Er líf eftir dauðann

Rakst á gömul skrif sem ég hef skrifað fyrir einhverjum árum og mér finnst vert að birta þau að nýju- að vísu í aðeins breyttri mynd og vonandi þá betri vegna þess að ég held að við þurfum stöðuglega að minna okkur á mikilvægi þessa stutta lífs sem við fáum hér á okkar dásamlegu móður jörð.


En nú þykjast vísindamenn vera búnir að finna sannanir fyrir því að það sé til líf eftir dauðann (jafnvel mörg), og hafa stundað rannsóknir á því fyrirbæri í 4 ár á tæplega 1000 manns sem þeir hreinlega tóku af lífi og lífguðu svo við eftir 20 mínútur eða svo (allt þó gert með samþykki þeirra sem aflífaðir voru)


Þetta er nú allt saman gott og blessað og alltaf gaman að lesa svona fréttir fyrir forvitnis sakir - og hver veit kannski hafa þeir bara rétt fyrir sér.

(Ég reyndar þykist þess  fullviss að ég verði spilandi á hörpu mína í himnaríki að þessari jarðvist lokinni blakandi englavængjum mínum í takt við tónana sem frá hörpunni berast)

En þegar ég las þessa frétt varð mér á að hugsa, skiptir það okkur öllu máli hvort það er líf eftir þetta líf? Og hvers vegna? Hvað með það líf sem við erum að lifa núna? skiptir ekki mestu máli að lifa því lífi á skemmtilegan og góðan hátt?


Ég hitti allt of mikið af fólki sem neitar sér um að lifa þessu á þann hátt sem því langar til og er sífellt að bíða eftir rétta tækifærinu á því að láta sér líða vel. Þetta yndislega fólk frestar því að framkvæma langanir sínar og drauma. og því miður er það algengast af öllu að það ætlar sér að framkvæma drauma sína og þrár þegar eftirlaunaaldrinum er náð, og öruggu lífeyrissjóðstekjurnar komnar í hús.


En því miður eru bara allt of margir sem einfaldlega ná ekki þessu eftirsóknaverða takmarki og eru farnir yfir í þetta nýja líf sem vísindamennirnir hafa jú sannað að sé til, eða það sem ekki óalgengt er að þeir hafa misst heilsuna og geta ekki framkvæmt allt þetta skemmtilega sem lífeyririnn átti að skaffa þeim.


Samkvæmt könnun sem var gerð af Bronnie Ware sem var hjúkrunarfræðingur á líknardeild nokkurri þá voru það helst þessi atriði hér fyrir neðan sem fólk sá mest eftir að hafa ekki gert meira af í lífinu.

 
1. Að hafa haft hugrekki til að vera sannara sér sjálfu – ekki að lifa lífinu sem aðrir         bjuggust við.
2. Að hafa unnið svona mikið.
3. Að hafa ekki haft hugrekki til að tjá tilfinningar sínar.
4. Að hafa ekki haldið sambandi við vini
5. Að hafa ekki leyft sér að vera hamingjusamari.


Og eftir þessi 5 atriði spyr ég aftur - hvað með lífið og núið? þetta líf sem okkur var af mikilli gæsku gefið?

Ætlum við að vera í þeim hópi sem sér eftir því að hafa ekki látið þessi atriði á listanum rætast á meðan við höfðum tækifærið til þess?

Við sem fengum svo frábærar vöggugjafir með okkur inn í þetta líf og sífellt bætist við þær með kunnáttu okkar, getu, þekkingu og færni. Ætlum við að bíða eftir næsta lífi eða kannski því þarnæsta áður en við tökum okkur til og skoðum drauma okkar langanir og þrár, og að láta þetta nú bara síðan verða að veruleika kannski einhverntíman seinna?

Við höfum verkfærin og við höfum daginn í dag - ekki eins víst með morgundaginn. Svo því ekki að taka skrefin í átt að því sem okkur hefur alltaf langað til að framkvæma?

Eftir hverju er að bíða?


Því ekki að efla nú kjark og þor ásamt því að stíga eitt pínulítið skref inn í óttann og sjá hvað þar gerist. -það er bara ekkert víst að þetta klikki hjá okkur.

Og ef þig vantar mína aðstoð við að stíga skrefin þín þá er ég eins og alltaf aðeins einni tímapöntun í burtu.

xoxo

Ykkar Linda

 

Linda Baldvinsdóttir

Samskiptaráðgjafi/Markþjálfi

linda@manngildi.is


Bloggfærslur 8. nóvember 2018

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 9245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband