Frelsandi að vera óháður útkomum

Eitt það dásamlegasta sem ég hef uppgötvað á minni göngu í lífinu er að læra að sleppa tökunum og vera óháð útkomum í lífinu, leyfa semsagt öllu að hafa sinn gang eða vera eins og því var ætlað að vera eða þróast hverju sinni.

Hér áður var ég mjög háð því að setja mér háleit markmið og fannst ég verða að ná þeim, en í dag hef ég fyrir löngu komist að því að lífið tekur mig á hina ýmsu staði sem ég ætlaði því svo sannarlega ekki að fara á meðan ég var að rembast við að ná þeim markmiðum sem ég hafði sett mér.

Það er einhvernvegin þannig eins og John Lennon sagði í einu laga sinna að lífið er það sem hendir þig þegar þú ert upptekinn við að gera önnur plön.

En þvílíkt dásemdarfrelsi sem það getur verið að sleppa tökum á útkomum.

Það frelsar með þeim hætti að við þorum að taka fleiri áhættur og að láta bara lífið rætast án þess að það þurfi að heppnast á allan hátt eða að hafa einhvern sérstakan endapunkt. Að hafa bara gaman að ferðalaginu á meðan á því stendur þess í stað. Hversu dásamlegt er það ekki?

 

Að framkvæma það sem hjarta okkar segir okkur að framkvæma án þess að vera háður útkomum gerir það að verkum að við höldum jafnvægi og förum ekki í reiptog við lífið þegar við sjáum að útkoman ætlar ekki að verða sú sem við vildum að hún væri, og þessi togstreita sem veldur okkur kvölum verður fjarri lífi okkar.

Við erum svo gjörn á að ætla okkur að þvinga lífið inn í okkar ramma eða í þær áttir sem við viljum að það fari og tökum þannig í leiðinni frelsið frá okkur sjálfum, öðru fólki og lífinu sjálfu. Hinn frjálsi vilji okkar mannanna og lífsins þannig að engu gerður. 

Stundum viljum við einfaldlega fá eitthvað sem okkur var einfaldlega aldrei ætlað og við förum af stað í að finna alla mögulegar leiðir til að ná því fram með tilheyrandi vanlíðan, sorg og öðrum vondum tilfinningum fyrir okkur sjálf og sóum þannig þessu stutta lífi okkar í að berjast við vindmillur að hætti Don Quixote.

Að trúa því að það sem mér sé ætlað komi til mín og verði þar, að trúa því að lífið leiði mig á þær brautir sem mér eru ætlaðar og að allt samverki til góðs með einhverjum hætti sem ég sé kannski ekki núna er frelsandi,og ef eitthvað er mikilvægt að hafa í huga í þessu lífi þá er það að frelsið er einfaldlega yndislegt og nauðsynlegt hverjum manni að halda fast í.

Við verðum að gefa öðrum frelsi til að vera þeir sjálfir og framkvæma samkvæmt sjálfum sér og eins þurfum við að geta haldið í það að vera við sjálf og sleppa þannig tökum á aðstæðum og fólki sem við ráðum hvort eð ekkert við vegna áætlana þeirra sjálfra og lífsins fyrir þá. 

Ég veit að fyrir suma er þetta óskiljanlegt með öllu, en ég vildi endilega deila þessu með ykkur hér þar sem að þetta ráð er það sem kemur mér í gegnum flestar ef ekki allar aðstæður lífsins í dag og kemur mér á fæturna í hvert sinn sem eitthvað hendir sem mér hugnast illa og ég hef litla eða enga stjórn á.

Enda þennan stutta pistil minn á tilvitnun í C.S. Lewis sem er full af visku að mínu mati og er þess verð að hugsa um.

"Hvers vegna gaf Guð þeim þá frjálsan vilja? Vegna þess að frjáls vilji, þó að hann geri hið illa mögulegt, er einnig það eina sem gerir alla þá ást umhyggju og gleði sem vert er að eignast mögulega" C.S. Lewis

Og eins og alltaf ef ykkur vantar aðstoð við lífsins málefni þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu.

Þar til næst elskurnar

xoxo

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Lifecoach, samskiptaráðgjafi, TRM áfallafræði 1 og 2.

Linda@manngildi.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Linda Baldvinsdóttir

Höfundur

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._s4i6862_2
  • ...0eaf470d6_2
  • ...98009927331
  • pistill mynd
  • 15608665 10210640975833107 554134899 o

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband