Tími regnkápu,bikínis, grills og gleði

Enn eitt sumarið og þessi stelpa er afar þakklát fyrir að fá að lifa sumar númer 62. Nú vonast hún til að eiga ljúft sumar þar sem hún fær að ferðast, grilla, liggja í sólinni, taka göngutúr í fjörunni og fleira skemmtilegt. 

Lífið er bara eins og það er og að sitja heima súr og bitur yfir því að það sé kalt og rigningarsamt gerir ekkert annað en að gera mann brjálaðan og það eyðileggur möguleikana á því að gera það besta úr því sem þó er til staðar í lífinu.

Lífið er stutt, allt of stutt- og því ættum við að njóta þess og gera bara það skemmtilegasta úr þessu litla leikriti sem við erum að skrifa hér á jörðu hvernig sem viðrar.

Mér finnst ég alltaf koma að þeirri staðreynd að þakklætið og það að sleppa tökunum er það eina sem í boði er ef við ætlum að mynda grunn fyrir eitthvað gott í lífinu, og eins ef við ætlum að njóta lífsins þrátt fyrir að ekki sé allt svo smart í umhverfi okkar.

Þannig að hér ætla ég að koma með mína uppskrift að góðu og geggjuðu sumri sem hægt er að njóta hvernig sem viðrar úti eða innra með okkur.

1. Aðalatriðið er að vakna að morgni og byrja á að þakka fyrir daginn og lífið.

Og strax á eftir því í er að mínu mati það að rækta vinina og fjölskylduna og skapa hittinga hvort sem það er í heimahúsi, úti að borða, fara í göngutúra, ferðalög eða fá sér kaffibolla á kaffihúsi. Svo má spila, fara í heitan pott eða sund. Að auki búum við svo dásamlega í dag að við getum tekið upp símann okkar og farið á facetime við vini og ættingja hvar sem er í heiminum og ættum að nýta þann möguleika þegar leiðinn og einmannakenndin kallar á okkur.

2. Finnum okkur áhugamál sem krefst tíma okkar en gefa okkur á sama tíma  góðan félagsskap og útiveru. Þar eru líklega gönguklúbbar, golfið og sundlaugarnar möguleikar svo eitthvað sé nefnt.

3. Tökum þátt í bæjarhátíðum og tónleikahaldi og förum á kaffisöluna hjá kvenfélögum og slysavarnarfélögum þar sem við getum hitt fólk og styrkt gott málefni í leiðinni. Horfum á fallegu flugeldasýningarnar og dönsum á öllum þeim útitónleikum sem líklega verður nóg af í sumar.

4. Á góðviðrisdögum er fátt betra en að liggja í sólbaði og hlusta á góða tónlist og fá sér jafnvel eitt eða tvö glös af búbblum til að gera þessa stund öðruvísi og hátíðlegri, og ekki er verra að hafa vinkonurnar með sér og hlæja svolítið.

5. Ef þú ert án viðhengis er upplagt að nota sumarið til að dansa þar sem þú kemur því við, daðra svolítið á Tinder eða annarstaðar (aldrei að vita nema það skili þér árangri fyrir veturinn). Þú gætir hækkað gleðitíðnina svolítið með þessu móti. Sumarið og hátíðir eru líklega erfiðasti tíminn fyrir marga einhleypa því að það er enginn til að ferðast með eða grilla með á góðum kvöldum ásamt mörgu öðru sem tilheyrir sumrinu þannig að aukabúst af gleðihittingum og daðri er meira en leyfilegt á þessum árstíma!

6. Settu þér amk eitt stórt markmið fyrir hvert sumar, hvort sem það er einhver nýr staður sem þig langar að til að heimsækja á landinu okkar ylhýra eða kannski tryllt ævintýraferð erlendis.

Teygjustökk, fallhlífastökk eða annað sem tekur þig út úr rammanum þínum og krefst þess að þú stígir út úr óttanum er einnig soldið töff (eitthvað sem enginn fengi mig útí reyndar).

7. Svo skaltu bara ákveða að þetta sumar verði það besta af þeim öllum hvernig svo sem aðstæður þínar líta út núna. Klæddu þig í strandfötin eða regnkápuna og settu upp bjartasta brosið þitt og gakktu út í sólina/rigninguna með bjartsýnina og þakklætið að vopni og þakkaðu fyrir að fá að lifa enn eitt sumarið.

Og vittu til - þetta verður besta sumarið hingað til!

Njótið sólar elskurnar cool

Þar til næst

xoxo

Ykkar Linda

P.S hér er eitt gott inn í sumarið: Í larí lei


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband