Elskar hann þig?

Ég ákvað að skrifa soldið sumarlegan pistil í anda rauðu ástarsagnanna eða svona elskar hann mig eða elskar hann mig ekki pælingar, þó með pínulitlum undirtóni alvörunnar. 

Það eru nokkur atriði sem flestir virðast vera sammála um að séu til staðar þegar karlmaður er fallinn fyrir þér, og já það er munur á kynjunum þegar að þessu kemur þó að við eigum stundum erfitt með að viðurkenna það.

 

Í fyrsta lagi þá hlustar hann virkilega á þig og heyrir það er sem þú ert að segja (Við konur erum miklu betri í því svona venjulega). Eins og við vitum flest þá er það þannig að við flest hlustum til þess eins að bregðast við og svara til baka, en þannig er það ekki þegar maðurinn er ástfanginn af þér - þá bara hlustar hann til að heyra betur hver þú ert, hverju þú stendur fyrir og hvernig þér líður.

 

Í öðru lagi þá er honum svo sannarlega sama hvernig þú lítur út (þó að hann tárist þegar þú ert komin í litla svarta kjólinn með rauða varalitinn), í hans augum ertu bara falleg hvort sem það er snemma morguns og þú með úfið hárið eða þegar þú ert tilhöfð. Hann bara elskar þig eins og þú ert!

 

Í þriðja lagi þá hleypir hann þér að sér tilfinningalega og opnar á ýmislegt sem hann gerir ekki gagnvart öðrum og gerir þig þannig að trúnaðarvini sínum. Þannig gefur hann þér færi á því að geta sært hann (sem þú auðvitað gerir ekki) og ég get sagt þér það að menn eiga ekkert allt of auðvelt með að opna inn að hjartarótum og berskjalda tilfinningar sínar þannig að þú getur verið viss um að honum er alvara með þig þegar hann gerir slíkt.

 

Í fjórða lagi þá er ekkert sem veitir honum meiri ánægju en að sjá þig hamingjusama og hann teygir sig langt í fórnarhlutverkinu til að svo megi verða. Fátt sem gleður hann meira en brosið þitt og hamingjusvipur á andliti þínu. Það verður einhverskonar skylda hans að sjá til þess að þú hafir það í lífinu sem veitir þér ánægju og ef hann veit að þér þykir eitthvað skemmtilegt eða fallegt þá leggur hann sig í líma við að skaffa þér það ef það er á hans færi að geta það. Og fátt gerir manninn óhamingjusamari en það að finna sig vanmáttugan á þessu sviði.

 

Í fimmta lagi þá hefur hann áhuga á því að kynnast þeim sem þér þykir vænt um og tekur þá inn í sinn kærleikshring einungis til að þér geti liðið betur og finnir þig örugga. Þannig að Nonni mágur verður allt í einu besti vinur hans og mamma þín bakar bestu kleinur í heimi og auðvitað heimsækir hann ættingja þína í tíma og ótíma til að gera þig ánægða.

 

Í sjötta lagi þá er það alveg á hreinu að hann mun berjast fyrir því að halda þér og mun ekki láta þig sleppa frá sér án baráttu. Hann getur ekki hugsað sér lífið án þín og því mun hann gera allt sem í hans valdi stendur til að lagfæra það sem þarf að lagfæra svo að hann geti haldið þér og í raun gerir hvað sem er til þess að missa þig ekki. (Stundum verður þetta að þráhyggju og hann situr um þig og fylgist með þér sem er lítið rómantískt og frekar óhugnanlegt)

 

Í sjöunda lagi þá vill hann veita þér öryggi, það eru flestir karlmenn þannig að þeir vilja að konan sín og fjölskylda búi við öryggi og ekki þykir honum verra að þú finnir öryggi í faðmi hans (Stór og sterkur). Þó að konur í dag séu flestar færar um að skaffa sér sitt eigið öryggi er það manninum samt mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að konan finni sig örugga og fyrir honum er það ein af ástartjáningum hans.

 

Í áttunda lagi þá finnst honum þú æðisleg og finnst allt sem þú gerir svo frábært. Hann montar sig af þér hvar sem er og vill helst sýna öllum heiminum hversu mikils virði þú ert honum og hversu æðisleg þú ert. Stundum getur það þó gengið út í öfgar og þú ert sett á stall sem þú getur svo auðveldlega dottið ofan af, en njóttu þess bara samt á meðan það varir.(Algjör óþarfi að njóta ekki sólarstundanna þegar þær gefast)

 

Í níunda lagi þá vill hann vita veg þinn sem mestan og vill lyfta þér upp og sjá til þess að draumar þínir rætist. Hann mun hvetja þig til að teygja þig umfram þá getu sem þú telur þig hafa og hvetja þig alla leið. Hann mun aðstoða þig með öllum tiltækum ráðum sem hann veit um eða finnur og trúðu mér hann mun leita! Hann mun einnig nýta tengslanet sitt fyrir þig þó að hann eigi erfitt með að gera það fyrir sjálfan sig. 

 

Og í tíunda lagi þá er bara gott að elska eins og Bubbi söng svo fallega um hér um árið og það er svo fallegt að njóta ástar annars aðila. Ég vona svo sannarlega að við öll fáum að finna hversu gott það er á einum eða öðrum tímapunkti ævinnar, og ef þú ert svo heppin að eiga kærasta/mann sem þessi atriði passa við þá hvet ég þig til að halda því eintaki þétt að þér. Því að trúðu mér þú rekst ekki á ást af þessum toga á hverjum áratugi eða öld ef því er að skipta.

Eins og alltaf er ég einungis einni tímapöntun í burtu frá þér ef þú þarft á mér að halda.

 

Xoxo

Ykkar Linda

 

Linda Baldvinsdóttir

Lifeccoach, samskiptaráðgjafi , TRM áfallafræði 1 og 2

linda@manngildi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband