Flott þessi stelpa hún Alda Karen

Nú er mikið fjaðrafok yfir ummælum Öldu Karenar sem óheppilega sagði sem svo að það að segja sjálfum sér að maður sé nóg sé vörn gegn sjálfsvígum. 

Raddirnar sem fóru af stað við ummæli hennar leiddu hana inn í Kastljós Ríkissjónvarpsins og þar byrjaði nú ballið fyrst.

Spyrillinn hafði ekki mikið fyrir því að fela aldursfordóma sína eða álit á "kultfræðunum" sem hann telur líklega að árangursfræðin séu, og greinilegt var að hann hafði ekki mikið álit á stelpunni sem sat þarna og sagði einungis að við þyrftum bara að kenna fólki að það væri nægjanlegt eins og það er. Talaði fjálglega um þá sem kæmu sem söfnuð og hana þá að öllum líkindum sem trúarleiðtoga, lítið smart að mínu mati og lísti bæði vanþekkingu og fordómum.

Sálfræðingurinn kom aðeins meðvirknilega inn að mínu mati þegar hún sagði að það gætu verið einhverjir sem væru svo illa farnir að þeir gætu farið neðar við það eitt að heyra þetta - finnst mér það svolítið svipað og það að einhver megi ekki gera eitthvað því það gæti orðið öðrum að falli (án þess að ég sé að gera lítið úr ummælunum sem fjaðrafokinu olli frekar en Alda sem baðst afsökunar á þeim)

Gott og blessað að skamma Öldu fyrir að einfalda hlutina um of í tilliti til þess að það eru svo margir sem eiga um sárt að binda vegna sjálfsvíga sem því miður eru allt of mörg hér á landi, og skiljanlegt að fræðingar ýmiskonar skuli vilja láta tala um þau mál með flóknari hætti og taka til þær rannsóknir, verkfæri og kunnáttu sem þeir búa yfir.

Nú en þá kemur minn skilningur á því sem hún Alda Karen var að segja ef ég hef skilið hana rétt, en það er að mörg andleg mein séu til komin vegna þess að hugsun okkar er skökk og hindrandi fyrir líf okkar og getur þannig leitt okkur á staði þar sem okkur líður hörmulega - Kannski svo hörmulega að eina leiðin sem hægt er að sjá fram á fyrir suma er að losa lífið við þá og að vera ekki lengur fyrir, og þá erum við svo sannarlega búin að segja okkur sjálfum að við séum ekki nóg og að lífstilgangur okkar sé þar með farinn. 

Ég geri mér fulla grein fyrir því að árangursfræðin hafa ekki öll svör við sjálfsvígum og í raun held ég að fáir ef nokkrir hafi öll svörin því miður. 

Það sem mér finnst hinsvegar aðdáunarvert er að ung stúlka nái til unga fólksins okkar með þeim hætti sem Alda Karen nær og við sem eldri erum og höfum siglt um mörg höf ættum að koma upp að hlið hennar og aðstoða hana með því að leggja okkar lóð á vogarskálina og nýta þannig þetta platform sem hún hefur skapað með karisma sínum til að ná til sem flestra sem þurfa á aðstoð að halda við að vinna sig frá andlegum meinum.

Ég vil hvetja okkur til að láta af þessu eilífa íslenska fyrirbrigði "öfundinni" sem mér finnst ég svolítið finna lyktina af yfir velgengni Öldu sem er að gera ótrúlega góða hluti og er að kynna til sögunnar nýjustu tækni og upplýsingar sem við höfum varðandi starfsemi heilans okkar og hvernig má nýta þær til að aðstoða samborgara okkar.

Hættum að reyna að finna á henni höggstað, leggjumst þess í stað á eitt með að vinna gegn vanlíðan og öðrum andlegum meinum og koma bara sem flest saman með alla okkar dásamlegu þekkingu hvaðan sem hún er sprottin og bara hjálpa þeim sem á þurfa að halda.

Hvernig væri það að fylla Hörpuna af sálfræðingum, geðlæknum, Markþjálfum, árangursfræðingum og fleirum sem lausnirnar hafa og virkilega láta til okkar taka í þessum efnum?

Ég veit ekki með þig - en ég er til hvenær sem er!

xoxo

Ykkar Linda  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að kenna fólki að sleikja peninga og hafa yfir einfeldningslegar möntrur er ágæt leið til að græða pening fyrir þá sem hafa góða söluhæfileika. En sjálfsvíg eru oft afleiðing geðrænna sjúkdóma og það er beinlínis hættulegt að flytja þeim sem eru í sjálfsvígshættu svona skilaboð. Mér finnst það líka ómerkilegt að láta að því liggja að sérfræðingar sem hafa gagnrýnt þessa þvælu geri það aðeins til að verja eigin atvinnumöguleika.

Þetta þrugl um að andleg mein séu bara eitthvað sem fólk geti læknað sig af sjálft eru engin vísindi eða, eins og þú orðar það, "nýjasta tækni og upplýsingar". Þetta er bara þvæla, en þvæla sem selur! Það er löngu vitað að geðsjúkdómar eiga sér uppruna í efnaskiptum í heila, til dæmis, og leiðin til að halda þeim niðri er lyfjagjöf, ekki snákaolía.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.1.2019 kl. 12:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hallellújasamkoma sérfræðinga í Hörpu eða Laugardagshöll er ekki vetvangur til að leysa neitt heilbrigðisvandamál, hvað þá koma í veg fyrir sjálfsvíg. Þannig gerast hlutirnir einfaldlega ekki.

Svona ábyrgðarlaust blekkingarspil í anda The Secret er ekkert annað en loddaraháttur sem snýst um að segja fólki það sem það vill heyra burt séð frá því hvort það á sér einhverja stoð í veruleikanum í þeim tilgangi einum að maka krókinn á auðtrú og einfeldni örvænts fólks.

Þessi unga ómenntaða stúlka sagði fullum fetum að hún hafi ákveðið að drifa sig til íslands til að stöðva sjálfsvígsfsraldurinn. Svona súperwoman með möntru sem leysti málið. Ef það vitnar ekki um skort á jarðtengingu og borderline deleríum, þá veit ég ekki hvað gerði það.

Sjálfsvíg eru algengust hjá ungum karlmönnum og mín skoðun er sú að það sé vegna þess að þeim er talið í trú um að það eitt að vera karlkyns geri þá að ofbeldisseggjum,illmennum, kvenhöturum, rasistum og annars flokks fólki með óverðskulduð forréttindi umfram aðra og eigi sér því varla tilverurétt. Þökk sé öfgafemínismanum m.a. 

Kvenlægir kynjafordómar og kynbundið apartheit feminnasistanna vegur þyngst í þessum vanda.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2019 kl. 23:57

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars verð ég að gratúlera með þessi skrif, því ég held ég hafi aldrei lesið jafn yfirborðslega og innihaldslausa froðu á ævinni og hef ég marga fjöruna sopið.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2019 kl. 00:03

4 Smámynd: Haukur Árnason

"Það er löngu vitað að geðsjúkdómar eiga sér uppruna í efnaskiptum í heila, til dæmis, og leiðin til að halda þeim niðri er lyfjagjöf, ekki snákaolía." Þarna kemur þú, Þorsteinn inná góðann punkt sem læknar og næringarfræðingar, mætii líka nefna sálfræðinga og geðlækna hafa ekkert skift séf. Til að efnaskifti heilans virki eðlilega þarf heilinn mikla fitu, bæði mettaða og ómettaða, sem mest af omega-3. Allar ráðleggingar um mataræði hefur markvisst verið að fá fólk til að nota jurtafeiti og olíum sem eru flestar með alltof hátt hlutfall af omega-6. Og omega-6 í of miklu magni veldur bólgum sem leiðir til margra sjúkdóma, bæði líkamlegra og andlegra

Sálfræðingurinn Dr. Georgia Ede segir að meðferð við kvíða og þunglyndi sé nánast gagnslaus nema að koma lagi á fitubúskap líkamans. Þessir hlutir eru ekki mikið ræddir. Þeir sálfræðingar sem ég hef sent fyrirspurnir um þetta atriði hafa ekki svarað.

Jón Steinar Þú leggur að jöfnu mentun og skólagöngu+gráður. Segir að hún sé ómenntuð ? Miðað við Kastljósþáttinn var hún best menntuð af þeim þrem. Þú kennir öfgafeninisma um sjáfsvíg úngra manna, sem aðalorsök. Það er kannski eitthvað til í því. en þetta eru margir samverkandi þættir

Mér finnst þetta gott framtak hjá henni, að hún skuli fylla Hörpuna segir mér að fræðingarnir eru að tapa stríðinu Lestu pistilnn hans Péturs Tyrfingsonar á fb. síðunni hans. Þegar sálfræðingur fer svona á límingunum, þá er Alda Karen að gera eitthvað rétt,

Haukur Árnason, 18.1.2019 kl. 02:01

5 identicon

Sem faðir manns sem er með geðhvarfasýki verð ég að þér mjög ósammála Linda. Málið er að geðsjúkir hugsa ekki alltaf rökrétt vegna sjúkdómsins og þessvegna getur beinlínis verið stórhættulegt að ota að þeim einhverjum einföldum lausum sem eiga að bjarga heiminum hjá þeim. Ég hugsa að sálfræðingar, geðlæknar og ekki síst foreldrar og aðstandendur fólks með geðsjúkdóma hafi miklu meiri þekkingu á þessum hlutum en markþjálfar,grasalæknar,miðlar og trúarleiðtogar sem ég legg hér algjörlega að jöfnu. Fólk talar um að verið sé að tala þessa stelpu niður en hvað með heilbrigðisstarfsfólkið sem hefur aflað sér menntunar , ekki bara í skólakerfinu heldur líka með aralöngu starfi. Það er talað um það fólk sem vitleysinga sem vita ekki neitt og kunna ekki neitt. Og fremstir í flokki þar er einmitt þetta fólk sem ég taldi upp áðan sem telur sig vita allt og kunna allt. Ég er satt að segja búinn að fá nóg af þessum spekingum. Varðandi efnaskipti í heila: Það er smá misskilningur þar á ferðinni.Röng efnaskipti eru meðfædd hjá þessu fólki . Lyf sem gefin eru eiga að koma þessum efnaskiptum í lag. Þau eru ekki fæða og meiri fita í líkamann gerir í raun ekki skapaðan hlut Það er hárrétt að holl fæða hefur góð áhrif á geðslag en það að vera í góðu skapi.segir ekkert til um það hvort þú ert með geðsjúkdóm eða ekki. Hér erum við að tala um miklu alvarlegri hlut. Það hefur enga þýðingu að gera hlutina einfalda þrgar kemur að þessu. Þú segir Haukur það vera gott hjá Öldu að fylla Hörpu. Jú það er gott fyrir hana því mér skilst að hún græði "örlítið" á því. Og það er eflaust gott fyrir fólk sem hefur verið að agnúast út í heilbrygðisstarfsfólkið ( gott á það). En ekki fyrir geðsjúka. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2019 kl. 09:49

6 identicon

Afsaka ranga stafsetningu í einherjum tilfellum sem orsakast af fljótfærni. Heilbrygðisstarfsfólk á t.d. að sjálfsögðu að vera heilbrigðisstarfsfólk. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2019 kl. 10:22

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er skrítið að álykta, eins og Haukur gerir, að ef fólk sem vit hefur á málum reiðist þegar einhver lætur vitleysu út úr sér, þá sé það staðfesting á að vitleysan eigi við rök að styðjast.

Það hlýtur að vera svolítið skringilegt, en eflaust oft mjög spennandi, að fara í gegnum lífið með slíka lífsspeki í pokahorninu.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2019 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 9240

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband