Veistu hver þú ert?

"Maður þekktu sjálfan þig" er setning sem finna má í musterinu í Delfi og líklega flestir hafa heyrt, en hvað þýðir sú setning í raun? 

Fyrir það fyrst þá held ég að við séum svo tengd raunheimi okkar að við þekkjum líklega eingöngu lítillega þann heim sem innra með okkur býr og gerum okkur kannski allt of litla grein fyrir því hver við raunverulega erum.

Samt erum við höfundar að okkar eigin lífs sögu og erum afar einstök því að það er bara til eitt eintak af hverju og einu okkar, og það er svo sannarlega þess virði að kanna hver við raunverulega erum. 

Erum við að gera okkur grein fyrir sérstöðunni sem við höfum og þeim mætti sem fylgir því?

Nei því miður þá fer stór partur lífs okkar í að elta hvernig aðrir eru og hvað öðrum finnst og við sleppum því að skoða hvað það er sem við sjálf raunverulega viljum fyrir okkar líf.

Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að heyra setninguna "ég veit ekki hvað þessum eða hinum fyndist um þetta eða hvað þessi eða hinn segði" frá þeim sem til mín koma og vilja breyta lífi sínu. Sorgleg staðreynd því að ef við hugsum um hvernig hinar einingarnar vilja hafa hlutina förum við alltaf lengra og lengra frá sjálfum okkur og verðum að strengjabrúðum stefnu og strauma sem aðrir velja fyrir okkur.

Samkvæmt skilgreiningunni á orðinu sjálfsþekking er hún sú að vita styrkleika sína, þekkja gildin sín, tilfinningar og hvað drífur okkur áfram ásamt því að vita hvernig persóna við erum sem leiðir okkur til skilnings og að skilgreiningu okkar á persónunni "ég".

En hvað getum við gert til að færast nær okkur sjálfum og verða að okkar eigin súperhetjum sem semja sína eigin sögu?

1. Taktu gott styrkleikapróf eins og frá Authentic Happiness, það segir þér margt um þig.

2. Það eru mörg góð persónuleikapróf á netinu og ég bendi t.d á Meyers Bryggs 16 persónuleikana.

3. Skoðaðu gildin þín og hvort að þú sért að lifa samkvæmt þínum 5 efstu gildum, og ef ekki skoðaðu þá hvernig þú getur betur lifað samkvæmt þeim. 

4. Veistu nákvæmlega hvernig þér líður eða líður þér bara vel eða illa? Að geta gefið tilfinningum sínum rétt nafn getur breytt heilmiklu um þekkingu þína á tilfinningaflóru þinni.

5. Hvað drífur þig áfram í lífinu og hvað finnst þér hvetjandi að gera? Hvað ert þú t.d að gera þegar þú gleymir stund og stað? Elskar þú áskoranir og markmið?

6. Hvernig persóna ert þú? Ertu dul eða opin? Einfari eða félagsvera? Góður vinur, starfskraftur og foreldri? Skiptir nánd þig máli og hvernig skoðanir hefur þú? Allt þetta mótar þig og gerir þig að þinni eigin súperhetju það er ef þú sækir aðeins það sem þú vilt og lokar augum og eyrum fyrir því sem heimurinn vill að þú sért.

7. Fáðu nú 5 vini þína til að skrifa þér nokkur orð um það hvernig þeir sjá þig því að það getur bæði glatt þig og eflt til dáða og opnað augu þín fyrir því sem þú sýnir heiminum af þér eins og þú raunverulega ert.

8. Hugleiddu og hlustaðu á þína innri rödd og iðkaðu þitt andlega líf.

Innihald súperhetjunnar er alltaf að sækja fram gegn öllum mannlegum lögmálum og viðteknum venjum samfélagsins og hún kærir sig kollótta um það hvað aðrir segja um hana.

Og ekki má gleyma að allar súperhetjur kvikmyndanna starfa alltaf út frá æðsta gildi mannsins eða hjálpsemi og kærleika.

Súperhetjan þekkir hvaða eiginleikum hún býr yfir og hvar mörk hennar liggja, og hún er upplýst um tilgang sinn og virði.

Svo ég hvet þig kæri lesandi til að fara í fjársjóðsleit og læra að þekkja þig betur og betur þar til þú ert orðinn upplýstur um hversu stórkostlega margbrotinn einstaklingur þú ert og sæktu svo það líf sem hentar þér og aðeins þér - óháð áliti annarra.

Þar til næst,

xoxo Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Markþjálfi(Lifecoach)/Samskiptaráðgjafi

linda@manngildi.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband