21.1.2020 | 22:48
Og verðlaunin hljóta...
Að undanförnu hef ég séð allskonar myndbönd frá verðlaunaafhendingum í hinum ýmsu flokkum og allt gott um það að segja, en hér í þessum litla pistli langar mig að nefna þá sem standa fremstir á mínum verðlaunapalli þegar ég lít yfir svið lífsins.
Flokkarnir eru eftirfarandi og eru veitt verðlaun fyrir eftirtalin atriði;
- Að fara framúr rúminu á hverjum degi og halda lífinu áfram eftir missi ástvinar.
- Að taka hverjum degi eins og hann kemur fyrir þrátt fyrir erfið veikindi, jafnvel erfiðar aðgerðir og lyfjagjafir tengdar þeim.
- Að halda áfram með lífið eftir skilnað - það á einnig við um börnin sem þannig missa öryggi sitt og lífið eins og þau þekkja það.
- Að horfast í augu við atvinnumissi og eignamissi en gefast þó ekki upp.
- Að sinna þeim sem veikir eru andlega og eða líkamlega (starfsfólk heilbrigðiskerfisins fær extra verðlaun fyrir alúð sína og þrautseigju þrátt fyrir léleg laun og aðstöðu).
- Að sinna börnum landsins og kenna þeim á lífið.(foreldrar, ömmur og afar, kennarar á öllum stigum og þorpið allt)
- Að mæta í skólann eða vinnuna þrátt fyrir ofbeldi sem felst í athugasemdum um útlit, persónu eða getu(Einelti).
- Að þola einmannaleika og félagslega einangrun sem okkar nútímasamfélag býður stundum uppá.
- Að taka líf sitt í gegn á hinum ýmsu sviðum og umbreyta því til hins betra.
- Að bíta á jaxlinn og biðja um hjálp eða aðstoð þegar þess er þörf.
- Að standa með sér og leyfa ekki annað en góða framkomu gagnvart sér.
- Að halda áfram af þrautseigju að koma þekkingu og færni á framfæri þrátt fyrir mörg nei á leiðinni.
- Að sinna og halda saman stórfjölskyldunni.
- Að létta þeim lífið sem erfitt eiga með því að útvega það sem vantar.
- Að láta sér annt um jörðina og samfélag okkar allra og sitja ekki aðgerðalaus hjá.
- Að fara gegn fjöldanum eða pöpulismanum og segja það sem segja þarf til að samfélag okkar verði betra.
- Að vera óöruggur og veikur aldraður einbúi sem fær ekki inni á stofnun þrátt fyrir eindreginn vilja þar að lútandi en gera þó sitt besta til að lifa af og bjarga sér.
- Að samþykkja einstaklinga þó að þeir eigi sér ólíkan menningargrunn,lífssýn og sögu, og fyrir að mæta þeim á jöfnum grunni.
- Að leggja líf sitt og limi í hættu til að bjarga öðrum.
- Að takast á við ellikerlingu og dauðann af æðruleysi.
- Að vera góð manneskja og sýna vinsemd og virðingu.
- Að....
Þetta eru þeir einstaklingar sem á mínum verðlaunapalli standa og fá virtual Linduverðlaunin í ár og öll hin árin einnig.
Öllum öðrum hvunndagshetjum þessa lands (ég er nefnilega örugglega að gleyma einhverjum) óska ég einnig innilega til hamingju, þið eruð allan tímann tilnefndir sigurvegarar og standið í fremstu röð manna í mínum huga.
Takk fyrir ómetanlegt framlag ykkar og kennslu.
xoxo
Ykkar Linda
Linda Baldvinsdóttir
Markþjálfi, Samskiptaráðgjafi, TRM áfallafræði
linda@manngildi.is
Um bloggið
Linda Baldvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Linda, þetta er rétt hjá þér.
Haukur Árnason, 21.1.2020 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.