Hugleiðingar Lindu: Áramótatiltekt

fólkUm áramót erum við dugleg að heita því að lifa nú aðeins betra lífi en á árinu sem er að líða, við ætlum í ræktina, létta okkur, vinna minna, borða rétt, sinna allt og öllu miklu betur en áður og markmiðalistinn verður oft langur.

Allt gott og blessað og vonandi náum við sem flest öllum þeim fyrirætlunum sem árið 2016 á að færa okkur. 

En ef svo á að verða eru nokkur atriði sem við þurfum að huga að.

Það er ekki nóg að vera með fögur fyrirheit en ætla samt að gera hlutina á nákvæmlega sama hátt og áður. Við þurfum að taka til og það í öllum skúmaskotum. Þurfum jafnvel að losa okkur við ýmsa hluti sem okkur þykir í raun óhugsandi að þurfa að gera.

En því miður er það oft þannig að við eigum í erfiðleikum með það að losa okkur við það gamla, breyta hugsunum okkar, viðhorfum og framkvæma með nýjum hætti. Erfitt en þarf þó oft að gerast ef við ætlum að standa með uppfyllt áramótaheit að ári liðnu.

Svo ég spyr þig, hvað í þínu lífi þarf að fara til að þú náir á þann stað sem þú vilt vera á að ári?

 

Er það gamli makinn sem þú átt erfitt með að sleppa tökum á? Vinir sem þurfa að hverfa? Starf sem þarf að yfirgefa? Einhver fíkn sem þarf að vinna á? Hugsanamynstur sem þarf að breyta? Meðvirkni? Ótti? Samskipti? "Ég get ekki" tilfinningin? "Mér tekst aldrei neitt" tilfinningin? "Allir eru betri en ég í þessu" tilfinningin og svo framvegis...

Hvað svo sem það er þá hvet ég þig til að taka til í öllum skúmaskotum, leita þér aðstoðar ef þú þarft (það er ekkert að því að kunna og vita ekki allt sjálfur), gerðu bara það sem þú þarft að gera af því að það er svo miklu skemmtilegra að standa með yfir-rissaðan markmiðalistann að ári, uppbústað egó og finnast að heimurinn hafi bara verið skapaður fyrir mann sjálfan og engan annan...

 

Gleðilegt glimmerár fullt af kærleika, gleði og náðum markmiðum elskurnar og takk fyrir árið sem er að líða. En farið nú rosalega varlega með flugeldana á gamlárskvöld..

Xoxo

Ykkar Linda

linda@manngildi.is

 

 


Hugleiðingar Lindu: Hvað skiptir máli?

lífið myndAð undanförnu höfum við verið minnt allt of oft á það hversu hverfult lífið er, hversu stutt og svo óskaplega brothætt.

Svo stutt og stundirnar fáar til að breyta því sem við viljum breyta til þess að skapa okkur þann lífsveg sem við teljum farsælastan. Treystum ekki á morgundaginn til þeirra breytinga sem við viljum sjá gerast heldur hefjumst handa í dag.

Ef ég spyr mig hverju ég þyrfti að breyta í dag til að ég gæti kvatt lífið sátt við mig og mína vegferð hér yrðu svörin nokkuð mörg verð ég að játa.

En merkilegt nokk væru fæst þeirra tengd veraldlegum hlutum eins og húsum, bílum, peningum eða glingri af öllu tagi. Frekar að það kæmi upp í huga minn að leyfa mér að dreyma stærri drauma, elska meira, hlæja oftar, njóta lífsins og gleðistunda þess, heillast oftar að sköpunarverkinu og kraftaverkum þess, og ég væri allskostar óhrædd við tilfinningar mínar, upplifanir og álit annarra á vegferð minni.

Ég eins og svo margir aðrir er kannski ekki nógu dugleg að sinna þeim sem mér þykir vænst um, læt veraldarvafstrið trufla mig þar. Ég gæti gert svo miklu meira af því að segja þeim sem ég elska hversu mikils virði líf þeirra er mínu lífi, hversu snautlegt það væri án þeirra. Ég gæti sagt þeim oftar að ég elskaði þá og eins gæti ég verið duglegri að segja þeim hversu dýrmætar og einstakar mannverur þeir eru. Ég gæti umfaðmað lífsveg þeirra og samþykkt hann oftar án skilgreininga og jafnvel tekið þátt í þeirra brölti hvort sem það samræmdist mínum skoðunum og áliti eða ekki...Bara notið samvistanna, hlátursins og gleðinnar af því að finna nánd við mannveru sem á kærleika minn.

Ef ég ætlaði að bæta lífsgæði mín og vegferð færi ég líklega oftar að finna þá sem eru mér kærir, ég hringdi líklega oftar, léti ekki leiðindi og fúlheit ráða ríkjum en hefði oftar matarboð, kaffiboð eða kallaði á fólkið án nokkurs tilefnis annars en þess að ég hefði löngun til þess að hitta það. 

Eins gæti ég teygt mig meira í áttina að því að sýna auðmýkt og umburðalyndi. Ég gæti gert það að markmiði mínu að elska aðeins meira í dag en í gær.

En er það ekki oft þannig að við erum ekki alveg tilbúin að láta af okkar stóra og mikilvæga egoi?

Okkar skoðanir eru þær sem gilda, okkar álit, okkar upplifanir, okkar langanir og óskir sem sitja í fyrirrúmi í allt of mörgum tilfellum, Þannig er því a.m.k farið með mig allt of oft þó að ég telji mig þó komna langt á veg með að breyta því. Verð betri og betri með hverju árinu sem líður. Vonast hreinlega til þess að vera búin að ná þessu áður en kallið mikla kemur :)

Ég þarf líka að læra að hlusta betur án þess að vera alltaf tilbúin með svar á móti, bara hlusta...ekkert annað.

Ég held að við gætum lært heilmikið um heim og skoðanir samferðamanna okkar á veröldinni og málefnum hennar með því einu að leggja okkur fram við að hlusta gagnrýnislaust og opin fyrir því að læra eitthvað nýtt. Gefum þannig þeim sem við eigum í samræðum við tækifæri á því að vera þeir sjálfir, opnir og berskjaldaðir án ótta við dóm og lítillækkun þeirra sem þeir opna sig fyrir.

Stærri gjöf er líklega ekki hægt að gefa en þá að leyfa annarri mannveru að vaxa og þroskast í andrúmi kærleikans og því umburðalyndi sem honum fylgir, það er gjöf sem gefur bæði gefanda og þiggjanda. Það væri sá lífsfarvegur sem ég væri sátt við að hafa farið að loknu þessu lífi og gæti mætt örlögum mínum glöð og sátt.

Njótum þess elskurnar að bæta okkur dag hvern og geta þannig staðið nær því sem við værum sátt við á þeim degi er lúðurinn gellur og kallar okkur heim. Látum ekkert veraldarvafstur stela frá okkur því sem skiptir okkur mestu máli í lífinu.

Mínar hugheilustu jólakveðjur til ykkar allra með ósk um að líf ykkar verði fyllt gleði og glimmeri yfir hátíðina.

Xoxo

Ykkar Linda


Hugleiðingar Lindu: Lífið er gjöf

lífið er þittLíf okkar er stundum erfitt og stundum sárt, en samt svo óendanlega dýrmætt þegar við skoðum það nánar.

Okkur var gefið líf til að við gætum gert við það allt sem við viljum við það gera. Við erum frjáls. Og eins og ég sé það, var hverju og einu okkar úthlutað ólíkum hæfileikum og getu. Ekkert okkar er með sama fingrafar, ekkert okkar er með sama lit á lithimnu augna okkar, ekkert okkar er eins þrátt fyrir sjö milljarða núlifandi manna.

Að mínu mati er það þannig að við erum einstök hvert og eitt okkar. Einstök og dýrmæt, og líf okkar allra skiptir svo miklu máli í einingu lífsins,  og saman gerum við heiminn að því sem hann er. 

Það sem ég tel okkur hinsvegar skorta stundum er að við metum það líf sem okkur var gefið, og tökum því sem sjálfsögðum hlut að eiga morgundaginn. En svo er ekki, það er svo sannarlega meiri eftirspurn eftir aldri en framboð. Svo förum vel með það líf sem okkur er úthlutað og sköpum okkur gleði og hamingju með ákvörðunum okkar og framkvæmdum. 

 

Hver og einn dagur er gjöf sem gefur okkur tækifæri á því að stíga upp frá því sem heldur okkur frá því besta í lífinu. Á hverjum einasta morgni höfum við val um það að dvelja í eymd og volæði eða að stíga í fæturna og leggja af stað í átt að draumunum okkar.

Ákvörðunin er alltaf okkar og enginn getur breytt því hvorki aðstæður né tálsýnd lífsins.

Við höfum val, en ekkert alltaf svo auðvelt val, og hver og einn einasti maður sem hefur farið braut drauma sinna getur líklega vitnað um baráttu, blóð, svita og tár á þeirri göngu. "Vonleysi", "kjarkleysi", "ég er ekki nógu góður" tilfinninguna, "skömmina" vegna einhvers, sama hvers, öll "nei-in", "úrtölurnar", jafnvel andlegt og veraldlegt gjaldþrot. 

En þeir sem sigra og ná að sigra eru þeir sem hafa þolað þessa vosbúð alla, þeir hafa þroskast á leiðinni að settu marki, farið í gegnum tilfinningrússíbana, blankheit, gagnrýni og jafnvel vonsku frá meðbræðrum sínum en ekki gefist upp. 

En það sem þeir hafa að öllum líkindum lært á leiðinni er að, lífið er eins og nokkurskonar hjartalínurit. Það koma dagar þar sem allt virðist ganga upp (topparnir), en einnig dagar í lægð. Verstir eru þó þeir dagar sem ekkert er að gerast og ekkert hreinlega gengur upp, eins og flatt línurit og við vitum öll hvað það táknar (Dauða eða stöðnun).

Toppdagarnir eru þó þeir sem gera þetta allt einhvers virði og gera það þess virði að fara í gegnum þá vondu.

 

Þeir sem sækja drauma sína og gefast ekki upp á miðjum vegi hafa lært að þekkja sjálfa sig á leiðinni, bæði styrk sinn og veikleika. Þeir hafa breytt úreltum hugsunum og gildum, hafa lært að sjá aðra sem jafningja sína og losnuðu líklega við hrokann og falska egó-ið að stórum hluta. Vita líklega hversu dýrmætir þeir eru og hversu dýrmætt það líf er sem þeim er gefið. Þeir hafa kennt okkur sem á eftir þeim komu svo margt og þar á meðal það að alla drauma okkar getum við látið rætast ef við höfum nægan viljastyrk og leitum lausna í öllum aðstæðum sem uppá koma. Eins hafa þeir kennt okkur að þakka fyrir lífið í öllum aðstæðum og að gera sem mest úr því alla daga.

En skoðaðu hjarta þitt og sjáðu hvort þér finnist þú eiga skilið að eiga fallegt og gott líf, og ef þú finnur að þar skorti á, breyttu þá þeirri hugsun.

Þú átt bara það góða, fagra og fullkomna skilið, hver svo sem þú hefur verið í fortíðinni og hvað svo sem þú hefur gert í lífinu.. Stígðu upp til nýrra tíma og lífs. Dagurinn er þinn og lífið er svo sannarlega gjöf til þín, njóttu þess!

Þar til næst elskurnar

xoxo

Ykkar Linda

 


Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Des. 2015
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband