Hvað er raunveruleg karlmennska?

Raunveruleg karlmennska er hugtak sem hefur þróast í gegnum tíðina og hefur mismunandi merkingu fyrir mismunandi fólk og samfélög en í dag er litið á hana sem samansafn af eiginleikum og hegðun sem ekki tengist einungis líkamlegum styrk heldur einnig tilfinningalegu jafnvægi, ábyrgð og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Ef ég gæti gefið uppskrift af því sem nútíminn kallar karlmennsku þá liti hann líklega einhvernvegin svona út:

Að hafa sjálfstraust og trú á eigin getu og að vera óhræddur við að takast á við áskoranir af ýmsu tagi. Að bera ábyrgð á eigin gjörðum og lífi, að sýna virðingu fyrir öðrum óháð kyni, kynþætti, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.

Að sýna tilfinningalegan heiðarleika og geta tjáð tilfinningar sínar opinskátt á fallegan máta. Að geta sett sig í spor annarra og sýna samúð þeim sem þjást. Að vera heiðarlegur við sjálfan sig og aðra.

Að vera stuðningur við vini og fjölskyldu í verki en ekki bara orði og í raun er raunveruleg karlmennska fólgin í því að vera góður réttlátur og traustur maður, en ég held að  þetta eigi svo sem við raunverulega fallega manneskju hvort sem hún er kona, karl eða hvernig sem við skilgreinum okkur - við erum öll menn og sömu gildi ættu að vera höfð í heiðri hvaða kyni sem við tilheyrum.

Því miður finnst mér orðið allt of lítið vera eftir af þeim tilfinningalega heiðarleika sem ég tala um hér að ofan og eins finnst mér virðing við konur vera á undanhaldi ef ég lít á samskipti kynjanna á netinu og eins á ummælum á netinu. 

Að senda typpamyndir á netinu og fara í kynferðislegan daðursleik strax í byrjun samtala á td Tinder segir mér að virðingin fyrir þeim sem spjallað er við er engin, og tilfinningalega virðinguna er sömuleiðis hvergi að finna. Og ég bara spyr mig hvort að þetta væri framkoma sem þessir sömu menn vildu að dætur þeirra fengju þegar þær fara að slá sér upp?

Á minni löngu ævi er ég fyrir löngu búin að læra að karlmenn koma fram við þig á virðingaverðan hátt þegar þeir hafa raunverulegan áhuga á því að kynnast þér og þeir segja mér margir að ef áhuginn er lítill þá nenni þeir ekki að tala við eða gefa af tíma sínum til þess aðila, en hinsvegar ef áhuginn er til staðar þá fær konan engan frið fyrir símtölum og skilaboðum allan daginn og enginn er eins mikill herramaður og maður sem er hrifinn.

Svo hverju getum við búist við að maður sem hefur til að bera raunverulega karlmennsku og er hrifinn komi fram í ástarsambandi? 

Jú hann sýnir konunni virðingu í orðum og gjörðum, bæði í einkalífi og opinberlega.

Hann reynir ekki að niðurlægja konuna eða stjórna henni heldur kemur fram við hana sem jafningja.

Hann leggur sig fram við að kynnast henni betur og spyr um áhugamál hennar og líðan og hvernig dagurinn hennar hafi verið.

Hann man eftir smáatriðunum sem hún deilir með honum og tekur tillit til þeirra í samskiptum sínum við hana.

Hann tekur þátt í lífi hennar á einlægan hátt, bæði með því að styðja hana í hennar verkefnum og með því að deila sínum eigin áskorunum með henni.

Hann er hreinskilinn og vill ekki leika leiki eða villa um fyrir henni.

Hann gerir það sem hann segir að hann muni gera og hann stendur við orð sín.

Hann er opinn um tilfinningar sínar og áhuga, en gefur henni jafnframt svigrúm til að þróa sambandið á sínum hraða.

Hann vill tryggja að henni líði vel og sé örugg í kringum hann án þess að reyna að stjórna henni.

Hann styður hana í því sem hún vill gera í lífinu frekar en að reyna að breyta henni eða stýra.

Hann spyr hana hvernig henni líði og tekur mark á svörum hennar.

Hann virðir mörk hennar bæði andlega og líkamlega, og ýtir ekki á hana til að gera eitthvað sem hún er ekki tilbúin í.

Hann lætur hana ekki efast um áhuga sinn með óljósum skilaboðum eða skorti á viðveru.

Almennt séð kemur maður sem er hrifinn af sinni elsku fram við hana með virðingu, einlægni, og með stöðugleikann að vopni.

Hann vill auðvitað að hún viti að hún sé mikilvæg og tjáir sig reglulega um það.

- og strákar mínir, allt þetta sýnir raunverulega karlmennsku!

þar til næst elskurnar

Xoxo

ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lífsmarkþjálfi og Samskiptaráðgjafi 

Tímapantanir:linda@manngildi og á Noona.is

 

 

 

 


Bloggfærslur 6. mars 2025

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.3.): 32
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 10287

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband