20.9.2016 | 00:06
Hugleišingar Lindu: Happily ever after
Ég rakst į gamlan pistil sem ég skrifaši og fannst alveg tilvališ aš birta hann hér en ķ smį breyttri śtgįfu. Held aš žaš sé gott aš svona pistlar birtist aftur og aftur žvķ aš žaš eru einfaldlega svo margir sem standa meš hjónaböndin sķn eša sambönd į einhverjum krossgötum og vita ķ raun ekki hvaša lausnir eru til aš bęta og laga žaš sem ekki er svo gott ķ sambandinu.
Ķ žessum pistli mķnum var ég semsagt aš velta žvķ fyrir mér hvaša leyniuppskrift žurfi til aš parasambönd nįi aš ganga vel įr eftir įr eša jafnvel įratug eftir įratug og ég held aš ég sé bśin aš fatta žaš
En hvaš er einhleyp 55 įra kona sem į tvenn sambönd aš baki aš fara aš segja hinum hvernig į aš lįta sambönd ganga vel
Réttmętt vantraust
En kannski get ég žaš einfaldlega vegna žess aš ég er bśin aš lęra af reynslunni og veit hvaš žaš er sem gerir sambönd vonlaus og žar af leišandi hlżtur žį andstęšan viš žaš sem gerir žau vonlaus aš vera leyniuppskriftin.
Til dęmis ef aš viš breytum frį,
Framhjįhaldi og lygum yfir ķ Trśnaš og sannleika
Žetta er grunnefniš sem viš žurfum aš hafa ķ miklu magni innķ sambandinu žvķ aš žaš er bara algjört möst ķ uppskriftinni aš happily ever after. Alveg bannaš aš dašra į netinu og skrį sig į Tinder. Ef žś treystir žér ekki til aš vera trś og finnst žś žurfa aš fara į bak viš maka žinn, žį eru stošir sambandsins brostnar og hvorugum ašilanum geršur greiši meš žvķ aš vera inni ķ slķkum samböndum Viš höfum ekki leyfi til aš taka einhver įr af lķfi annarrar manneskju og lįta hana lifa ķ blekkingu. Svo ef žetta er grunnurinn žį faršu bara śt śr sambandinu.
Vantrausti yfir ķ Traust
Ef vantraust er mikiš og afbrżšisemi įn įstęšu er mikil, žį er ekkert sem eyšileggur eins mikiš glešina sem ętti aš vera til stašar ķ sambandi karls og konu. Sum okkar koma brennd śr fyrri samböndum og jafnvel uppeldi, og treystum öšrum ekki svo vel fyrir okkur. En treystum bara žar til annaš kemur ķ ljós og leyfum ekki okkar öryggisleysi aš rśsta annars góšu sambandi. Svo pössum okkur į vantraustinu. Žaš žarf mikiš af trausti til aš halda uppskriftinni okkar ķ lagi.
Óvinįttu yfir ķ Vinįttu
Žrišja grunnefniš sem viš ęttum aš hafa ķ miklu magni er vinįttan. Ef strķšsįstand er višvarandi og rifrildi og pirringur hluti af daglegu samskiptamynstri, žį er hętt viš aš hamingjustušull sambandsins verši fljótur aš falla og allt žaš sem bśiš var aš byggja upp ķ sambandinu verši aš engu. Ķ góšu sambandi er maki žinn besti vinur žinn.
Žögn yfir ķ Samskipti
Žegar žögn er beitt sem stjórntęki eša žar sem fólk tjįir sig ekki um žaš sem aš er ķ sambandinu veršur til heill heimur ķ hugum makanna. Heimur sem er bśinn til śtfrį tślkunum heilans į svipbrigšum, tóntegundum og žvķ sem žeir halda aš hinn ašilinn vilji eša sé aš meina, sem žó er ótrślega oft ekki žaš sem hann vildi eša meinti. En bestu vinir tjį sig og geta talaš um allt sama hvort žaš er žęgilegt, sęrandi eša glešilegt. Samskiptin eru alltaf best žegar allt er uppi į boršum og allir vita hvaš eša hvort žeir hafa sagt eša gert eitthvaš sem sęrir eša glešur. Svo notum tjįningu og virka hlustun ķ uppskriftina okkar alla daga.
Stjórnsemi yfir ķ Frelsi
Stjórnsemi ķ samböndum er töluvert algeng og andlegt ofbeldi žvķ mišur oft beitt til eyšileggingar į sambandinu og ekki sķšur į persónuleika žess sem fyrir žvķ veršur, og ef žér sem žetta lest finnst žś sķfellt žurfa aš halda frišinn og finnst eins og žś sért aš ganga į eggjaskurn alla daga og reyna aš brjóta hana ekki, žį er lķklegt aš žś bśir viš andlega stjórnsemi og ofbeldi. En ķ samböndum žar sem hamingjan bżr er žessu ekki beitt. Žar fęr hvor ašilinn um sig aš vaxa og dafna ķ frjįlsu umhverfi žar sem żtt er undir hęfileika hans og hann metinn aš veršleikum alltaf, öllum stundum og andlegt ofbeldi eša annaš ofbeldi passar aldrei inn ķ hamingjuuppskriftina. Aldrei!
Nišurbroti yfir ķ Uppbyggingu
Ķ samböndum žar sem nišurbroti er beitt, upplifir makinn sig sem ómögulegan og varla fęran um neitt, žar er ekki mikiš um hrós og hvatningu, en śtįsetningar algengar og ekki tekiš eftir styrkleikum makans. En ķ samböndum žar sem uppbygging į sér staš, žar eru hrós og višurkenningar hluti af daglegu lķfi makanna og hvatt til uppbyggingar į žvķ sem makinn hefur įhuga į aš upplifa og prófa. Žar er stušningur vķs ķ öllum ašstęšum lķfsins ķ sorg og ķ gleši og makinn alltaf samžykktur skilyršislaust. Gott hrįefni ķ allar samskiptauppskriftir.
Togstreitu yfir ķ Samvinnu
Žar sem sem sķfelld togstreita er um hlutina og ósamkomulag um flest žaš sem lżtur aš starfshęfni heimilisins og sambandsins, žar getur hamingjan ekki žrifist svo einfalt er žaš. Hverjum lķšur vel ķ žannig umhverfi? En hinsvegar lķšur öllum vel žar sem samvinnan blómstrar og bįšir ašilar įkveša ķ sameiningu žaš sem fram fer ķ sambandinu, glešin viš sköpunina į sameiginlegu lķfi veršur bįšum ašilum til gleši og hamingju og styrkir stošir sambandsins. Gott krydd ķ uppskriftina okkar.
Óreglu yfir ķ Reglu og įbyrgš
Žar sem óreglan ręšur rķkjum er sambandinu hętt viš skemmdum og dauša, žar veršur til sorg, ofbeldi, mešvirkni, nišurbrot og öll hamingjan fżkur śt um gluggann eins og hendi sé veifaš. Žessi sambönd verša bįšum ašilum til sorgar og ég tala ekki um ef aš börn eru komin til sögunnar. žį veršur sorgin og skemmdin margföld. Enginn ętti aš bjóša sér uppį aš vera ķ samböndum af žessu tagi, og ég hvet žį sem ķ slķkum samböndum eru til aš leita sér tafarlaust hjįlpar. Alanon og SĮĮ bjóša uppį ašstoš til žess og hafa hjįlpaš mörgum į žessum eyšandi vegi. Stķgamót og Kvennaathvarf hjįlpa einnig žar sem brotiš er į börnum og konum meš misnotkun og ofbeldi. Ekki bķša meš aš leita žér hjįlpar ef stašan žķn er žessi. Žetta er daušadómur hamingjunnar og į hvergi heima ķ uppskriftinni aš happily ever after. En reglusemi og įbyrgš ķ samböndum er žaš sem lķmir sambandiš saman og gefur žvķ heildaryfirbragš öryggisins sem viš leitum öll aš, og setur svona punktinn yfir I-iš Naušsynlegt hrįefni sem lyftir sambandinu į ęšra plan
En til aš fullkomna góšu uppskriftina aš happily ever after žį žurfum viš eftirtalin krydd til aš fullkomna bragšiš og įferšina: Töluvert dass af įstrķšum og uppįtękjasömu kynlķfi og óvęntum rómantķskum stundum, strokur, nįnd og gjafir. Falleg orš og umhyggja eru sķšan kryddin sem gera sambandiš aš žvķ hamingjurķka įstandi sem gefur lķfi okkar tilgang og lit.
Mętti žitt samband sem žetta lest svo sannarlega flokkast undir Happily ever after samband en ef eitthvaš er ekki eins og žaš ętti aš vera žį er žetta įgętis gįtlisti sem žś getur fariš yfir og kannski fundiš eins og žrjįr leišir til aš bęta uppskriftina aš žķnu sambandi. Ég er a.m.k.stašrįšin ķ žvķ aš mitt nęsta samband skal innihalda žessa góšu uppskrift sem ég bjó til hér aš framan, og śr henni mun ég baka hamingjuhnallžóruna mķna og glassśrskreyta hana meš žakklęti fyrir aš eiga slķkt samband.
Žar til nęst elskurnar,
Ykkar Linda
Um bloggiš
Linda Baldvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.