9.10.2017 | 13:27
Oršum fylgir įbyrgš
Ekkert okkar vill lįta tala illa um sig, ljśga upp į sig eša hlusta į fśkyrši sögš um sig hvort sem er ķ litlum eša stórum hópum, hvaš žį ķ fjölmišlum ekki satt?
Ég var stödd į rįšstefnu um daginn žar sem fjallaš var um įbyrgš fjölmišla og fleira gott og žar heyrši ég m.a.setningu sem mér fannst alveg stórmerkileg. Žessi setning fékk mig til aš hugsa um hversu mikla įbyrgš viš höfum ķ samskiptum okkar viš hvert annaš og ekki sķst į samskiptamišlum.
Setningin sem mér fannst svona stórmerkileg og fékk mig til aš rita žennan pistil er tekin śr bók eftir jon Ronson og er svona
" snjókorniš finnur ekki fyrir įbyrgš į snjóflóšinu"
Mjög merkileg setning aš mķnu mati og segir svo margt um žaš hversu grunlaus viš erum um skašsemi orša okkar og kjaftagangs um nįunga okkar.
Hugsum viš nokkuš almennt śt ķ žetta žegar viš tölum um persónur į netinu eša annarstašar? Eša hugsum viš śt ķ sįlarlķf žeirra sem fyrir oršum okkar verša, eša sęrindin sem žeir sjįlfir, ašstandendur žeirra og vinir verša fyrir?
Ég held ekki. Eins og umręšan į netinu er žvķ mišur oft ķ dag get ég bara ekki įlyktaš žaš vegna žess aš ég veit aš viš flest viljum vera öllum góš.
Ķ kommentakerfum og vķša eru menn oft hreinlega teknir af lķfi meš ljótum nišurlęgjandi oršum og ķ raun hżddir opinberlega įn žess aš geta boriš hönd fyrir höfuš sér ef almśginn eša fjölmišlar hafa įkvešiš annaš. Og allt of oft er žaš žannig aš žeir fį ekki aš verja sig fyrir lygunum og dónaskapnum sem žarna višgengst, skelfilega ljótt hvernig viš mennirnir missum okkur oft į tķšum aš mķnu mati.
Finnst mér žetta sżna oft skort į dómgreind okkar, fallegu hjartalagi og yfirvegašum hugsanahętti og žvķ mišur erum viš svo allt of mörg sek um žetta.
Hér įšur fyrr tķškušust opinberar hżšingar sem voru lagšar af vegna žess aš žęr voru taldar afar skašlegar sįlarlķfi žess sem undir slķka refsingu gekkst, og ég svo sannarlega trśi žvķ aš žeir sem žurfa aš lesa nišrandi hatursfull ummęli og eša lygar um sig į samfélagsmišlunum įn žess aš hafa til glępsamlegra saka unniš, gangi um meš vantraust gagnvart mannkyninu og sįr sem aldrei gróa almennilega. Žeir sem standa nęrri žessum ašilum eiga einnig oft erfitt meš kvķša og ašra kvilla vegna žessa, en žaš hugsum viš sjaldan śt ķ į okkar litla landi žar sem allir žekkja alla.
Ein skašleg rödd sem fęr trśnaš almennings getur valdiš snjóflóši sem erfitt er aš moka sig uppśr, svo höfum žaš ķ huga įšur en viš skrifum ķ kommentakerfi blašanna, eša nęst žegar viš ętlum aš tala illa um nįunga okkar eša ętla honum eitthvaš sem engin sönnun er fyrir.
Ég hef sjįlf oršiš fyrir žvķ aš fį ummęli um mig sem hafa bęši sęrt mig, valdiš mér reiši og öšrum tilfinningum sem mér finnst ekki gott aš hafa og get žvķ gert mér grein fyrir žvi hversu erfitt er aš takast į viš žessi mįlefni. Sem betur fer er žaš žó žannig aš ég hef frekar žykkan skrįp og lęt žetta ekki mikiš į mig fį oftast nęr, en žaš er ég.
Ašrir verša kannski fyrir mun meiri skakkaföllum en ég žekki og ganga ķ gegnum hreina aftöku į mannorši og persónu sinni opinberlega įn žess aš hafa unniš til žess meš nokkrum hętti og margir žeirra fį aldrei uppreisn ęru sinnar.
Margir žeirra sem fyrir slķku verša draga sig algjörlega ķ hlé frį félagslķfi og einangrast frį öšru fólki. Depurš, kvķši, vantraust og jafnvel žunglyndi sękja į žį įsamt margri annarri andlegri og félagslegri vanlķšan, og žeir verša einnig oft fyrir vinamissi, skilnušum, glötušum atvinnutękifęrum og fjįrhagslegu öryggi svo fįtt eitt sé nefnt.
Gętum okkar į oršum okkar elskurnar (ég veit aš viš getum flest gert betur žarna) žvķ aš lķf og dauši er į tungunnar og takkaboršsins valdi, og flest erum viš sek um aš hafa ekki vandaš okkur nęgjanlega žegar aš žessum mįlum kemur.
En viš getum alltaf gert betur, og ķ dag er nżr dagur sem vert er aš helga žvķ aš finna žaš góša sem hęgt er aš segja um og viš fólk, hvort sem er ķ einkalķfinu eša į opinberum vettvangi og okkur lķšur bara svo miklu betur žegar viš dveljum į žeim staš ķ oršręšunni okkar.
Höldum ķ sjįlfsviršingu okkar, fallegu framkomuna og fordómaleysi okkar - ekki sķst nśna žegar kosningar eru framundan og skošanaskiptin hękka blóšžrżsting okkar upp śr öllu valdi.
x- žiš
Ykkar
Linda
Um bloggiš
Linda Baldvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.