8.12.2015 | 21:44
Hugleišingar Lindu: Lķfiš er gjöf
Lķf okkar er stundum erfitt og stundum sįrt, en samt svo óendanlega dżrmętt žegar viš skošum žaš nįnar.
Okkur var gefiš lķf til aš viš gętum gert viš žaš allt sem viš viljum viš žaš gera. Viš erum frjįls. Og eins og ég sé žaš, var hverju og einu okkar śthlutaš ólķkum hęfileikum og getu. Ekkert okkar er meš sama fingrafar, ekkert okkar er meš sama lit į lithimnu augna okkar, ekkert okkar er eins žrįtt fyrir sjö milljarša nślifandi manna.
Aš mķnu mati er žaš žannig aš viš erum einstök hvert og eitt okkar. Einstök og dżrmęt, og lķf okkar allra skiptir svo miklu mįli ķ einingu lķfsins, og saman gerum viš heiminn aš žvķ sem hann er.
Žaš sem ég tel okkur hinsvegar skorta stundum er aš viš metum žaš lķf sem okkur var gefiš, og tökum žvķ sem sjįlfsögšum hlut aš eiga morgundaginn. En svo er ekki, žaš er svo sannarlega meiri eftirspurn eftir aldri en framboš. Svo förum vel meš žaš lķf sem okkur er śthlutaš og sköpum okkur gleši og hamingju meš įkvöršunum okkar og framkvęmdum.
Hver og einn dagur er gjöf sem gefur okkur tękifęri į žvķ aš stķga upp frį žvķ sem heldur okkur frį žvķ besta ķ lķfinu. Į hverjum einasta morgni höfum viš val um žaš aš dvelja ķ eymd og volęši eša aš stķga ķ fęturna og leggja af staš ķ įtt aš draumunum okkar.
Įkvöršunin er alltaf okkar og enginn getur breytt žvķ hvorki ašstęšur né tįlsżnd lķfsins.
Viš höfum val, en ekkert alltaf svo aušvelt val, og hver og einn einasti mašur sem hefur fariš braut drauma sinna getur lķklega vitnaš um barįttu, blóš, svita og tįr į žeirri göngu. "Vonleysi", "kjarkleysi", "ég er ekki nógu góšur" tilfinninguna, "skömmina" vegna einhvers, sama hvers, öll "nei-in", "śrtölurnar", jafnvel andlegt og veraldlegt gjaldžrot.
En žeir sem sigra og nį aš sigra eru žeir sem hafa žolaš žessa vosbśš alla, žeir hafa žroskast į leišinni aš settu marki, fariš ķ gegnum tilfinningrśssķbana, blankheit, gagnrżni og jafnvel vonsku frį mešbręšrum sķnum en ekki gefist upp.
En žaš sem žeir hafa aš öllum lķkindum lęrt į leišinni er aš, lķfiš er eins og nokkurskonar hjartalķnurit. Žaš koma dagar žar sem allt viršist ganga upp (topparnir), en einnig dagar ķ lęgš. Verstir eru žó žeir dagar sem ekkert er aš gerast og ekkert hreinlega gengur upp, eins og flatt lķnurit og viš vitum öll hvaš žaš tįknar (Dauša eša stöšnun).
Toppdagarnir eru žó žeir sem gera žetta allt einhvers virši og gera žaš žess virši aš fara ķ gegnum žį vondu.
Žeir sem sękja drauma sķna og gefast ekki upp į mišjum vegi hafa lęrt aš žekkja sjįlfa sig į leišinni, bęši styrk sinn og veikleika. Žeir hafa breytt śreltum hugsunum og gildum, hafa lęrt aš sjį ašra sem jafningja sķna og losnušu lķklega viš hrokann og falska egó-iš aš stórum hluta. Vita lķklega hversu dżrmętir žeir eru og hversu dżrmętt žaš lķf er sem žeim er gefiš. Žeir hafa kennt okkur sem į eftir žeim komu svo margt og žar į mešal žaš aš alla drauma okkar getum viš lįtiš rętast ef viš höfum nęgan viljastyrk og leitum lausna ķ öllum ašstęšum sem uppį koma. Eins hafa žeir kennt okkur aš žakka fyrir lķfiš ķ öllum ašstęšum og aš gera sem mest śr žvķ alla daga.
En skošašu hjarta žitt og sjįšu hvort žér finnist žś eiga skiliš aš eiga fallegt og gott lķf, og ef žś finnur aš žar skorti į, breyttu žį žeirri hugsun.
Žś įtt bara žaš góša, fagra og fullkomna skiliš, hver svo sem žś hefur veriš ķ fortķšinni og hvaš svo sem žś hefur gert ķ lķfinu.. Stķgšu upp til nżrra tķma og lķfs. Dagurinn er žinn og lķfiš er svo sannarlega gjöf til žķn, njóttu žess!
Žar til nęst elskurnar
xoxo
Ykkar Linda
Um bloggiš
Linda Baldvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.