Þegar lífið brotnar

Þó að í dag eigi ég gott og gjöfult líf þá hef ég oft staðið frammi fyrir áskorunum lífsins og á alveg örugglega eftir að þurfa að gera það aftur ef ég þekki þetta líf rétt :) Það sem þær áskoranir hafa kennt mér er margt og mikið eins og t.d. að taka lífinu með hæfilegu kæruleysi, vera í núinu, sleppa tökum á fortíðinni og standa svo upp aftur þegar ég hef safnað nægum krafti og gleði til þess að sækja fram.

Þegar við stöndum á þeim stað að allar áætlanir og allt það sem við ætluðum okkur að yrði svo gott hjá okkur hrynja eða brotna þá stöndum við frammi fyrir vali. Við höfum val um að standa brotsjóinn af okkur eða  brotna, og ég hvet okkur öll til að velja það að standa upp og muna að ALLT samverkar okkur til góðs að lokum þó að við sjáum það ekki alveg þegar við erum inni í miðju stormsins. Þar eigum svo erfitt með að ímynda okkur og sjá að góðir dagar muni heimsækja okkur á ný, en þeir munu gera það engu að síður - lofa :)

Á þessum tímabilum er gott að hafa í huga að við þurfum að virða allar okkar tilfinningar og eins ættum við að muna að engin þeirra er óleyfileg. Hinsvegar er gott að hafa í huga að þær tilfinningar sem tengjast gleði og jákvæðni ættum við að leita sem oftast að í brjósti okkar og dvelja í þeim eins mikið og hægt er en leyfa hinum erfiðu að staldra styttra við. 

Að búa til gleðistundir með þeim sem okkur þykir vænt um er það sem gefur okkur orkuna og kraftinn til að standa upp að nýju svo sköpum þær í ríkum mæli.

Leitum til fjölskyldu okkar og vina því að þeir munu vera til staðar fyrir okkur og aðstoða okkur við að sjá ljósið sem skín þrátt fyrir allt í gegnum brotin okkar og munum að þetta sama ljós mun skína skærar frá okkur eftir því sem brotin okkar verða fleiri, því að það er nú svo merkilegt að þeir sem hafa mest að gefa eru oftast þeir sem lífið hefur farið ómjúkum höndum um.

Munum að við erum alltaf nægjanlega góð þó að líf okkar sé í brotum og munum að við eigum skilið allt það besta sem það hefur að gefa sama hvað. Á morgun kemur nýr dagur með nýjum loforðum og nýrri byrjun fyrir okkur öll og ég hvet okkur til að nýta okkur þessa gjöf til hins ýtrasta.

Lífið er eins og hjartalínurit, það eru hæðir og lægðir og allt þar á milli sem er hinn náttúrulegi taktur lífsins og það er svo gott að geta hugsað þannig að allt líði hjá, allir topparnir og lægðirnar og einnig það sem er í gangi hjá okkur sjálfum hverju sinni.

Skoðum ávallt hvað það er sem við getum lært nýtt og gagnlegt af lífinu í öllum aðstæðum þess, og ekki síst þegar aðstæðurnar eru ekki góðar og vondir tímar hafa tekið völdin. Við munum í flestum tilfellum uppgötva að sá lærdómur sem við tókum með okkur út úr aðstæðunum er ómetanlegur og gerir okkur að betri og vitrari manneskjum ef við leyfum okkur að njóta lærdómsins en sleppum biturleikanum og eftirsjánni sem sumir velja að taka frekar með sér og nýta sér og öðrum til ógagns.

Munum og setjum fókus okkar á að allt það besta bíði okkar allra, hugsum þannig og tölum það út og treystum svo því að þegar einar dyr lokist opnist alltaf aðrar betri eða meira spennandi.

Finnum aftur tilganginn sem leynist í hjörtum okkar og förum af stað aftur með von í brjósti, kærleikann sem yljar, sköpunarkraftinn að vopni og sigrum svo bara heiminn á ný! 

Gefumst aldrei upp því að eins og ég sagði, á morgun er nýr dagur sem við getum gert að betri degi og ef þig vantar aðstoð mína þá er ég bara einu emaili og tímapöntun í burtu.

xoxo

Ykkar Linda

linda@manngildi.is 

 

 


Veldu vini þína vel!

við getum víst ekki ráðið því inn í hvaða fjölskyldu við fæðumst (þó að sumir séu mér ekki sammála þarna), en að við getum hins vegar svo sannarlega valið vini okkar og það er stundum sagt að við séum þversumman af þeim fimm aðilum sem við umgöngumst mest sem er líklega svolítið til í og því borgar það sig að velja þá aðila vel.

Að þessu sögðu get ég þó sagt að vinahópurinn breytist með reglulegu millibili eftir því sem við sjálf breytumst og þroskumst, og ég hef þá trú að allir þeir sem inn í líf okkar koma séu kennarar lífs okkar og eru vinirnir engin undantekning þar á.

Vinir koma og fara eftir því á hvaða stað við erum hverju sinni og hvaða lexíu okkur er ætlað að læra á þeim tíma samkvæmt trú minni, og öllum þessum aðilum getum við þakkað fyrir þátt þeirra í þroska okkar og mótun á hverjum tíma, bæði þeim góðu og eins þeim slæmu.

Og svo eru það þessir yndislegu en fáu vinir sem fylgja okkur frá vöggu til grafar og eru við hlið okkar allt til enda okkur til gleði og blessunar, ég kalla þessa vini verndarenglana okkar. 

En hvernig förum við nú að því að velja okkur góða og trausta vini sem gefa lífi okkar framgang og gleði?

Kannski við ættum að byrja á því að finna okkur vini sem eru komnir lengra á þroska og sigurbrautinni en við sjálf erum þar sem það væri okkur hvatning til dáða bæði á andlegum og veraldlegum sviðum- held að það væri góð byrjun. 

Svo er afar gott að vinir deili sömu gildum og lífsviðhorfum, það kemur í veg fyrir fjölda rifrilda eða pirrings og gleðistundirnar verða þar af leiðandi fleiri.

Það er einnig mjög gott að styrkleikarnir séu á mismunandi sviðum þannig að við bætum hvert annað upp og sköpum þar með heild sem virkar í öllum aðstæðum.

Að mínu mati er einnig mjög nauðsynlegt að vinir dvelji í jákvæðni, lausnum og byggi hvern annan upp á jákvæðum hvetjandi nótum þó svo að heilbrigð og gagnrýn viðhorf fái svosem að fljóta þar með öðru hvoru.

Það er einnig svo nauðsynlegt að eiga vini sem fagna sigrum lífsins með okkur og gera það fölskvalaust, þeir hinir sömu eru líklega einnig þeir sem gráta af einlægni með okkur þegar lífsins sorgir banka uppá og hvetja okkur oftast einnig til dáða. Fylgjast með framgangi okkar og eru til staðar þegar við hrösum og koma okkur aftur upp á fæturna. Þetta er besta vinategundin að mínu mati!

Hver þekkir það svo ekki að hafa átt svona "vini" sem sjá bara vandkvæðin við allt sem borið er upp og reyna af fremsta megni að draga úr öllum frábæru hugmyndunum sem við fáum?  Nú eða þá sem oftast virðast finna eitthvað sem segir að við séum ekki nóg af einhverju eða of mikið af einhverju, a.m.k ekki nægjanleg til að eiga allt gott skilið?

Sumir "vinir" finna líka allt sem bæta þarf hjá okkur en færa það í fallegan skrautbúning og velferðabúning okkur til handa, en þeir gleyma stundum að horfa á það sem laga þarf hjá þeim sjálfum. (þessa skulum við ekki halda fast í) 

Þeir sem nenna að hlusta endalaust á okkur og hafa ómælda þolinmæði með tuðinu í okkur eru dásemdir fyrir líf okkar því að það er oft þannig að með því að heyra sjálfan sig tala um það sem skoða þarf býr til ný og betri viðhorf hjá okkur, fátt sem toppar þetta og sparar okkur fleiri fleiri tíma hjá aðilum eins og mér sjálfri laughing .   

Svo að lokum eru það gleðipinnarnir sem eru alltaf til í að búa til gleðistundir með okkur, þeir bústa upp öll gleðiefni heilans sama hvaða nafni sem þau nefnast (þau eiga það þó sameiginlegt að halda okkur frá depurð,kvíða og þunglyndi) - Þessa vini þurfum við að hitta mjög svo reglulega, a.m.k. einu sinni til tvisvar í viku ef vel á að vera!

Ætla svo bara að enda þetta á því að minna okkur á að vinskapur gengur alltaf í báðar áttir, við þurfum að gefa og gefa til þess að geta þegið og þegið. What goes around comes around er í fullu gildi þarna!

Svo gefum af kærleika okkar, hlustun,tíma, samstöðu,fallegum orðum, tárum og hlátri til allra vina okkar og hreinlega stráum glimmeri í allar áttir - njótum síðan dvalarinnar hér á hótel Jörðu með öllum þeim sem okkur eru kærir og þeim sem tengjast okkur böndum vináttunnar.

Gangi ykkur vel í vinavalinu og ég sendi ykkur kærleika og vinalegt knús elskurnar kiss

xoxo

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Samskiptaráðgjafi/Markþjálfi

linda@manngildi.is 

 


Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 9336

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband