Er grasið grænna hinu megin?

Ég sá frétt um það að einn besti fótboltamaður allra tíma hefði nú loksins tekið sig til og sett hring á fingur konu sem hann var búinn að eignast fimm börn með og vera með allt frá árinu 2006.

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þessa frétt var að hann væri týpískt dæmi um þá skuldbindingarfóbíu og nýjungagirni sem mér finnst ég sjá allt í kringum mig.

Hugsið ykkur — fimm börn, sameiginlegt líf í áratug og konan loksins að fá einhvern hnullung á fingur!

Að vísu er hnullungurinn svo stór að elsku stelpan getur líklega ekki borið hann nema við hátíðleg tækifæri sem gæti kannski verið þægilegt fyrir kappann, því þá getur hann á köflum gleymt því að hann hafi gerst svo djarfur að binda sig formlega við konuna sem hefur staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt.

En þegar ég hugsa dýpra, þá er þessi skuldbindingarfóbía (sem mér finnst líklegt að þetta hafi verið) ekki bara eitthvað sem við sjáum í ástarsamböndum eða hjá hinum ríku og frægu.

Hún á sér rætur í samfélaginu sem við búum í — þar sem undirmeðvitundin hvíslar stöðugt „Er þetta nóg fyrir mig, er hann sá rétti? Ertu viss um að það sé ekki eitthvað meira  eða eitthvað betra fyrir mig?“

Við erum nefnilega sífellt hvött til að sækjast eftir einhverju nýju, stærra og dýrara því að það er alltaf grasið hinum megin við lækinn sem er grænna ekki satt?

Við Íslendingar flytjum td inn 130 þúsund sófasett á ári því að við getum greinilega ekki setið lengi í sama sófanum!

Og þegar nýjustu gerðir sjónvarpa, kaffivéla eða talandi þvottavéla koma á markaðinn þá finnum við sterkt fyrir því að við verðum að eignast það.

Við skiptum um störf reglulega, ekki vegna þess að okkur líði illa þar sem við erum, heldur vegna þess að við teljum að eitthvað þarna úti muni færa okkur hamingjuna á silfurfati og okkur er sagt að enginn ætti að vera lengur e fimm til sex ár á sama stað.

Ég man hinsvegar eftir því þegar það taldist til dyggðar að starfa á sama stað alla sína starfsævi, en sú dyggð er nú talin óásættanleg því að við þurfum öll að vera sífellt lærandi meira og meira og ná í hærri og hærri stöður. Ég hef td heyrt að 25 ára krakkar séu í rusli ef þau eru ekki orðin að forstjórum á þeim aldri Gud hjelpe meg! ég legg ekki meira á ykkur.

Og þetta sama mynstur speglast í samböndum. Í stað þess að leggja rækt við það sem við það samband sem við eigum, förum við í undirförla leit að „hinum eina rétta“, einhverjum sem er aðeins meira spennandi, fallegri, ríkari, frægari eða einfaldlega  bara „nýr“.

Það er sama sagan og með sófann, við ímyndum okkur að eitthvað nýtt og trending sé alltaf betra eða fallegra en það sem hefur þegar sannað gildi sitt í lífi okkar, eins og gamli þægilegi sófinn sem öllum líður vel með  að sitja í en en þarf að víkja fyrir nýjasta sófatrendinu af því að hann passar ekki vel á Instagram mynd.

Á meðan að við erum á þessu hamsturshjóli okkar græða þeir sem kenna okkur að anda, slaka og finna innri ró sem aldrei fyrr, því streitan sem þessi eilífa leit skapar er að naga okkur innan frá.

Við erum eins og kötturinn sem eltir skottið sitt — sannfærð um að þegar við náum því þá verðum við loksins sátt. En við gleymum því sem er svo augljóst, hamingjan er ekki þarna úti hvorki í næsta markmiði eða næstu manneskju. Hún býr í sáttinni við það sem við höfum, í þakklætinu fyrir það sem er hér og nú.

Kannski er frægi fótboltamaðurinn loksins að átta sig á þessu. Að það sem skiptir raunverulegu máli er ekki hversu mörg augnablik þú ert í sviðsljósinu, heldur hver stendur við hliðina á þér þegar ljósin slokkna og þegar lífið er erfitt.

Og kannski er hann að átta sig á því að allt daður heimsins og stöðugt nýtt spennuáreiti er ekkert í samanburði við þann frið sem fylgir því að eiga góðan lífsförunaut og samhenta fjölskyldu.

Lífið er stutt elskurnar. Það er sóun að eyða því í að elta hamingjuna, sérstaklega þegar hún hefur allan tímann verið hjá okkur sjálfum eða í hjarta okkar.

Lykillinn er að hætta að horfa stöðugt fram á við í leit að næsta „meira og nýja“ og byrja að horfa í kringum sig með opnum augum og opnu hjarta sáttarinnar.

Njótum lífsins. Munum að við erum nægjanleg eins og við erum. Og lærum að ná í sáttina, fremur en að hlaupa áfram í óþarfa sókn eftir vindi.

Þar til næst,

Xoxo
Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir
Lífsmarkþjálfi og samskiptaráðgjafi
linda@manngildi
Tímapantanir á noona.is


Bloggfærslur 13. ágúst 2025

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 12
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 10650

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband