætla að bæta úr því.

Grænu flöggin eru semsagt þau atriði sem við ættum að leita að í fari tilvonandi viðhengis ef við viljum að sambandið eigi sér langa lífdaga og ef við erum heilshugar í makaleit okkar, því að þessi grænu flögg tengjast gjarnan góðum gildum sem eru djúpt grafin í undirmeðvitund viðkomandi.

"Lík börn leika best" er gamalt íslenskt máltæki sem líklega á sér rætur í þeirri hugmyndafræði að ef lífsgildi okkar fara illa saman þá verður leiðin heldur grýtt  og margar hindranir sem þarf að yfirstíga. Þó er ekkert endilega allt ómögulegt við það að aðilar séu ólíkir ef þeir bæta hvorn annan upp og þróast saman í sambandinu til góðs fyrir báða aðila.

Svo við ættum kannski ekki að gleyma okkur alveg í exelskjalinu og gömlum málsháttum heldur gefa rómantíkinni og öllum þeim góðu tilfinningum og boðefnum sem þar fá að blómstra sitt tækifæri. Það er nú einu sinni þannig að ef við erum ástfangin þá viljum við gjarnan gera breytingar í lífi okkar og færa ástinni fórnir af ýmsum toga, Tökum jafnvel upp venjur og siði sem okkur hefði líklega aldrei dottið til hugar að við yrðum ánægð með, þannig að þetta er eins og með dagatalið okkar -fyrir og eftir Krist -fyrir og eftir sambandið við.....

En hver eru svo þessi grænu flögg sem eru svo góð ef þau eru til staðar?

1 flagg. Samskipti eru góð og hafa gott flæði. Heiðarleiki og virk hlustun er til staðar ásamt því að þér finnist þú geta verið óheft/ur og frjáls og bara þú í þeim samskiptum. Að finna að þú getir tjáð tilfinningar þínar óhikað og að unnið sé sameiginlega í yfirvegun að því að lagfæra það sem uppá kemur er einnig sterkt grænt flagg. Eins og við vitum þá kemur alltaf upp ágreiningur jafnvel í bestu samböndunum og þá verður þessi nálgun mikilvægur þáttur í að leysa úr honum. 

2 flagg. Vinátta og traust er til staðar og að þú finnir að þú getur treyst aðilanum en efast ekki um orð hans og tilgang. Fullkomið traust byggist upp með tímanum þegar orð og gjörðir fara saman, en það er einnig fljótt að fara ef misbrestur verður á þessu tvennu.

3 flagg.  Virðing fyrir persónulegum mörkum, skoðunum og lífsviðhorfum hvors annars er til staðar ásamt virðingu fyrir persónueiginleikum hvors annars. Hæðni og virðingalaus framkoma eða orð gagnvart persónu þinni er aldrei í lagi. Þú getur farið í málefnið (hegðunina) en ekki manninn stendur einhverstaðar á góðum stað og það á við í nánum samskiptum jafnt sem annarstaðar.

4 flagg. Eitt mikilvægasta uppbyggingarefni sambanda er að vera til staðar í blíðu og stríðu, og það er sterkt grænt flagg ef samkennd og stuðningur er til staðar, því að ef að maki þinn peppar þig ekki upp og styður þegar vel eða illa gengur þá er klárt mál að sambandið er ekki á góðum stað.

Hinsvegar það að fá einlæga umhyggju, stuðning og hvatningu frá hugsanlegum maka segir mér að hann sé vel þess virði að halda í og ekki skemmir ef hann er fús til að bora í veggi, negla nagla eða fara út með ruslið (þetta er mjög mikilvægur punktur fyrir mig persónulega)😊

5 flagg. Lífsmarkmið eru sameiginleg, áhugamál og væntingar til lífsins einnig þó að auðvitað þurfi aðilarnir að eiga eitthvað áhugamál eða tíma útaf fyrir sig. Að stunda sameiginlegt áhugamál og vinna að markmiðum til framtíðar eflir nánd og tengsl og hvað er betra en það?

6 flagg. Það er auðvelt fyrir ykkur að finna málamiðlanir og segja fyrirgefðu þegar það á við, því að það er óhjákvæmilegt að komast hjá því að eitthvað komi uppá í samböndum þar sem tveir aðilar koma saman úr ólíkum áttum. Ef ágreiningur verður að rifrildi og eða litast af togstreitu þá erum við farin að tala um einhvern allt annan lit en grænan, og ættum að hugsa okkur vel um áður en lengra verður haldið með sambandið.

Græni liturinn er ágætis áttaviti fyrir okkur og hann er mjög mikilvægur þegar byggja á upp gott langlíft samband, en það er annar þáttur segir okkur kannski meira um möguleika sambandsins en allt annað þegar til lengri tíma er litið, en það eru lífsgildin okkar.

Hvað eru svo lífsgildi?

Í fyrsta lagi þá erum við að tala um svokölluð grunngildi, eða gildi eins og siðferði, trú og leiðir sem viðkomandi vill fara í lífinu (Heimsmyndin), eða með öðrum orðum þá erum við að tala um lífsstílinn sem við viljum hafa í lífi okkar og er rituð í grunnmyndina sem við búum okkur til af lífinu þegar það er orðið fullkomið (Trúarkerfi).

Þegar lífsgildin fara saman í parasambandi þá myndast ákveðinn sameiginlegur skilningur, samkennd og vinátta, og þau atriði ásamt trausti og vellíðan mynda það öryggi sem við leitum víst flest að.

Lífsgildi okkar má finna í viðhorfi okkar til allra þátta lífsins, og er mikilvægt að huga að því hvernig þau viðhorf okkar fara saman þegar við ætlum okkur í samband sem á að endast.

Hvernig við hugsum um fjármál og eignir, andleg málefni og líkamleg, heilsutengd efni og viðhorf til vímugjafanotkun eru t.d nokkur af þeim sem líta ber á, ásamt mörgum öðrum og fer allt eftir því hvaða lífsgildi skipta þig máli.

Ekki síst ættum við nú samt að skoða hvernig gildi við höfum þegar kemur að fjölskylduböndum. Viljum við vera í góðu sambandi við vini og fjölskyldu, viljum við bæði eignast börn og verða foreldrar og ef svo höfum við þá svipuð viðhorf til uppeldis barnanna?  Að hafa svipaða sýn hvað þetta varðar forðar okkur frá spennu í sambandinu og einmannakenndinni sem fólk talar um að fylgi þegar togstreitan verður til þess aðilarnir fjarlægast hvorn annan.

Að lokum þá er gott að vita afstöðu aðilanna til persónufrelsis í sambandinu og eins hvort að þeir séu tilbúnir til að styðja við atriði eins og menntun, trúarskoðanir og sjálfseflingu af ýmsum toga hjá báðum aðilum sambandsins.

Ef lífsgildin smella saman og atriði eins og slatti af kærleika, vináttu, daðri og ástríðu eru þar einnig til staðar, þá held ég að það sé komið grænt ljós á sambandsumleitanirnar, ég tala nú ekki um ef aðilinn uppyllir atriði exelskjalsins(grænu flöggin) og ef hann hefur til að bera sjarma og húmor – það er nefnilega svo gott að geta hlegið saman.

Að endingu þá má kannski segja að máltækið "Allt er vænt sem vel er grænt" eigi ágætlega við í þessum efnum og saman má byggja upp frá grænum flöggum og lífsgildum heimsmynd sem fegrar lífið og gefur því hamingju sína.

Eins og alltaf er ég bara einni tímapöntun í burtu elskurnar ef að þið þurfið á lífsþjálfun eða samskiptaráðgjöf að halda í þessum málum sem og öðrum.

Þar til næst elskurnar

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir Lífsþjálfi, samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is


Gerum þetta ár betra

Um áramót lít ég til baka og skoða með sjálfri mér hvað ég hafi getað lært af árinu sem nú er horfið í aldanna skaut og eins lít ég fram á veginn og hugsa hvernig ég gæti bætt líf mitt og þá í leiðinni þeirra sem mér þykir vænt um.

Þetta ár hefur verið nokkuð lærdómsríkt fyrir mig persónulega þar sem ég hef þurft að viðurkenna mig að einhverju leiti sigraða vegna ónýtrar mjaðmakúlu sem tók frá mér töluvert af lífsgæðum mínum og orku. Það stendur þó allt til bóta þar sem ég fékk liðskipti í byrjun október, og verður þessi stelpa vonandi komin á fulla ferð með vorinu og fylgi ég líklega sólinni á norðurhjaranum hvað þau bataskref varðar, einn dag í einu, seiglan og þolinmæðin víst það eina sem í boði er.

Kannski hafa veikindi mín gert mig svartsýnni en áður en þó held ég ekki því að staðreyndirnar á heimsvísu tala sínu máli.

Heimurinn allur hefur mér fundist vera fárveikur og hálf lamaður af völdum náttúrunnar og stríðsátaka þetta ár og ill öfl virðast ráða örlögum allt of margra.

Efnahagskerfi þjóða sem byggja velsæld sína að hluta á því að framleiða hergögn sjá sér líklega ekki annað fært en að minnka birgðirnar öðru hvoru með tilheyrandi mannvonsku og siðleysi því sem þessar þjóðir virðast hafa að leiðarljósi. Tvískinnungur heimsins er alger. Við leitum leiða til að lækna sjúkdóma og græða sár á sama tíma og við erum að  myrða þúsundir barna og fullorðinna sem ættu að búa við frið. Vei þeim sem þessu valda segi ég og meina.

Að það skuli viðgangast á okkar tímum svo stuttu eftir seinni heimstyrjöldina með öllum sínum hörmungum og lærdómi er með ólíkindum, og sannar líklega það sem Albert Einstein sagði svo réttilega hér um árið eða „ það er tvennt sem er óumbreytanlegt, annað er alheimurinn sjálfur og hitt er heimska mannsins, en ég er ekki alveg sannfærður um hið fyrra“

Og það virðist vera svo að heimskir illgjarnir menn fá frið til að framkvæma ódæðisverk sín án truflunar frá heiminum sem er auðvitað til vansa fyrir okkur sem mannkyn!

Þó að náttúruöflin hafi sýnt vald sitt sem eru líklega ekkert annað en mótmæli móður jarðar yfir hegðun barna hennar þá hefur lítið verið hlustað á hana. Maðurinn virðist aldrei ætla að læra að hann er ekki við völd í alheimi og að það eru afleiðingar af framkvæmdum okkar, eins og sagan hefur svo sem sýnt okkur margsinnis og sýnir enn.

Illmælgi og stjórnunartilburðir lítilla hópa hafa verið áberandi hérlendis og erlendis og virðast þeir fá að vaða uppi þrátt fyrir að meirihlutinn sé algjörlega á öndverðum meiði, en þegir eins og ætíð í gegnum söguna. Öfgar eru aldrei til heilla og að þegja með þeim leiðir ekkert gott af sér.

Ég hef verið afar sátt og stolt af því að hafa fengið það hlutverk að vera kona, móðir og amma en nú er ég allt í einu orðin SÍS kona, leghafi og stórforeldri og það særir mig meira en margt annað.(þurfti að fletta upp merkingunni SÍS)  

Í mínum huga og vísindanna er það einfaldlega þannig að það eru tvö kyn, karl og kona en mér gæti ekki verið meira sama ef einhver upplifir sig með öðrum hætti og virði það algjörlega en heimta sömu virðingu á móti. Það að vera kvenkyn þýðir að við höfum leg og æxlunarfæri sem veitir okkur þau forréttindi að fá að ganga með og fæða af okkur framtíðarkynslóðirnar.

Það veit enginn nema sá sem reynt hefur hversu dásamlegt það er að heyra barnið sitt segja mamma í fyrsta sinn eftir allt erfiði meðgöngunnar, fæðingarinnar og brjóstagjafar. Og enn meiri verðlaun eru það að heyra kallað amma í fyrsta sinn frá afkomendum barna minna og ég mun aldrei samþykkja að litlir hópar sem hrópa hátt fái að breyta því með nokkrum hætti. Finnst ég reyndar beitt ofbeldi með því að ætla að fara að breyta þessu. En nóg um þetta,

Ég  hef alvarlegri áhyggjur af mínum afkomendum og lífi þeirra og lífsgæðum í heimi sem fer síversnandi en því hvað annað fólk vill kalla mig. Í heimi þar sem kærleikurinn virðist víkja fyrir illmælgi eyðileggingu og stjórnun að ég tali ekki um vaxandi ofbeldi og stríðsvá sem nú vofir yfir allri Evrópu, þar sem hið illa virðist fá að breiða úr sér og vaxa eins og arfi án þess að fátt sé að gert.

Ég las grein  Björns Hjálmarssonar, geðlæknis á barna- og unglingageðdeild Landspítala og fannst hann hafa margt af viti að segja og ef ég gæti gefið þessari grein nafn þá bæri hún nafnið „sundrung þorpsins“. Því að það tekur heilt þorp að ala upp barn.

Það er ekki eðlileg þróun að unglingarnir okkar séu í stórum stíl á þunglyndis og kvíðalyfjum og það er ekki eðlilegt fyrir börn að vera innan um ókunnuga allan daginn frá fyrstu mánuðum lífs þeirra. Ég fyllist hryggð þegar ég sé foreldra mótmæla skorti á leikskólaplássi fyrir eins árs börn sín (ég veit að því miður eiga þeir ekki annarra kosta völ í þeirri samfélagsgerð sem við búum við) en mikið þætti mér vænt um að sjá þess í stað að mótmælin sneru að því óréttlæti að börn þeirra séu sett innan um ókunnugt fólk og hávaðann sem fylgir leikskólum í 8 tíma á dag frá eins árs aldri!

Opnum augun, þetta er ekki í lagi!

Hvað erum við að gera börnunum, komandi kynslóð? Hver ætlar að taka upp hanskann fyrir ómálga börnin?

Börn eiga rétt á umönnun foreldra sinna og fjölskyldu á meðan þau eru að læra á lífið, og varla kostar það mikið meira en að halda uppi mönnuðum leikskólum að borga foreldrunum laun fyrir að ala börn sem fá þá að kynnast almennilegu heimilislífi og kærleiksríku umhverfi foreldra sinna.

Við lifum í neyslusamfélagi og verðleggjum líf okkar með inneign á bankabókum, steinsteypu, merkjavörum og öðru glingri en ekki samkvæmt því sem raunverulega skiptir flesta ef ekki alla menn mestu máli, eða umhyggja og samvera.

Á gamlárskvöldinu horfði ég á fjölskyldu mína sitja að gnægtaborði sem hæft hefði í konunglegri veislu og það gladdi mig óumræðanlega að sjá að þau voru öll glöð og hamingjusöm, og ég fann í hjarta mér að þetta væri það eina sem að lokum skiptir máli í lífinu. Stundir þar sem engan vantar við matarborðið, þar sem gleðin og samveran ríkir, og allt þetta smáa sem felst í fallegum samskiptunum. Virðing og samvinna, bros, gleði og kærleikur sem sýndur er með faðmlögum, orðum, hlustun, hjálpsemi og leik er líklega það fallegasta við mannlífið.

Hjarta mitt fylltist yfirflæðandi þakklæti og auðmýkt þar sem ég horfði yfir hópinn minn og sú tilfinning er dýrmætara en allt sem maðurinn getur framleitt eða keypt.

Svo sannarlega er þessi stund og þakklætið sem streymdi um æðar mínar þar eitthvað sem ég ætla að huga betur að á þessu nýja ári, og ég ætla sjaldnar að falla fyrir gylliboðum neyslusamfélagsins en einbeita mér að einingu í samskiptum.

Því miður er það þannig í heiminum í dag að einmannaleiki, kvíði og tilgangsleysi hefur vaxið óhugnanlega mikið samkvæmt öllum rannsóknum og verst er ástandið hjá gamla og unga fólkinu okkar og það er eitthvað sem við getum ekki horft framhjá. (upplausn þorpsins)

Á þessu nýja ári held ég að það væri ekki vitlaust að við færum að  spyrja okkur í alvöru að því hvernig við gætum mögulega lagfært þetta ástand sem við höfum skapað.

Það er nauðsynlegt að kafa svolítið og íhuga hvað við getum gert varðandi andlega heilsu barna okkar og hverju þarf að breyta í samfélaginu ef við höfum framtíð þeirra að leiðarljósi.

Hvernig getum við gefið ungum og gömlum tilgang í líf sitt?

Hvernig getum við útrýmt einmannaleikanum?

Hvernig getum við staðið betur saman sem fjölskylda, heild?

Hvernig getum við látið visku þeirra sem eldri eru ná eyrum ungdómsins?

Hvernig getum við bætt almenna líðan og hamingju heildarinnar?

Hvernig getum við lækkað kulnunartölur?

Hvernig getum við virkjað styrkleika einstaklinga í skólakerfi okkar?

Hvernig getum við orðið þjóð hamingjunnar? (Ekki bara í könnunum heldur í raunveruleikanum)

Þetta eru bara örfáar spurningar sem við getum leitað svara við og kannski fundið lausnir við, og kannski  þurfum við einfaldlega að skella á öðrum þjóðfundi til að leita að góðum lausnum og framkvæmdaleiðum.

Hvert og eitt okkar ættum einnig að spyrja okkur þessara sömu spurninga,og mín trú er sú að ef að þessi litla þjóð tæki sig saman er ég nánast viss um að við gætum byggt þjóð sem er í einingu (ekki bara þegar hörmungar dynja yfir). Þjóð þar sem þegnarnir finna fyrir friði, gleði, umhyggju og hamingju, og það er víst það sem við eigum öll sameiginlegt eða að leitast við að vera elskuð, að fá að tilheyra og að fá að hafa tilgang og markmið til að stefna að.

Að lokum óska ég ykkur öllum árs friðar gleði og hamingju, árs þar sem við verðum vonandi laus við Gróuna og móðgunina yfir öllu og engu sem hefur fengið vængi og vægi undanfarin ár, árs þar sem við getum sjálf faðmað börnin okkar og kennt þeim að lesa, árs þar sem kaupæði okkar minnkar og flóttinn frá raunveruleikanum hjaðnar, árs þar sem hjarta okkar vex og dafnar, árs þar sem við getum fundið þakklætið streyma um æðar okkar í stað stressins sem flesta sjúkdóma nærir.

Þannig að lærdómurinn sem ég fékk á liðnu ári er að hversu ótrúlegt sem það má virðast þá er það þannig að illskan og heimskan virðast stjórna heiminum sem aldrei fyrr, en ég ætla ekki láta það trufla minn kærleika til manna og málefna. Og það sem ég ætla að taka með mér inn í nýja árið og reyna að mastera þar er meiri eining, kærleikur og þakklæti fyrir það sem líðandi stund færir mér því að núið er það eina sem við eigum.

Ég óska ykkur gleðilegs og heillaríks árs 2024 elskurnar, og eins og alltaf er ég bara einni tímapöntun í burtu ef þú vilt taka til í þínu lífi.

Þar til næst

Ykkar Linda xx

 

Linda Baldvinsdóttir

Lífsþjálfi/Markþjálfi og samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is


Næsta síða »

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband