2.5.2018 | 12:53
Įtt žś skiliš aš eiga gott lķf?
Žaš er ķ raun ómögulegt fyrir manneskjuna aš finna sjįlfa sig į žessum tķmum įrangurs, gerviśtlits, raunveruleikažįtta og fyrirmynda sem snśast helst og nįnast eingöngu um hvernig mį nį veraldlegum įrangri og betra śtliti aš mķnu mati.
Sem aldrei fyrr eru unglingar matašir alla daga į žvķ hvernig žeir "eigi aš vera" ķ staš žess aš vera matašir į eigin styrkleikum og veršleikum og svo skiljum viš ekkert ķ žvķ hvers vegna börnin okkar eru kvķšin og óhamingjusöm sem aldrei fyrr žó aš ekkert skorti.
Fręšsluna um lķfiš og gjafir žess skortir aš mķnu mati og viska žeirra sem eldri eru og lķfsreyndari kemst allt of sjaldan til skila til žeirra sem į žurfa aš halda vegna žess aš samverustundir fjölskyldunnar verša alltaf fęrri og fęrri og gęši žeirra fara žvķ mišur einnig oft minnkandi žvķ aš dagskrįin er svo žétt.
Aš hlusta į visku fyrri tķma er ekki ķ tķsku į žessari tölvuöld og žaš hryggir mig aš viš skulum vera tilbśin til žess aš lįta heiminn fara svona meš okkur.
Ég sjįlf žarf aš skoša mig ķ žessu samhengi og gera betur, en ég er žó mešvitašri um mig og hvaš žaš er sem gefur raunverulega hamingju ķ dag en ég var hér įšur fyrr.
Viš žekkjum örugglega flest einhvern sem hefur lent ķ "burnout" įstandi sem žvķ mišur er allt of algengt ķ dag og skrifast nįnast eingöngu į žaš aš ekki er hęgt aš sinna öllum kröfum nśtķmans og okkar sjįlfra svo aš vel sé.
Ég žekki a.m.k. vel til žessa mįlaflokks og veit hversu mikilvęgt žaš er aš finna jafnvęgi inn ķ žessar ašstęšur svo aš hęgt sé aš njóta lķfsins meš ró ķ hjarta. Jafnvęgi žarf aš myndast į milli starfa, fręšslu og hvķldar, aš sinna sjįlfum sér og sinna öšrum meš ró en ekki ķ ójafnvęgi.
Margir leita ķ hugleišslu, nśvitund og ašra žętti sem eiga aš nśllstilla lķfiš, en finna žó ekki friš og hugarró. Hversvegna ętli svo sé?
Aš mķnu mati (sem žarf žó ekki aš endurspegla skošun fjöldans) er žaš vegna žess aš viš erum ķ sķfelldu kapphlaupi viš aš uppfylla standarda heimsins og žeir eru einfaldlega aš bera okkur ofurliši!
Einfalt...
Og ef viš leyfum okkur aš skoša žetta hlutlaust žį hljótum viš aš sjį aš viš sjįlf og börnin okkar eru įn ešlilegs frķtķma og gęšastunda.
Börnin okkar eru ķ flestum tilfellum komin ķ hendurnar į ókunnu fólki į fyrsta aldursįrinu og žar byrjar žaš sem ég kżs aš kalla žręlahaldiš. Full vinna frį heimilinu og aš vinnudegi loknum (sama hvort aš viš erum aš tala um dagmömmur, leikskóla, skóla) taka viš ķžróttir eša ašrar tómstundir žvķ aš allir žurfa aš skara framśr į einhverjum svišum. Og aš loknum vinnudegi hjį foreldrunum tekur viš bśšarferš, matartiltekt, žrif, heimalęrdómur barnanna og uppeldiš sjįlft, og ķ sumum tilfellum bķšur bara meiri vinna eftir žeim sem ekki var hęgt aš klįra deginum til.
Hvenęr var žaš sem viš hęttum aš meta hlutverkiš foreldri? Hvers vegna ķ ósköpunum finnst okkur žaš minna virši en önnur störf žjóšfélagsins? Hvenęr ętlum viš aš sjį aš komandi kynslóš og kennslan til hennar er žaš sem ętti aš leggja alla įherslu į? Hvenęr ętlum viš aš fara aš launa foreldrum fyrir žetta starf og hvetja žį til žess aš sinna žvķ į fullum launum og bónusum?
Ég veit aš sumum finnst ég hörš og óvęgin žarna og žaš mį vel vera aš svo sé, en ég sé hversu mikil vöntun er į athygli, umönnun og gęšastundum hjį börnunum okkar ķ dag og ég held aš viš hreinlega veršum aš fara aš snśa žessari öfugžróun viš og leita aš gömlu góšu götunum ķ žessu sambandi. Aš fara aš finna jafnvęgiš į milli vinnu, eignamyndunar og barnanna sem eru žegar allt kemur til alls einu raunverulegu fjįrsjóširnir okkar.
Hamingjuna er ekki aš finna ķ śtbólgnum bankabókum eša viršingaveršum starfstitlum, veršlaunagripum né öšru veraldardóti, žaš hljótum viš aš vera bśin aš uppgötva fyrir löngu sķšan. Og žó aš gaman sé žegar žetta allt er einnig til stašar eru veršmętin okkar falin ķ öšru og mikilvęgara.
Aš vernda hjarta okkar lķkama og sįl og aš gefa okkur rżmi fyrir žį hluta tilverunnar sem skapar okkur vellķšan og jafnvel žekkingu į okkur sjįlfum og žvķ hver viš raunverulega erum, persónuleika okkar, gildum og žvķ hvernig viš lifum samkvęmt okkar gildum er žaš sem ég tel aš heimurinn žarfnist nś meir en nokkru sinni fyrr.
Tökum žetta ķ gegn hjį okkur og hęttum aš lifa samkvęmt stöšlum raunveruleikažįtta nśtķmans, verum VIŠ eins og viš erum og stoppum žessa vitleysu. Hęttum aš gera gęšastundirnar sem viš žó gefum okkur įrangurstengdar meš žvķ aš ganga 10 žśsund skref ķ göngutśrnum, eša aš keppast viš kķlómetratalninguna og kalorķumęlinguna į hlaupabrettinu ķ ręktinni.
Njótum žess heldur aš fara meš okkar nįnustu ķ göngur sem sżna okkur feguršina, viskuna og kraftinn sem ķ nįttśrunni bżr, og upplifum žau undur sem eru allt um kring ef viš bara gefum okkur tķma til aš lķta upp śr tķmaskipulaginu okkar.
Förum kannski ašeins aftur į bak og finnum okkur sjónvarpslaus kvöld, kertaljós, spil og spjall, gönguferšir žar sem samvista viš nįttśruna er notiš, sękjum okkur kraft ķ hana og žökkum fyrir žaš aš fį aš vera hér og njóta - og drögum svo bara andann ķ ró inn og śt.
Og ef žig vantar ašstoš viš aš fį jafnvęgi į žitt lķf er ég bara einni tķmapöntun ķ burtu :)
Žar til nęst elskurnar
xoxo
Ykkar Linda
Linda Baldvinsdóttir
Samskiptarįšgjafi/markžjįlfi
linda@manngildi.is
Um bloggiš
Linda Baldvinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.